„Ég ætla að fara á HM áður en ég hætti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:27 Glódís Perla Viggósdóttir ætlar sér á HM. Stöð 2 Sport „Þessi leikur fór kannski bara eins og við bjuggumst við,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir mikilvægan sigur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í dag. „Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
„Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25
„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14
„Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14
„Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02