Vaktin: Taldir hafa grandað einu helsta flaggskipi rússneska sjóhersins Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 13. apríl 2022 16:35 Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að eldflaugaherskipið Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum vegna elds. CC BY 4.0/Mil.ru Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira