Lilja mun í nýju starfi leiða alla starfsemi pósthúsa og póstvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu. Haft er eftir Lilju í tilkynningu að í nýju starfi felist einstakt tækifæri og sú þekking og reynsla sem hún hafi muni koma sér vel í nýju hlutverki.
„Undanfarin ár hafa verið ár breytinga, m.a. í takt við óskir okkar viðskiptavina um stafrænar og hraðar lausnir. Ég hlakka til að taka þátt í spennandi verkefnum með nýju teymi og nýjum áskorunum,“ segir Lilja.
Rætt var við Lilju í Atvinnulífinu á Vísi síðastliðinn febrúar. Viðtalið við hana má lesa hér að neðan.