„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. apríl 2022 19:14 Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. Auðunn Lúthersson skaust á stjörnuhimininn á örskotsstundu. Hann hafði stundað lagasmíð frá unglingsaldri en árið 2018 fór hann að vekja eftirtekt fyrir einlæg ástarlög og fyrr en varði var hann orðinn einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Auður var á toppi veraldar. En - svo breyttist allt og tónlistin slokknaði. Auðunn var jú, áfram í öllum fjölmiðlum landsins, en nú á allt öðrum forsendum. Bera fór á sögum um Auðunn sem stöðugt urðu fleiri og háværari. Þöggunarsamningar, kynferðisbrot, brot gegn ólögráða stúlkum, frelsissviptingar, byrlanir. Ein kona steig síðan fram og lýsti því að Auðunn hefði verið ógnandi þegar hún fór, ásamt vinkonu sinni, heim til hans eftir skemmtanalífið og hefði um tíma óttast um öryggi sitt. Auðunn sendi þá sér yfirlýsingu og viðurkenndi að hafa farið yfir mörk konu. Sú yfirlýsing átti hins vegar eftir að falla í grýttan jarðveg því fleiri konur áttu slæma reynslu af honum. Önnur kona, sem hafði verið í sambandi með Auðuni um skamma hríð, kvað hann hafa brotið á sér og sú þriðja sagði hann hafa látið sig gera hlut sem hún vildi ekki gera. Eftir þetta dró Auðunn sig úr öllum verkefnum og hefur aldrei tjáð sig um þessar ásakanir – fyrr en nú. „Það er í grunninn munur á því að trúa þolendum og trúa orðrómum. Ég get ekki tekið við því sem er algjörlega ósatt. Ég vil miklu frekar, bæði hér og í lífi mínu, axla ábyrgð á þeirri hegðun sem ég ber ábyrgð á. Særandi og óþægileg, ég hef verið að fara yfir mörk, og ég hef verið meiðandi í minni hegðun. Ég hef ekki gert mér almennilega grein fyrir henni en ég samt ber algjörlega ábyrgð á henni,“ segir Auðunn. „Það var ákveðið breakthrough hjá mér að tala við sálfræðinginn minn, hann sagði við mig að það sé hægt að beita ofbeldi án þess að ætla sér það og án þess að gera sér grein fyrir því að maður sé að því. Og ég tók þetta svolítið til mín og hef verið að taka þetta til mín. Vegna þess að ég veit að ég hef aldrei ætlað mér að vera særandi eða óþægilegur eða dónalegur eða fara yfir mörk eða vera skeytingarlaus í mínum samskiptum. En það er sannarlega það sem ég þarf að axla ábyrgð á.“ Gerir sér grein fyrir meiðandi hegðun Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvennanna þriggja og segist gera sér grein fyrir því að hegðun hans hingað til hafi verið meiðandi og óásættanleg. Hvað ásakanir um brot gegn ólögráða stúlkum, frelsissviptingar, og þöggunarsamninga varði segir hann það af og frá og uppspuna frá rótum. Aðspurður segist Auðunn hafa litið inn á við og unnið í sjálfum sér með aðstoð sálfræðings. Þá hafi hann reynt að bæta upp fyrir brot sín og leitað leiða til þess að nálgast konurnar þrjár. Ein þeirra var tilbúin til að ræða við hann og fara með honum í svokallaða sáttameðferð. „Það er fínt að taka það fram núna að það er ekki mitt að ákveða hvað fólk er tilbúið til þess að fyrirgefa. Og það á bæði við um þá sem eiga hlut í máli og sem fylgjast með. Ég er ekki að fara fram á neitt. Mér þykir rosalega vænt um að hafa fengið að hitta þarna eina stelpu, fyrst hittumst við tvö og síðan hjá sálfræðingi og þar náum við að tala um þetta mál og ég náði að skilja miklu betur mína hegðun.“ Leið til þess að halda áfram En hvað er sáttameðferð? Sáttameðferð er ekki algengt úrræði en þingmenn hafa kallað eftir því að notast verði við það, til dæmis í réttarkerfinu. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, segir að um sé að ræða raunhæfa leið fyrir þolendur til að gera upp sára reynslu og gerendur til að draga lærdóm af brotum sínum. „Sáttameðferð er í rauninni leið sem er notuð til þess að báðir aðilar geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri, fengið skilning frá hinum aðilanum, fengið innsýn í það hvernig hinum aðilanum líður og hvernig veröldin horfir við hinum aðilanum og náð að í rauninni sættast á sameiginlega, ekki endilega niðurstöðu, heldur sameiginlegan skilning - já við ætlum að halda áfram héðan,“ segir Þórkatla. „Og þolandi, til dæmis í kynferðisbrotamálum, sem hefur þurft að upplifa kynferðisbrot - það skiptir hann mjög miklu máli að fá hlustun á það, frá sínum geranda og fá að lýsa fyrir honum hvernig var að vera í mínum sporum. Hvernig upplifði ég þig? Og það er auðvitað mjög lærdómsríkt fyrir gerandann að fá þær upplýsingar,“ bætir hún við. Auðunn segist hafa lært mikið á þessu ferli. „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur bæði en þetta var mjög lærdómsríkt. Og ég verð að fá að ítreka hvað ég er þakklátur fyrir það að hún hafi verið til í þetta. Ég meina... seinni tíminn hjá sálfræðingi endar á faðmlagi, sem mér fannst svo fallegt af því mig langar að gera þetta rétt, ég er að reyna að gera þetta rétt og ég veit að þetta var rétt skref hjá mér. Þó ég sé búinn að taka mörg röng skref,“ segir hann og bætir við að hann hafi fengið samþykki frá konunni til að tjá sig um sáttameðferðina. Þórkatla segir að það sé erfitt fyrir þolendur að mæta geranda sínum og því sé mikilvægt að sáttameðferðir fari fram hjá fagaðila. „Auðvitað á enginn að samþykkja að fara þessa leið nema vera tilbúinn að gera það án skilyrða. Ég ætla að mæta hérna að þessu borði, ég ætla að nýta þessar aðstæður, ég ætla að nýta þessa leið. Stundum gengur hún mjög vel, stundum ekki. Þannig að það er ekkert á vísan að róa í þessu. Við getum ekkert fyrir fram garanterað að þetta sé æðislegt og allt endi vel og allir fallist í faðma. Það er auðvitað ekkert þannig að fólk fallist í faðma. En það er oft þannig að fólk geti skilið í einhverri sátt.“ „Dauðskammast mín“ Konan sem Auðunn braut á staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa farið í gegnum sáttameðferð og tekur undir að hún hafi verið lærdómsrík. Þau hafi skilið sátt – þó vinskapur sé ekki lengur á milli þeirra. Auðunn og konan voru samt í tæpt ár og brotið átti sér stað í upphafi sambands þeirra. Þið voruð par, þú og þessi kona. Hvernig líður þér að vita til þess að þú hafir sært hana með þessum hætti? Bara hræðilegt. Mér finnst þetta gjörsamlega hræðilegt. Og ég meina við vorum vinir og vorum að hittast og ég ætla ekki að fara inn í einhverjar atvikalýsingar, en bara gjörsamlega skelfilegt að bera ábyrgð á einhverju sem er ekki í lagi og ég dauðskammast mín.“ En hvernig áttarðu þig ekki á því að þú sért að brjóta á fólki, sért að særa fólk og að koma illa fram við það. Hvað verður þess valdandi að þú fattar það ekki? „Sjálfhverfa. Ef ég á að vera hreinskilinn. Ég held að það sé eina svarið sem ég get sagt. Og ég er ekki að segja það sem einhvers konar afsökun, ég er bara að tala hreint út.ׂ Ertu sjálfhverfur? „Ég er maður í mótun. Og ég veit að sú athygli sem ég fæ þarna eftir að ég kem úr svona langtímasambandi og gef út plötu og fæ allt í einu rosa athygli, að hún steig mér rosalega til höfuðs. Og ég held ég hafi upplifað sjálfan mig sem svona aðalsöguhetjuna í bíómyndinni og allir aðrir eru bara aukaleikarar. Þannig að já maður, ég er sjálfhverfur og ég ber ábyrgð á þeim gjörðum sem fylgja þeirri sjálfhverfu.“ Auðunn ítrekar að hann gangist við ásökunum um að hafa farið yfir mörk, verið erfiður og óþægilegur og gert margt sem hann hafi ekki áttað sig á fyrr en of seint. Hins vegar séu umræður um þöggunarsamninga, brot gegn ólögráða stúlkum, frelsissviptingar og fleira ekkert nema orðrómar, uppspuni frá rótum. Finnst þér þetta, þessar ásakanir sem hafa verið á þig bornar, ósanngjarnar að einhverju leyti? „Ég vil mæta öllu því sem er satt og rétt og ég er gjörsamlega miður mín yfir þessu. Tilfinningalega þá skiptist þetta svolítið upp í þrennt. Númer eitt er að horfast í augu við sjálfan sig og sína fortíð. Það er búið að vera átakanlega erfitt, ég verð að vera hreinskilinn með það. En líka mjög lærdómsríkt. Númer tvö er að það er ógeðslega erfitt að gera upp svona mál sem kannski hjá flestum myndu flokkast undir einkamál. En ég er opinber persóna og því fylgir ákveðin ábyrgð og ég er ekkert að fara undan í flæmingi með það neitt. En síðan þriðja, svona tilfinningalega, að það er mjög mikið af dóti sem kom fram og svona kickstartaði umræðunni um mig sem er bara algjörlega ósatt og það hafa mjög flóknar tilfinningar komið upp með þetta allt saman – og stundum hefur þetta blandast saman. Ekki bara hjá mér heldur fólki sem er að reyna að skilja hvað það var sem hann gerði. Þetta er búið að vera flókið en einmitt, líka lærdómsríkt.“ Auðunn bendir á að árið 2020 hafi byrjað að bera á sögum. Fyrst hafi einstaklingur, sem hann þekki aðeins af afspurn, opnað Facebook-hópinn „Hafnfirðingar á móti Auði“. Síðan hafi sögurnar byrjað að spretta, hver á fætur annarri, meðal annars frá ungum pilt sem hrósaði happi yfir hversu mikið fylgjendafjöldi hans á samfélagsmiðlum jókst samhliða því sem hann birti sögur af Auðuni. Fréttamaður las upp eina færslu frá unga piltinum fyrir Auðunn, og augljóst var að Auðunn vissi strax um hvaða færslu var að ræða. „Þriðji stærsti tónlistarmaður þjóðar er barnaníðingur, byrlari, nauðgari og frelsissviptari,“ segir í umræddri færslu. Auðunn brotnar samstundis niður og fær að taka hlé á viðtalinu. „Ég bjóst bara aldrei við því að þurfa að tala um þetta í sjónvarpinu. Að einhver myndi nota svona orð um mig. Af því ég geri mér fulla grein fyrir því að hegðunin mín hefur verið særandi, óþægileg og dónaleg. Og ég er að reyna að axla ábyrgð á því hérna, það er markmið mitt með því að vera hérna, og að taka til í því sem er algjörlega ósatt. Reyna miklu frekar að setja fókusinn á hvar ég þarf að taka til mín gagnrýni, og þarf að hlusta og vera hluti af því samtali við við öll erum kannski að meðtaka,“ segir hann og bætir við að hann hafi dregið sig úr sviðsljósinu þegar þetta gerist. Þú dregur þig úr sviðsljósinu alveg um leið. Þú varst þarna í stóru hlutverki í Þjóðleikhúsinu, þú varst í Ófærð, varst með fjöldann allan af tónleikum á dagskrá. Af hverju dregurðu þig svona algjörlega til hlés þegar, eins og þú segir, þessar sögur eru ekki allar sannar – af hverju ákvaðstu ekki bara að standa í lappirnar? „Fyrir það fyrsta held ég að ég hafi bara ekki haft styrkinn í það. Og það er líka gert af virðingu við þá sem eiga raunverulegan hlut í þessu máli og af virðingu við fólkið sem maður er að vinna með. Bara, þá meikaði engan sens að ég færi bara að syngja einhver ástarlög eins og ekkert hefði í skorist. Ég er búinn að vera í mjög mikilli sjálfsvinnu, búinn að vera hjá frábærum sálfræðingi sem hefur hjálpað mér mjög mikið og fókusinn minn er búinn að vera þar – er mjög þakklátur eins og ég segi fyrir að hafa talað við eina stelpu sem stígur fram. Og svo er maður að gera allt rétt í þessu, endurskoða alla sína hegðun, og kafa dýpra en einangruð atvik. Og mig langar að taka að fram að ef það er einhver annar þarna úti sem lítur svo á að ég hafi verið óþægilegur eða farið yfir mörk – ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta nákvæmlega - að þá langar mig að mæta því ef það er hægt. Og mig langar að mæta því með því að axla ábyrgð og vonandi fá tækifæri til þess að biðjast afsökunar og mig langar að koma vel fram við fólk og það er markmiðið í þessu öllu saman.“ Aðspurður segist Auðunn aldrei hafa verið kærður. „Neibb. Ég hef ekki farið inn á lögreglustöð í neina yfirheyrslu, það hefur engin rannsókn farið fram. Þannig ... ég veit það ekki. Ég vona að með því að gangast við því sem er satt og rétt í þessu öllu saman að þá fái ég líka ákveðið svigrúm til að tala um það að það er ákveðinn eðlismunur á því að vera glæpamaður og að vera asshole. Ég er ekki að segja það til þess að gera lítið úr upplifun eða skoðun neins. Ég er að tala út frá staðreyndum málsins.“ Hefði þér þótt betra að einhverju leyti ef þetta hefði farið í gegnum réttarkerfið? „Sko það hefði verið betra að hafa einhvers konar ferli. Og ég veit ekkert alveg. Ég held það séu mjög mörg mál sem lenda milli skips og bryggju þar sem það er kannski ekki um glæpsamlega ásökun að ræða en það er klárlega einhver særindi og eitthvað sem þarf að gera upp og þá er ekkert alvegt skýrt hvernig á að gera það. En varðandi dómskerfið þá er ég mjög sammála þeirri gagnrýni sem hefur verið i gangi að dómskerfið sé að bregðast þolendum. En það er gott að hafa í huga að það bitnar ekki bara á þeim, það bitnar bara á öllum. Það þýðir að það er ákveðið vantraust til staðar, að hlutir fari ekki í almennilegt ferli og það býr líka til svolítið frjóan jarðveg, bæði fyrir ákveðinni gremju sem er mjög réttlætanleg sem getur kannski búið til eitthvað eins og ljóta orðróma eina og NDA (non disclosure agreement) þöggunarsamningabull. Ég held það séu flestir sammála því að það sé ákveðinna breytinga þörf og ég veit ekkert hvernig á að ná þeim fram.“ Upplifirðu þig sem fórnarlamb? „Nei, ég er ekki fórnarlamb gjörða minna. Ég ber fulla ábyrgð á þeim og mig langar að axla ábyrgð á þeim gjörðum eins vel og ég get. Mér finnst ég samt heldur ekki vera skrímsli. Og ég er ekki hetja. En hvað varðar þessar sögur sem þú ert að vísa í sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, þá er það eitthvað sem bitnar á öllum. Það bitnar á fólkinu í kringum mig, fólkinu sem þykir vænt um mig, fólk sem á óþægilega reynslu af mér. Fólki sem þekkir mig, fólki kem þekkir mig ekki. Það er svolítið svona lose lose.“ Þá segir hann að það sé ekki hans ákvörðun um hvort hann eigi afturkvæmt í tónlist. Tónlistin sé algjör forréttindi. „Það eru mestu forréttindi sem ég veit og það er ekki mitt að ákveða hvernig mitt framhald er. Ég veit að ég elska tónlist af öllu mínu hjarta og að mig langar að vinna við tónlist, en ég veit ekki hvernig. Það er ekki mín ákvörðun.“ Hvernig viltu að framtíðin verði? „Ég vil búa í samfélagi þar sem við komum vel fram við hvort annað og þegar við komum illa fram við hvort annað að þá öxlum við ábyrgð á því og síðan dæmd út frá gjörðum okkar, ekki því sem er ósatt, heldur því sem er satt og séum líka dæmd vonandi út frá því hvernig við reynum að axla ábyrgð. Það er það sem ég er að reyna að gera. Og það eina sem ég bið um er að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt. “ MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Auðunn Lúthersson skaust á stjörnuhimininn á örskotsstundu. Hann hafði stundað lagasmíð frá unglingsaldri en árið 2018 fór hann að vekja eftirtekt fyrir einlæg ástarlög og fyrr en varði var hann orðinn einn vinsælasti tónlistarmaður landsins. Auður var á toppi veraldar. En - svo breyttist allt og tónlistin slokknaði. Auðunn var jú, áfram í öllum fjölmiðlum landsins, en nú á allt öðrum forsendum. Bera fór á sögum um Auðunn sem stöðugt urðu fleiri og háværari. Þöggunarsamningar, kynferðisbrot, brot gegn ólögráða stúlkum, frelsissviptingar, byrlanir. Ein kona steig síðan fram og lýsti því að Auðunn hefði verið ógnandi þegar hún fór, ásamt vinkonu sinni, heim til hans eftir skemmtanalífið og hefði um tíma óttast um öryggi sitt. Auðunn sendi þá sér yfirlýsingu og viðurkenndi að hafa farið yfir mörk konu. Sú yfirlýsing átti hins vegar eftir að falla í grýttan jarðveg því fleiri konur áttu slæma reynslu af honum. Önnur kona, sem hafði verið í sambandi með Auðuni um skamma hríð, kvað hann hafa brotið á sér og sú þriðja sagði hann hafa látið sig gera hlut sem hún vildi ekki gera. Eftir þetta dró Auðunn sig úr öllum verkefnum og hefur aldrei tjáð sig um þessar ásakanir – fyrr en nú. „Það er í grunninn munur á því að trúa þolendum og trúa orðrómum. Ég get ekki tekið við því sem er algjörlega ósatt. Ég vil miklu frekar, bæði hér og í lífi mínu, axla ábyrgð á þeirri hegðun sem ég ber ábyrgð á. Særandi og óþægileg, ég hef verið að fara yfir mörk, og ég hef verið meiðandi í minni hegðun. Ég hef ekki gert mér almennilega grein fyrir henni en ég samt ber algjörlega ábyrgð á henni,“ segir Auðunn. „Það var ákveðið breakthrough hjá mér að tala við sálfræðinginn minn, hann sagði við mig að það sé hægt að beita ofbeldi án þess að ætla sér það og án þess að gera sér grein fyrir því að maður sé að því. Og ég tók þetta svolítið til mín og hef verið að taka þetta til mín. Vegna þess að ég veit að ég hef aldrei ætlað mér að vera særandi eða óþægilegur eða dónalegur eða fara yfir mörk eða vera skeytingarlaus í mínum samskiptum. En það er sannarlega það sem ég þarf að axla ábyrgð á.“ Gerir sér grein fyrir meiðandi hegðun Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvennanna þriggja og segist gera sér grein fyrir því að hegðun hans hingað til hafi verið meiðandi og óásættanleg. Hvað ásakanir um brot gegn ólögráða stúlkum, frelsissviptingar, og þöggunarsamninga varði segir hann það af og frá og uppspuna frá rótum. Aðspurður segist Auðunn hafa litið inn á við og unnið í sjálfum sér með aðstoð sálfræðings. Þá hafi hann reynt að bæta upp fyrir brot sín og leitað leiða til þess að nálgast konurnar þrjár. Ein þeirra var tilbúin til að ræða við hann og fara með honum í svokallaða sáttameðferð. „Það er fínt að taka það fram núna að það er ekki mitt að ákveða hvað fólk er tilbúið til þess að fyrirgefa. Og það á bæði við um þá sem eiga hlut í máli og sem fylgjast með. Ég er ekki að fara fram á neitt. Mér þykir rosalega vænt um að hafa fengið að hitta þarna eina stelpu, fyrst hittumst við tvö og síðan hjá sálfræðingi og þar náum við að tala um þetta mál og ég náði að skilja miklu betur mína hegðun.“ Leið til þess að halda áfram En hvað er sáttameðferð? Sáttameðferð er ekki algengt úrræði en þingmenn hafa kallað eftir því að notast verði við það, til dæmis í réttarkerfinu. Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Líf og sál, segir að um sé að ræða raunhæfa leið fyrir þolendur til að gera upp sára reynslu og gerendur til að draga lærdóm af brotum sínum. „Sáttameðferð er í rauninni leið sem er notuð til þess að báðir aðilar geti komið sínum sjónarmiðum á framfæri, fengið skilning frá hinum aðilanum, fengið innsýn í það hvernig hinum aðilanum líður og hvernig veröldin horfir við hinum aðilanum og náð að í rauninni sættast á sameiginlega, ekki endilega niðurstöðu, heldur sameiginlegan skilning - já við ætlum að halda áfram héðan,“ segir Þórkatla. „Og þolandi, til dæmis í kynferðisbrotamálum, sem hefur þurft að upplifa kynferðisbrot - það skiptir hann mjög miklu máli að fá hlustun á það, frá sínum geranda og fá að lýsa fyrir honum hvernig var að vera í mínum sporum. Hvernig upplifði ég þig? Og það er auðvitað mjög lærdómsríkt fyrir gerandann að fá þær upplýsingar,“ bætir hún við. Auðunn segist hafa lært mikið á þessu ferli. „Þetta var mjög erfitt fyrir okkur bæði en þetta var mjög lærdómsríkt. Og ég verð að fá að ítreka hvað ég er þakklátur fyrir það að hún hafi verið til í þetta. Ég meina... seinni tíminn hjá sálfræðingi endar á faðmlagi, sem mér fannst svo fallegt af því mig langar að gera þetta rétt, ég er að reyna að gera þetta rétt og ég veit að þetta var rétt skref hjá mér. Þó ég sé búinn að taka mörg röng skref,“ segir hann og bætir við að hann hafi fengið samþykki frá konunni til að tjá sig um sáttameðferðina. Þórkatla segir að það sé erfitt fyrir þolendur að mæta geranda sínum og því sé mikilvægt að sáttameðferðir fari fram hjá fagaðila. „Auðvitað á enginn að samþykkja að fara þessa leið nema vera tilbúinn að gera það án skilyrða. Ég ætla að mæta hérna að þessu borði, ég ætla að nýta þessar aðstæður, ég ætla að nýta þessa leið. Stundum gengur hún mjög vel, stundum ekki. Þannig að það er ekkert á vísan að róa í þessu. Við getum ekkert fyrir fram garanterað að þetta sé æðislegt og allt endi vel og allir fallist í faðma. Það er auðvitað ekkert þannig að fólk fallist í faðma. En það er oft þannig að fólk geti skilið í einhverri sátt.“ „Dauðskammast mín“ Konan sem Auðunn braut á staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa farið í gegnum sáttameðferð og tekur undir að hún hafi verið lærdómsrík. Þau hafi skilið sátt – þó vinskapur sé ekki lengur á milli þeirra. Auðunn og konan voru samt í tæpt ár og brotið átti sér stað í upphafi sambands þeirra. Þið voruð par, þú og þessi kona. Hvernig líður þér að vita til þess að þú hafir sært hana með þessum hætti? Bara hræðilegt. Mér finnst þetta gjörsamlega hræðilegt. Og ég meina við vorum vinir og vorum að hittast og ég ætla ekki að fara inn í einhverjar atvikalýsingar, en bara gjörsamlega skelfilegt að bera ábyrgð á einhverju sem er ekki í lagi og ég dauðskammast mín.“ En hvernig áttarðu þig ekki á því að þú sért að brjóta á fólki, sért að særa fólk og að koma illa fram við það. Hvað verður þess valdandi að þú fattar það ekki? „Sjálfhverfa. Ef ég á að vera hreinskilinn. Ég held að það sé eina svarið sem ég get sagt. Og ég er ekki að segja það sem einhvers konar afsökun, ég er bara að tala hreint út.ׂ Ertu sjálfhverfur? „Ég er maður í mótun. Og ég veit að sú athygli sem ég fæ þarna eftir að ég kem úr svona langtímasambandi og gef út plötu og fæ allt í einu rosa athygli, að hún steig mér rosalega til höfuðs. Og ég held ég hafi upplifað sjálfan mig sem svona aðalsöguhetjuna í bíómyndinni og allir aðrir eru bara aukaleikarar. Þannig að já maður, ég er sjálfhverfur og ég ber ábyrgð á þeim gjörðum sem fylgja þeirri sjálfhverfu.“ Auðunn ítrekar að hann gangist við ásökunum um að hafa farið yfir mörk, verið erfiður og óþægilegur og gert margt sem hann hafi ekki áttað sig á fyrr en of seint. Hins vegar séu umræður um þöggunarsamninga, brot gegn ólögráða stúlkum, frelsissviptingar og fleira ekkert nema orðrómar, uppspuni frá rótum. Finnst þér þetta, þessar ásakanir sem hafa verið á þig bornar, ósanngjarnar að einhverju leyti? „Ég vil mæta öllu því sem er satt og rétt og ég er gjörsamlega miður mín yfir þessu. Tilfinningalega þá skiptist þetta svolítið upp í þrennt. Númer eitt er að horfast í augu við sjálfan sig og sína fortíð. Það er búið að vera átakanlega erfitt, ég verð að vera hreinskilinn með það. En líka mjög lærdómsríkt. Númer tvö er að það er ógeðslega erfitt að gera upp svona mál sem kannski hjá flestum myndu flokkast undir einkamál. En ég er opinber persóna og því fylgir ákveðin ábyrgð og ég er ekkert að fara undan í flæmingi með það neitt. En síðan þriðja, svona tilfinningalega, að það er mjög mikið af dóti sem kom fram og svona kickstartaði umræðunni um mig sem er bara algjörlega ósatt og það hafa mjög flóknar tilfinningar komið upp með þetta allt saman – og stundum hefur þetta blandast saman. Ekki bara hjá mér heldur fólki sem er að reyna að skilja hvað það var sem hann gerði. Þetta er búið að vera flókið en einmitt, líka lærdómsríkt.“ Auðunn bendir á að árið 2020 hafi byrjað að bera á sögum. Fyrst hafi einstaklingur, sem hann þekki aðeins af afspurn, opnað Facebook-hópinn „Hafnfirðingar á móti Auði“. Síðan hafi sögurnar byrjað að spretta, hver á fætur annarri, meðal annars frá ungum pilt sem hrósaði happi yfir hversu mikið fylgjendafjöldi hans á samfélagsmiðlum jókst samhliða því sem hann birti sögur af Auðuni. Fréttamaður las upp eina færslu frá unga piltinum fyrir Auðunn, og augljóst var að Auðunn vissi strax um hvaða færslu var að ræða. „Þriðji stærsti tónlistarmaður þjóðar er barnaníðingur, byrlari, nauðgari og frelsissviptari,“ segir í umræddri færslu. Auðunn brotnar samstundis niður og fær að taka hlé á viðtalinu. „Ég bjóst bara aldrei við því að þurfa að tala um þetta í sjónvarpinu. Að einhver myndi nota svona orð um mig. Af því ég geri mér fulla grein fyrir því að hegðunin mín hefur verið særandi, óþægileg og dónaleg. Og ég er að reyna að axla ábyrgð á því hérna, það er markmið mitt með því að vera hérna, og að taka til í því sem er algjörlega ósatt. Reyna miklu frekar að setja fókusinn á hvar ég þarf að taka til mín gagnrýni, og þarf að hlusta og vera hluti af því samtali við við öll erum kannski að meðtaka,“ segir hann og bætir við að hann hafi dregið sig úr sviðsljósinu þegar þetta gerist. Þú dregur þig úr sviðsljósinu alveg um leið. Þú varst þarna í stóru hlutverki í Þjóðleikhúsinu, þú varst í Ófærð, varst með fjöldann allan af tónleikum á dagskrá. Af hverju dregurðu þig svona algjörlega til hlés þegar, eins og þú segir, þessar sögur eru ekki allar sannar – af hverju ákvaðstu ekki bara að standa í lappirnar? „Fyrir það fyrsta held ég að ég hafi bara ekki haft styrkinn í það. Og það er líka gert af virðingu við þá sem eiga raunverulegan hlut í þessu máli og af virðingu við fólkið sem maður er að vinna með. Bara, þá meikaði engan sens að ég færi bara að syngja einhver ástarlög eins og ekkert hefði í skorist. Ég er búinn að vera í mjög mikilli sjálfsvinnu, búinn að vera hjá frábærum sálfræðingi sem hefur hjálpað mér mjög mikið og fókusinn minn er búinn að vera þar – er mjög þakklátur eins og ég segi fyrir að hafa talað við eina stelpu sem stígur fram. Og svo er maður að gera allt rétt í þessu, endurskoða alla sína hegðun, og kafa dýpra en einangruð atvik. Og mig langar að taka að fram að ef það er einhver annar þarna úti sem lítur svo á að ég hafi verið óþægilegur eða farið yfir mörk – ég veit ekki hvernig ég á að orða þetta nákvæmlega - að þá langar mig að mæta því ef það er hægt. Og mig langar að mæta því með því að axla ábyrgð og vonandi fá tækifæri til þess að biðjast afsökunar og mig langar að koma vel fram við fólk og það er markmiðið í þessu öllu saman.“ Aðspurður segist Auðunn aldrei hafa verið kærður. „Neibb. Ég hef ekki farið inn á lögreglustöð í neina yfirheyrslu, það hefur engin rannsókn farið fram. Þannig ... ég veit það ekki. Ég vona að með því að gangast við því sem er satt og rétt í þessu öllu saman að þá fái ég líka ákveðið svigrúm til að tala um það að það er ákveðinn eðlismunur á því að vera glæpamaður og að vera asshole. Ég er ekki að segja það til þess að gera lítið úr upplifun eða skoðun neins. Ég er að tala út frá staðreyndum málsins.“ Hefði þér þótt betra að einhverju leyti ef þetta hefði farið í gegnum réttarkerfið? „Sko það hefði verið betra að hafa einhvers konar ferli. Og ég veit ekkert alveg. Ég held það séu mjög mörg mál sem lenda milli skips og bryggju þar sem það er kannski ekki um glæpsamlega ásökun að ræða en það er klárlega einhver særindi og eitthvað sem þarf að gera upp og þá er ekkert alvegt skýrt hvernig á að gera það. En varðandi dómskerfið þá er ég mjög sammála þeirri gagnrýni sem hefur verið i gangi að dómskerfið sé að bregðast þolendum. En það er gott að hafa í huga að það bitnar ekki bara á þeim, það bitnar bara á öllum. Það þýðir að það er ákveðið vantraust til staðar, að hlutir fari ekki í almennilegt ferli og það býr líka til svolítið frjóan jarðveg, bæði fyrir ákveðinni gremju sem er mjög réttlætanleg sem getur kannski búið til eitthvað eins og ljóta orðróma eina og NDA (non disclosure agreement) þöggunarsamningabull. Ég held það séu flestir sammála því að það sé ákveðinna breytinga þörf og ég veit ekkert hvernig á að ná þeim fram.“ Upplifirðu þig sem fórnarlamb? „Nei, ég er ekki fórnarlamb gjörða minna. Ég ber fulla ábyrgð á þeim og mig langar að axla ábyrgð á þeim gjörðum eins vel og ég get. Mér finnst ég samt heldur ekki vera skrímsli. Og ég er ekki hetja. En hvað varðar þessar sögur sem þú ert að vísa í sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, þá er það eitthvað sem bitnar á öllum. Það bitnar á fólkinu í kringum mig, fólkinu sem þykir vænt um mig, fólk sem á óþægilega reynslu af mér. Fólki sem þekkir mig, fólki kem þekkir mig ekki. Það er svolítið svona lose lose.“ Þá segir hann að það sé ekki hans ákvörðun um hvort hann eigi afturkvæmt í tónlist. Tónlistin sé algjör forréttindi. „Það eru mestu forréttindi sem ég veit og það er ekki mitt að ákveða hvernig mitt framhald er. Ég veit að ég elska tónlist af öllu mínu hjarta og að mig langar að vinna við tónlist, en ég veit ekki hvernig. Það er ekki mín ákvörðun.“ Hvernig viltu að framtíðin verði? „Ég vil búa í samfélagi þar sem við komum vel fram við hvort annað og þegar við komum illa fram við hvort annað að þá öxlum við ábyrgð á því og síðan dæmd út frá gjörðum okkar, ekki því sem er ósatt, heldur því sem er satt og séum líka dæmd vonandi út frá því hvernig við reynum að axla ábyrgð. Það er það sem ég er að reyna að gera. Og það eina sem ég bið um er að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt. “
MeToo Mál Auðuns Lútherssonar Tengdar fréttir Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57 UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. 8. júní 2021 10:57
UN Women fjarlægir allt markaðsefni með Auði UN Women á Íslandi hafa tekið út allt markaðsefni sem tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, kemur fram í. Það er gert vegna ásakana um kynferðisofbeldi á hendur Auði. Þetta staðfestir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, í samtali við fréttastofu. 7. júní 2021 16:34