Munu biðja Sigurð Inga um að skýra hver ummælin voru Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 11. apríl 2022 19:07 Björn Leví á sæti í forsætisnefnd. Fyrir aftan hann sést glitta í Birgi Ármannsson, forseta Alþingis og forseta forsætisnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Nefndarmaður í forsætisnefnd Alþingis segir að ef miðað er við lýsingar Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, hafi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra gerst brotlegur við siðareglur þingsins með ummælum sínum í hennar garð. Það eigi þó eftir að koma í ljós. Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“ Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Ummælin, sem Sigurður Ingi hefur beðist afsökunar á og segir hafa verið „óviðurkvæmileg,“ lét hann falla á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. Hann hefur ekki fengist til þess að segja opinberlega hver ummælin voru nákvæmlega. Vigdís hefur sagt þau særandi og sett í samhengi við dulda fordóma sem grasseri í samfélaginu. Heimildir fréttastofu herma að Sigurður hafi talað um Vigdísi sem „þá svörtu“. Fyrr í dag var greint frá því að forsætisnefnd Alþingis hefði borist kæra vegna ummælanna, sem eiga að hafa brotið í bága við siðareglur þingsins. Fréttastofu er ekki kunnugt um hver lagði kæruna fram, en hver sem er getur lagt inn kæru til nefndarinnar og þarf ekki að vera aðili máls. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, segir málsmeðferð kærunnar geta tekið á sig ýmsa mynd. „Eins og að kærunni verði vísað frá, hún tekin til efnislegrar umræðu, kallað eftir umsögnum, vísað til ráðgefandi siðanefndar eða til þar til bærra yfirvalda. Það er fullt af möguleikum,“ sagði Björn Leví þegar rætt var við hann í beinni útsendingu frá Alþingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Enginn þingmanna vanhæfur Björn Leví segir að þrátt fyrir að fjöldi þingmanna hafi tjáð sig um mál Sigurðar Inga opinberlega teljist enginn þeirra vanhæfur til að fara með málið í nefndinni. „Þingmenn eru aldrei vanhæfir, það er bara stjórnarskrárbundið að þeir fylgja eingöngu sannfæringu sinni,“ segir Björn Leví. Einn möguleikanna sem Björn Leví nefnir er að kærunni verði vísað til siðanefndar Alþingis. Nefndin myndi þá skila ráðgefandi niðurstöðu, sem Björn Leví telur að ætti að hafa eitthvert vægi við meðferð málsins. Hann segir að líklega verði leitað umsagnar hjá Sigurði Inga sjálfum um hvað hann sagði nákvæmlega, svo botn fáist í málið, þar sem ekki liggi fyrir að svo stöddu hvað fólst nákvæmlega í ummælum hans. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar telji hann þó að um brot á siðareglum sé að ræða. „Miðað við lýsingar Vigdísar þá væri það klárt brot á siðareglum. En við vitum bara hvað hann er sagður hafa sagt, hann hefur ekki sagt það síðan opinberlega sjálfur þrátt fyrir að hafa verið spurður. Þannig að við leitum væntanlega umsagnar um það frá honum,“ segir Björn Leví. Hefur það ekkert áhrif að enginn veit hvað hann sagði? „Varðandi svona meðferð, það hlýtur að gera það, jú.“
Alþingi Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira