Framsóknarflokkurinn ráðgáta að mati stjórnmálafræðings Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 10:09 Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Baldur Þórhallsson segir að Framsóknarflokknum sé í lófa lagið að ýta kröftuglega eftir þessum áherslum sínum á stjórnarheimilinu sem að hann gæti verið að gera með þessum afdráttarlausa málflutningi. Nema að hann sé að stunda lýðskrum? Víst er að komin er upp sérkennileg staða á stjórnarheimilinu. vísir/vilhelm Eftir yfirlýsingar Lilju D. Alfreðsdóttur, viðskiptaráðherra, að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farin var við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka og að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hljóti að bera þar ábyrgð, er komin upp krísa á stjórnarheimilinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur svarað fyrirspurnum vegna málsins skriflega, en hún er stödd erlendis, á þann veg að engar bókanir séu til um andstöðu Lilju við sölufyrirkomulagið, en þau Bjarni, Katrín og Lilja sitja í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Ekki liggur fyrir hvort Lilja er að leika einleik eða hvort staðan sé sú að Framsóknarflokkurinn sem slíkur vilji þvo hendur sínar af hinni umdeildu sölu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði veltir málinu fyrir sér og spyr hvort Framsóknarflokkurinn leiki tveimur skjöldum eða hvort um raunverulega stefnubreytingu sé að ræða? Lilja er í raun að kalla eftir afsögn Bjarna „Forystufólk Framsóknarflokksins hefur kallað eftir breytingum á stjórnarstefnunni í málaflokkum sem hafa verið mjög umdeildir í samfélaginu. Kallað er eftir því að sjávarútvegurinn og bankar greiði mun hærra hlutfall af arði sínum í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur í pistli á Facebook-síðu sinni, þar sem hann fer yfir stöðuna. Lilja D. Alfreðsdóttir og Bjarni Benediktsson sitja ásamt Katrínu Jakobsdóttur í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Sé litið til yfirlýsinga Katrínar frá í gær þar sem hún segir ekkert bókfært um andstöðu Lilju við bankasöluna virðist sem Lilja sé einangruð í ríkisstjórninni. Hvort það snýr aðeins að Lilju eða flokkum þar sem hún er varaformaður er spurningin.vísir/vilhelm „Og nú síðast upplýsir ráðherra bankamála að hún hafi alla tíð verið andvíg þeirri leið sem farin hafi verið við sölu á hlut ríkissins í Íslandsbanka. Hún telur söluna hafa misheppnast hrapalega og að fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á henni. Í raun er hún að kalla eftir afsögn ráðherrans, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem gæti þýtt stjórnarslit.“ Baldur segir jafnframt að þetta ákall um stefnubreytingu og að Bjarni axli lagalega og pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum sé athyglisvert ekki síst í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur setið í fimm ár. Tveir stjórnarsáttmálar liggja fyrir. Og það sem meira er, Framsóknarflokkurinn fari með bankamál í ríkisstjórninni. „Framsóknarflokknum hefði verið í lófa lagið að hafa áhrif á þessa þrjá þætti stjórnarstefnunnar, það er aukna skattheimtu á sjávarútveginn og bankana og sölu Íslandsbanka.“ Viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum Baldur tiltekur þrjár ástæður sem helst komi til greina ef menn vilja velta því fyrir sér hvað vaki fyrir Framsóknarflokknum, en það eru viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum: Í fyrsta lagi að flokkurinn hafi orðið undir í valdataflinu við ríkisstjórnarborðið og telji að við það verði ekki unað lengur. Í öðru lagi að um sé að ræða áherslubreytingu hjá flokknum eða að honum hafi einfaldlega snúist hugur í þessum málaflokkum. Í þriðja lagi að þetta sé einungis lýðskrum til þess fallið að þyrla ryki í augu kjósenda fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Pallborðið á Vísi Alþingiskosningar 2021 Þetta er að því gefnu að Lilja, sem er varaformaður Framsóknarflokksins, tali fyrir hönd hans og að þar gangi menn í takt. Ekki hafa enn fengist svör við því hvað Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir um þetta en hann er vængbrotinn eftir að hafa verið kærður til siðanefndar Alþingis vegna vafasamra ummæla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Framsóknarflokki í lófa lagið að láta til sín taka Baldur segir að mikilvægt sé að líta til sögunnar í þessu samhengi. Framsóknarflokkurinn er annar af áhrifamestu stjórnmálaflokkum landsins og hefur verið það allt frá stofnun. Síðustu hálfa öldina hefur Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í 39 ár. Flokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana í sjávarútvegs- og bankamálum á mikilvægum tímamótum í þessum málaflokkum, þar er þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á og bankarnir einkavæddir. „Framsóknarflokknum er í lófa lagið að ýta kröftuglega eftir þessum áherslum sínum á stjórnarheimilinu sem að hann gæti verið að gera með þessum afdráttarlausa málflutningi nema að hann sé að stunda lýðskrum. Næstu misseri munu skera úr um þetta. Í augnablikinu þarf hver að dæma fyrir sig,“ segir Baldur sem fæst við það dagana langa að rýna í innyfli stjórnmálaflokkanna. En innvolsið í Framsóknarflokknum reynist honum torvelt að greina og átta sig á. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur svarað fyrirspurnum vegna málsins skriflega, en hún er stödd erlendis, á þann veg að engar bókanir séu til um andstöðu Lilju við sölufyrirkomulagið, en þau Bjarni, Katrín og Lilja sitja í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Ekki liggur fyrir hvort Lilja er að leika einleik eða hvort staðan sé sú að Framsóknarflokkurinn sem slíkur vilji þvo hendur sínar af hinni umdeildu sölu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði veltir málinu fyrir sér og spyr hvort Framsóknarflokkurinn leiki tveimur skjöldum eða hvort um raunverulega stefnubreytingu sé að ræða? Lilja er í raun að kalla eftir afsögn Bjarna „Forystufólk Framsóknarflokksins hefur kallað eftir breytingum á stjórnarstefnunni í málaflokkum sem hafa verið mjög umdeildir í samfélaginu. Kallað er eftir því að sjávarútvegurinn og bankar greiði mun hærra hlutfall af arði sínum í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur í pistli á Facebook-síðu sinni, þar sem hann fer yfir stöðuna. Lilja D. Alfreðsdóttir og Bjarni Benediktsson sitja ásamt Katrínu Jakobsdóttur í sérstakri ráðherranefnd um efnahagsmál. Sé litið til yfirlýsinga Katrínar frá í gær þar sem hún segir ekkert bókfært um andstöðu Lilju við bankasöluna virðist sem Lilja sé einangruð í ríkisstjórninni. Hvort það snýr aðeins að Lilju eða flokkum þar sem hún er varaformaður er spurningin.vísir/vilhelm „Og nú síðast upplýsir ráðherra bankamála að hún hafi alla tíð verið andvíg þeirri leið sem farin hafi verið við sölu á hlut ríkissins í Íslandsbanka. Hún telur söluna hafa misheppnast hrapalega og að fjármálaráðherra eigi að axla ábyrgð á henni. Í raun er hún að kalla eftir afsögn ráðherrans, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem gæti þýtt stjórnarslit.“ Baldur segir jafnframt að þetta ákall um stefnubreytingu og að Bjarni axli lagalega og pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum sé athyglisvert ekki síst í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur setið í fimm ár. Tveir stjórnarsáttmálar liggja fyrir. Og það sem meira er, Framsóknarflokkurinn fari með bankamál í ríkisstjórninni. „Framsóknarflokknum hefði verið í lófa lagið að hafa áhrif á þessa þrjá þætti stjórnarstefnunnar, það er aukna skattheimtu á sjávarútveginn og bankana og sölu Íslandsbanka.“ Viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum Baldur tiltekur þrjár ástæður sem helst komi til greina ef menn vilja velta því fyrir sér hvað vaki fyrir Framsóknarflokknum, en það eru viðspyrna, áherslubreyting eða lýðskrum: Í fyrsta lagi að flokkurinn hafi orðið undir í valdataflinu við ríkisstjórnarborðið og telji að við það verði ekki unað lengur. Í öðru lagi að um sé að ræða áherslubreytingu hjá flokknum eða að honum hafi einfaldlega snúist hugur í þessum málaflokkum. Í þriðja lagi að þetta sé einungis lýðskrum til þess fallið að þyrla ryki í augu kjósenda fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Pallborðið á Vísi Alþingiskosningar 2021 Þetta er að því gefnu að Lilja, sem er varaformaður Framsóknarflokksins, tali fyrir hönd hans og að þar gangi menn í takt. Ekki hafa enn fengist svör við því hvað Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir um þetta en hann er vængbrotinn eftir að hafa verið kærður til siðanefndar Alþingis vegna vafasamra ummæla um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Framsóknarflokki í lófa lagið að láta til sín taka Baldur segir að mikilvægt sé að líta til sögunnar í þessu samhengi. Framsóknarflokkurinn er annar af áhrifamestu stjórnmálaflokkum landsins og hefur verið það allt frá stofnun. Síðustu hálfa öldina hefur Framsóknarflokkurinn hefur setið í ríkisstjórn í 39 ár. Flokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana í sjávarútvegs- og bankamálum á mikilvægum tímamótum í þessum málaflokkum, þar er þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á og bankarnir einkavæddir. „Framsóknarflokknum er í lófa lagið að ýta kröftuglega eftir þessum áherslum sínum á stjórnarheimilinu sem að hann gæti verið að gera með þessum afdráttarlausa málflutningi nema að hann sé að stunda lýðskrum. Næstu misseri munu skera úr um þetta. Í augnablikinu þarf hver að dæma fyrir sig,“ segir Baldur sem fæst við það dagana langa að rýna í innyfli stjórnmálaflokkanna. En innvolsið í Framsóknarflokknum reynist honum torvelt að greina og átta sig á.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00