Lausnir fyrir bráðamóttökuna Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:30 Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun