Slakað á í Sjanghæ: 4,8 milljónum hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 09:48 Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. AP Yfirvöld í Kína hafa slakað lítillega á sóttvörnum í Sjanghæ og stórum hluta þeirra 25 milljóna sem þar búa var hleypt út í fyrsta sinn í tvær vikur. Fjölmiðlar ytra segja fólk hafa hlaupið í verslanir til að kaupa matvæli eftir mikla inniveru. AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
AP segir myndbönd sýna fólk brjótast inn í matvöruverslun og kalla eftir hjálp. Íbúar borgarinnar hafa búið við harðar sóttvarnaaðgerðir en útgöngubann hefur verið í borginni síðan þann 28. mars, eða í rúmar tvær vikur. Fyrirtækjum var lokað og hafa margir óttast að fólk myndi hreinlega deyja úr hungri á heimilum sínum. Í frétt Reuters segir að slakað hafi verið á takmörkunum á svæðum þar sem um 4,8 milljónir af 25 búa. Þar hafi fólki verið leyft að fara út eftir að enginn hafi greinst smitaður þar í fjórtán daga. Það er þó óljóst hve frjálst ferða sinna viðkomandi fólk er. Einn íbúi sagðist hafa fengið leyfi til að fara út hjá íbúastjórn síns fjölbýlishúss en það leyfi hafi verið afturkallað strax aftur. „Þetta breytist allt mjög hratt. Ef þú getur farið út er gott að gera það strax því það gæti breyst á næstu klukkustund,“ sagði konan við Reuters. Hinar skyndilegu lokanir í Sjanghæ hafa verið gagnrýndar af íbúum og þá sérstaklega vegna þess að fólk hafi ekki haft aðgang að matvælum og lyfjum og hafi ekki getað aðstoðar aldraða ættingja sem búa einir. AP segir ýmislegt benda til þess að lokunin í Sjanghæ hafi verið svo umfangsmikil sé vegna pólitíkur í Kína. Þessi vandræði í auðugustu borg Kína séu skömmustuleg fyrir Xi Jinping, sem ætlar á þessu ári að fara gegn venjum Kína og hefja sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem leiðtogi Kommúnistaflokksins. Smittölur séu tiltölulega lágar í Kína en Kommúnistaflokkurinn hefur haldið ströngum smitreglum sínum til streitu.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“