Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Atli Arason skrifar 12. apríl 2022 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Samkvæmt The Athletic eru leikmennirnir þrír á meðal þeirra launahæstu hjá liðinu og Everton myndi spara a.m.k. 250.000 pund í vikulaun með þá þrjá frá. Félagið eyðir að meðaltali um 85.000 pundum vikulega í launagreiðslur sem er það áttunda mesta í ensku úrvalsdeildinni. Everton á í hættu að vera refsað vegna brota á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar, FFP. Everton tapaði 120,9 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Liðið hefur undanfarið ár verið að losa launahæstu leikmenn af launaskrá félagsins. Brasilíski vængmaðurinn Bernard var seldur til Mið-Austurlanda síðasta sumar og Lucas Digne skipti yfir til Aston Villa í janúar. James Rodriguez spilaði með félaginu á síðastu leiktíð en hann er sagður hafa verið langlaunahæsti leikmaður liðsins með yfir 200.000 pund á viku. James var einnig seldur til Mið-Austurlanda fyrir yfirstandandi keppnistímabil. FFP Reglurnar leyfa félögum taprekstri upp á allt að 105 milljóna punda síðastliðin þrjú ár. Áætlað tap Everton síðustu þrjú ár er u.þ.b. 250 milljónir punda en Úrvalsdeildin veitir þó ákveðin slaka á fjárhagsreglunum síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins, slaki sem mun taka mið af meðal taprekstri árin 2020 og 2021. Everton hefur gefið út að liðið muni verða innan réttra marka á fjárhagsreglum úrvalsdeildarinnar. Ásamt háum útgjöldum hefur innkoma félagsins lækkað m.a. vegna styrktarsamninga. Árið 2020 fékk félagið um 63,7 milljónir punda í gegnum samstarfsaðila en árið 2021 voru þær tekjur um 35,5 milljónir punda. Félagið má heldur ekki þiggja greiðslur frá rússneska auðkýfingum Alisher Usmanov, einum helsta viðskiptafélaga Farhad Moshiri, eiganda Everton. Eigur Usmanov í Bretlandi hafa verið frystar vegna tengsla hans við Vladimir Putin en Usmanov hafði áður gert samkomulag við Everton í gegnum fyrirtæki sitt USM sem hefði fært Everton um 20 milljón pund á ári. Everton er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Félagið er því í vandamálum bæði innan sem utan vallar.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira