Bielsa var rekinn frá Leeds í febrúar síðastliðnum eftir að hafa verið hjá félaginu í tæp fjögur ár.
Guardiola bætti einnig við að Bielsa hefði að hans mati unnið fleiri titla með sama Barcelona lið og Guardiola var með á sínum tíma, liði sem Guardiola vann 14 bikara með á árunum 2008-2012.
„Láttu Bielsa fá Barcelona liðið mitt og sjáðu að hann vinnur fleiri bikara. Láttu mig fá Leeds liðið hans og við föllum niður í Championship,“ sagði Guardiola í viðtali við Telemundo Sports.
Pep : "Give Bielsa my Barcelona and see how much (more) he wins. Give me his @LUFC side and we would be in the Championship." pic.twitter.com/ELnSVlLeE0
— Juan Arango (@JuanG_Arango) April 11, 2022
Guardiola er einn af sigursælustu knattspyrnustjórum samtímans en hann væri sennilega að starfa við eitthvað allt annað hefði það ekki verið fyrir Marcelo Bielsa. Þegar Guardiola hætti að spila fótbolta fór hann á fund heima hjá Bielsa, fundur sem stóð yfir í 11 klukkustundir þar sem Bielsa sannfærði Guardiola um að verða knattspyrnustjóri.
Guardiola og Bielsa mættust þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni. Einu sinni skyldu liðin jöfn og þeir eiga sitthvora sigur leikina. Guardiola mun mæta arftaka Bielsa hjá Leeds, Jesse March, þann 30. apríl.