Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir skrifar 12. apríl 2022 16:30 Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Nú hafa birst gögn sem benda til þess að af þeim rúmlega 200 fjárfestum sem keyptu í útboðinu hafi um 130 aðilar einmitt komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða. Þessir 130 aðilar fengu úthlutað 35% af hlutunum sem til sölu voru á afslætti. Biðu í örfáa sólarhringa og seldu sig svo út úr bankanum. Hagnaður þessara fjárfesta var líklega um 1,5 milljarður króna miðað við verð bréfanna frá útboðinu. Líkur eru á því að flestir þeirra hafi ekki þurft að leggja fram sjálfir nema brot upphæðarinnar sem tryggingu og ávöxtun þeirra því ævintýraleg. Grunur vaknaði að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera þegar upplýsingar um viðskipti innherja bárust stuttu eftir útboðið. Þar voru einstaklingar að kaupa fyrir lágar upphæðir, þrátt fyrir að rökin fyrir slíkum afslætti væru að laða að aðila sem tækju á sig markaðsáhættu með því að kaupa stóran hlut í bankanum. Spurningar voru spurðar um hversu margir slíkir aðilar hefðu fengið að fljóta með í útboðinu. Listinn var loks birtur í síðustu viku. Nú hefur birst uppfærður listi þar sem fram kemur að yfirgnæfandi hluti þeirra fjárfesta sem keyptu fyrir lágar upphæðir hafa selt. Sömu sögu er að segja af erlendum sjóðum sem tóku jafnframt snúning á ríkiseigninni í fyrsta útboðinu – og var boðin þátttaka á ný. Allt kvittað upp á af Bankasýslunni og fjármálaráðherra sem samþykkir söluna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur varið fjármálaráðherra frá fyrsta degi þrátt fyrir að ýmsir misbrestir hafi nú þegar verið staðfestir. Spákaupmenn selja lífeyrissjóðunum (íslenskum almenningi) bréfin til baka á hærra verði Það sem vekur athygli er hverjir hafa keypt þessi bréf sem seld voru á dögunum eftir útboðið með skjótfengnum gróða. Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu. Samkvæmt þessum gögnum virðist atburðarásin eftirfarandi: Fjármálaráðherra og Bankasýslan gefa nokkrum fjármálafyrirtækjum frítt spil til að bjóða viðskiptavinum á sínum hringilista tækifæri til að taka snúning á eign almennings með skjótfengnum gróða. Fjármálafyrirtækin fá greitt fyrir þann snúning með almannafé. Háar þóknanir úr samræmi við það sem gengur og gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Til að gera þessum fjárfestum kleift að taka snúning voru langtímafjárfestar skornir niður í útboðinu, fengu ekki það magn af hlutum sem þeir sóttust eftir. Fjármálafyrirtækin selja svo lífeyrisjóðunum, í eigu almennings, hlutina eftir útboðið á enn hærra verði. Og þiggja aftur fyrir það þóknanir. Ekkert sem fjármálaráðherra eða Bankasýslan hafa sagt á undanförnum dögum stenst nú. Þessi gögn staðfesta að lífeyrissjóðir og aðrir langtímastofnanafjárfestar voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hlutina í Íslandsbanka en meðalverðið var í útboðinu. Enda keyptu þessir aðilar umrædda hluti síðar meir á enn hærra gengi af spákaupmönnum. Rök um dreift eignarhald sem réttlættu að skera niður tilboð lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta halda heldur ekki vatni. Enda entist dreifða eignarhaldið í örfáa daga. Virðingarleysið við íslenskan almenning er fullkomið í þessu ferli. Fjármálaráðherra stendur ekki vörð um almannahagsmuni og hefur kvittað upp á gjafagjörning til fjármálafyrirtækja og auðugra einstaklinga með aðgang að rétta miðlaranum. Bankasýslan hefur sýnt fram á gagnsleysi sitt í ferli sem átti að vera gagnsætt og traust. Fjármálaeftirlitið þarf að rannsaka fjárfestingar starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja í þessu útboði á eign almennings. Rannsóknarnefnd þarf að skipa strax til að skoða söluna. Fyrri hluti sölunnar á Íslandsbanka skoðast nú líka í öðru ljósi fyrst svona fór í þetta skiptið – hvað hefur verið í gangi? Þetta söluferli er áfall fyrir íslenskan fjármálamarkað, íslenskt samfélag og risastór áfellisdómur yfir fjármálaráðherra – sem forsætisráðherra hefur stutt við bakið á í öllu þessu ferli þrátt fyrir augljósa misbresti. Það stendur nú á ríkisstjórninni að skýra málið. Ef það sem gögnin gefa til kynna er staðfest er ljóst að fjármálaráðherrann verður að víkja. Hér var enginn að huga að hagsmunum almennings. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Nú hafa birst gögn sem benda til þess að af þeim rúmlega 200 fjárfestum sem keyptu í útboðinu hafi um 130 aðilar einmitt komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða. Þessir 130 aðilar fengu úthlutað 35% af hlutunum sem til sölu voru á afslætti. Biðu í örfáa sólarhringa og seldu sig svo út úr bankanum. Hagnaður þessara fjárfesta var líklega um 1,5 milljarður króna miðað við verð bréfanna frá útboðinu. Líkur eru á því að flestir þeirra hafi ekki þurft að leggja fram sjálfir nema brot upphæðarinnar sem tryggingu og ávöxtun þeirra því ævintýraleg. Grunur vaknaði að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera þegar upplýsingar um viðskipti innherja bárust stuttu eftir útboðið. Þar voru einstaklingar að kaupa fyrir lágar upphæðir, þrátt fyrir að rökin fyrir slíkum afslætti væru að laða að aðila sem tækju á sig markaðsáhættu með því að kaupa stóran hlut í bankanum. Spurningar voru spurðar um hversu margir slíkir aðilar hefðu fengið að fljóta með í útboðinu. Listinn var loks birtur í síðustu viku. Nú hefur birst uppfærður listi þar sem fram kemur að yfirgnæfandi hluti þeirra fjárfesta sem keyptu fyrir lágar upphæðir hafa selt. Sömu sögu er að segja af erlendum sjóðum sem tóku jafnframt snúning á ríkiseigninni í fyrsta útboðinu – og var boðin þátttaka á ný. Allt kvittað upp á af Bankasýslunni og fjármálaráðherra sem samþykkir söluna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur varið fjármálaráðherra frá fyrsta degi þrátt fyrir að ýmsir misbrestir hafi nú þegar verið staðfestir. Spákaupmenn selja lífeyrissjóðunum (íslenskum almenningi) bréfin til baka á hærra verði Það sem vekur athygli er hverjir hafa keypt þessi bréf sem seld voru á dögunum eftir útboðið með skjótfengnum gróða. Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu. Samkvæmt þessum gögnum virðist atburðarásin eftirfarandi: Fjármálaráðherra og Bankasýslan gefa nokkrum fjármálafyrirtækjum frítt spil til að bjóða viðskiptavinum á sínum hringilista tækifæri til að taka snúning á eign almennings með skjótfengnum gróða. Fjármálafyrirtækin fá greitt fyrir þann snúning með almannafé. Háar þóknanir úr samræmi við það sem gengur og gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Til að gera þessum fjárfestum kleift að taka snúning voru langtímafjárfestar skornir niður í útboðinu, fengu ekki það magn af hlutum sem þeir sóttust eftir. Fjármálafyrirtækin selja svo lífeyrisjóðunum, í eigu almennings, hlutina eftir útboðið á enn hærra verði. Og þiggja aftur fyrir það þóknanir. Ekkert sem fjármálaráðherra eða Bankasýslan hafa sagt á undanförnum dögum stenst nú. Þessi gögn staðfesta að lífeyrissjóðir og aðrir langtímastofnanafjárfestar voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hlutina í Íslandsbanka en meðalverðið var í útboðinu. Enda keyptu þessir aðilar umrædda hluti síðar meir á enn hærra gengi af spákaupmönnum. Rök um dreift eignarhald sem réttlættu að skera niður tilboð lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta halda heldur ekki vatni. Enda entist dreifða eignarhaldið í örfáa daga. Virðingarleysið við íslenskan almenning er fullkomið í þessu ferli. Fjármálaráðherra stendur ekki vörð um almannahagsmuni og hefur kvittað upp á gjafagjörning til fjármálafyrirtækja og auðugra einstaklinga með aðgang að rétta miðlaranum. Bankasýslan hefur sýnt fram á gagnsleysi sitt í ferli sem átti að vera gagnsætt og traust. Fjármálaeftirlitið þarf að rannsaka fjárfestingar starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja í þessu útboði á eign almennings. Rannsóknarnefnd þarf að skipa strax til að skoða söluna. Fyrri hluti sölunnar á Íslandsbanka skoðast nú líka í öðru ljósi fyrst svona fór í þetta skiptið – hvað hefur verið í gangi? Þetta söluferli er áfall fyrir íslenskan fjármálamarkað, íslenskt samfélag og risastór áfellisdómur yfir fjármálaráðherra – sem forsætisráðherra hefur stutt við bakið á í öllu þessu ferli þrátt fyrir augljósa misbresti. Það stendur nú á ríkisstjórninni að skýra málið. Ef það sem gögnin gefa til kynna er staðfest er ljóst að fjármálaráðherrann verður að víkja. Hér var enginn að huga að hagsmunum almennings. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun