Holufyllingar og framtíðarsýn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 15:00 Ástand vega er með verra móti nú eftir slæma veðratíð fyrstu mánuði ársins. Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni vegna skemmda á bílum sem rekja má til ástands vega og Vegagerðin hefur varla haft undan við að fylla í holur. Bráðabirgðaviðgerðir verða að duga þar til hlýnar en þá þarf að framkvæma varanlegri viðgerðir á vegum landsins. Skýr framtíðarsýn á uppbyggingu innviða í landinu er því mikilvæg. Erum enn að vinna upp halann Töluvert fleiri tilkynningar hafa borist um tjón það sem af er þessu ári en síðustu ár. Veðurfarið hefur vissulega haft þar áhrif en hluti af skýringunni er líka sá að verja þarf auknu fé í viðhald. Þó svo stjórnvöld hafi aukið fjárframlög til viðhalds vega þá virðist það ekki ná að dekka þann hala sem varð til eftir hrun. Við erum enn að bíta úr nálinni með það. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í mars á þessu ári að það tæki mörg ár, jafnvel áratugi, að koma hlutunum í það horf sem Vegagerðin vill hafa á viðhaldi bundinna slitlaga. Er þetta staða sem við getum sætt okkur við? Hlutverk Vegagerðarinnar Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi. Það þýðir að hún hefur samkvæmt lögum forræði yfir vegum hvað varðar vegagerð, þjónustu og viðhald. Vegakerfi ríkisins er um 13.000 kílómetra langt. Af þeim eru um 5.600 með bundnu slitlagi en annað eru malarvegir. Hlutverk Vegagerðarinnar er „að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi,“ líkt og segir á heimasíðu stofnunarinnar. Tryggja þarf samgöngur allt árið með eins litlum tilkostnaði og eins miklum þægindum og hægt er fyrir vegfarendur. En áhersla á lítinn tilkostnað má aldrei fara fram úr áherslu á öryggi þeirra sem í umferðinni eru. Umferðaröryggi skal ávallt vera í fyrirrúmi við hönnun og byggingu vega og annarra samgöngumannvirkja. Aukið álag á vegakerfið Álag á vegi landsins hefur aukist talsvert á undanförnum árum og þá meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna og með breyttri atvinnusókn. Vissulega hafa síðustu tvö ár verið sérstök hvað flest varðar og er umferðin þar ekki undanskilin. Árið 2020 skar sig úr en þá minnkaði umferð á Hringvegi um 14 prósent á milli ára sem er algert met. En nú eru hlutirnir smám saman að færast í fyrra horf og von á fjölda ferðamanna í sumar. Á sama tíma hafa framlög til Vegagerðarinnar verið óvenju lág sem hlutfall af landsframleiðslu og má þar sem dæmi vísa í skýrslu um fjármögnun samgöngukerfisins:Vegaframkvæmdir – leiðir til fjármögnunar, frá árinu 2019. Reyndar var veitt aukafjárveiting til samgöngumála árið 2020 og jókst starfsemi Vegagerðarinnar í kjölfarið, enda mörg verkefni sem biðu úrlausna. Fjárveitingar undir viðhalds- og framkvæmdaþörf Þörf hefur skapast fyrir viðhald og nýframkvæmdir og var henni að einhverju leyti sinnt á síðasta ári en betur má ef duga skal. Fjárveitingar til vegamála hafa verið nokkuð undir bæði viðhalds- og framkvæmdaþörf. Forstjóri Vegagerðarinnar hefur sagt það risastórt samgönguverkefni að koma malbiki á vegi en um 13 prósent af vegum með slitlagi eru nú malbikaðir. Nefndi hún í því samhengi að áhrifa bankahrunsins gætti enn eftir að fé skorti árum saman inn í viðhald á stærstu eign ríkisins. Ef viðhaldi er ekki sinnt jafnt og þétt endar það á því að verða mun dýrara en ella. Hvað get ég gert? Vegagerðin hefur sínu hlutverki að gegna en hvað getur hinn almenni borgari gert til að tryggja öryggi sitt og annarra á vegum landsins? Liggur þá beinast við að nefna að fara eftir umferðarlögum og reglum, virða hámarkshraða, nota bílbelti, vera á góðum dekkjum og aka í samræmi við aðstæður. Sinna þarf viðhaldi á ökutækinu og einnig er gott að hafa til taks framrúðuplástur ef steinn skýst í rúðuna. Mikilvægt er að líma framrúðuplásturinn strax á skemmdina og fara svo með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri til að kanna hvort hægt sé að gera við rúðuna. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér og þá aukast líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Viðgerðartíminn er styttri og sparar eiganda bílsins verulegar fjárhæðir. Auk þessa er mun umhverfisvænna að gera við rúðu en að skipta um hana. Til þess að draga úr hættu á grjótkasti og skemmdum í kjölfarið er mikilvægt að aka ekki of nálægt næsta bíl og einnig er gott að hægja ferðina þegar þú mætir bíl, ekki síst á malarvegum. Úrbætur á samgöngum skila arði Samgönguáætlun til fimmtán ára var samþykkt á Alþingi í febrúar 2019. Þá var hún í fyrsta skipti lögð fram í samræmi við fjármálaáætlun og því var fyrsta tímabil samgönguáætlunar að fullu fjármagnað. Stærstum hluta ríkisframlags til samgönguáætlunar á að verja til vegamála. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu um Vegaframkvæmdir telur Vegagerðin nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þó svo úrbætur á samgöngum feli í sér kostnað þarf ávallt að hafa í huga að þær skila líka beinum arði í ríkissjóð með fækkun slysa, ávinningi fyrir umhverfið og betri framlegð með tímasparnaði. Holufyllingar eru nauðsynlegar en þær eru skammtímalausn. Við þurfum skýra framtíðarsýn og endingargóðar lausnir. Við höfum ekki efni á að láta viðhald samgöngukerfisins sitja á hakanum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Tryggingar Umferðaröryggi Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ástand vega er með verra móti nú eftir slæma veðratíð fyrstu mánuði ársins. Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni vegna skemmda á bílum sem rekja má til ástands vega og Vegagerðin hefur varla haft undan við að fylla í holur. Bráðabirgðaviðgerðir verða að duga þar til hlýnar en þá þarf að framkvæma varanlegri viðgerðir á vegum landsins. Skýr framtíðarsýn á uppbyggingu innviða í landinu er því mikilvæg. Erum enn að vinna upp halann Töluvert fleiri tilkynningar hafa borist um tjón það sem af er þessu ári en síðustu ár. Veðurfarið hefur vissulega haft þar áhrif en hluti af skýringunni er líka sá að verja þarf auknu fé í viðhald. Þó svo stjórnvöld hafi aukið fjárframlög til viðhalds vega þá virðist það ekki ná að dekka þann hala sem varð til eftir hrun. Við erum enn að bíta úr nálinni með það. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði í mars á þessu ári að það tæki mörg ár, jafnvel áratugi, að koma hlutunum í það horf sem Vegagerðin vill hafa á viðhaldi bundinna slitlaga. Er þetta staða sem við getum sætt okkur við? Hlutverk Vegagerðarinnar Vegagerðin er veghaldari þjóðvega á Íslandi. Það þýðir að hún hefur samkvæmt lögum forræði yfir vegum hvað varðar vegagerð, þjónustu og viðhald. Vegakerfi ríkisins er um 13.000 kílómetra langt. Af þeim eru um 5.600 með bundnu slitlagi en annað eru malarvegir. Hlutverk Vegagerðarinnar er „að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi,“ líkt og segir á heimasíðu stofnunarinnar. Tryggja þarf samgöngur allt árið með eins litlum tilkostnaði og eins miklum þægindum og hægt er fyrir vegfarendur. En áhersla á lítinn tilkostnað má aldrei fara fram úr áherslu á öryggi þeirra sem í umferðinni eru. Umferðaröryggi skal ávallt vera í fyrirrúmi við hönnun og byggingu vega og annarra samgöngumannvirkja. Aukið álag á vegakerfið Álag á vegi landsins hefur aukist talsvert á undanförnum árum og þá meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna og með breyttri atvinnusókn. Vissulega hafa síðustu tvö ár verið sérstök hvað flest varðar og er umferðin þar ekki undanskilin. Árið 2020 skar sig úr en þá minnkaði umferð á Hringvegi um 14 prósent á milli ára sem er algert met. En nú eru hlutirnir smám saman að færast í fyrra horf og von á fjölda ferðamanna í sumar. Á sama tíma hafa framlög til Vegagerðarinnar verið óvenju lág sem hlutfall af landsframleiðslu og má þar sem dæmi vísa í skýrslu um fjármögnun samgöngukerfisins:Vegaframkvæmdir – leiðir til fjármögnunar, frá árinu 2019. Reyndar var veitt aukafjárveiting til samgöngumála árið 2020 og jókst starfsemi Vegagerðarinnar í kjölfarið, enda mörg verkefni sem biðu úrlausna. Fjárveitingar undir viðhalds- og framkvæmdaþörf Þörf hefur skapast fyrir viðhald og nýframkvæmdir og var henni að einhverju leyti sinnt á síðasta ári en betur má ef duga skal. Fjárveitingar til vegamála hafa verið nokkuð undir bæði viðhalds- og framkvæmdaþörf. Forstjóri Vegagerðarinnar hefur sagt það risastórt samgönguverkefni að koma malbiki á vegi en um 13 prósent af vegum með slitlagi eru nú malbikaðir. Nefndi hún í því samhengi að áhrifa bankahrunsins gætti enn eftir að fé skorti árum saman inn í viðhald á stærstu eign ríkisins. Ef viðhaldi er ekki sinnt jafnt og þétt endar það á því að verða mun dýrara en ella. Hvað get ég gert? Vegagerðin hefur sínu hlutverki að gegna en hvað getur hinn almenni borgari gert til að tryggja öryggi sitt og annarra á vegum landsins? Liggur þá beinast við að nefna að fara eftir umferðarlögum og reglum, virða hámarkshraða, nota bílbelti, vera á góðum dekkjum og aka í samræmi við aðstæður. Sinna þarf viðhaldi á ökutækinu og einnig er gott að hafa til taks framrúðuplástur ef steinn skýst í rúðuna. Mikilvægt er að líma framrúðuplásturinn strax á skemmdina og fara svo með bílinn á verkstæði við fyrsta tækifæri til að kanna hvort hægt sé að gera við rúðuna. Plásturinn kemur í veg fyrir að skemmdin breiði úr sér og þá aukast líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Viðgerðartíminn er styttri og sparar eiganda bílsins verulegar fjárhæðir. Auk þessa er mun umhverfisvænna að gera við rúðu en að skipta um hana. Til þess að draga úr hættu á grjótkasti og skemmdum í kjölfarið er mikilvægt að aka ekki of nálægt næsta bíl og einnig er gott að hægja ferðina þegar þú mætir bíl, ekki síst á malarvegum. Úrbætur á samgöngum skila arði Samgönguáætlun til fimmtán ára var samþykkt á Alþingi í febrúar 2019. Þá var hún í fyrsta skipti lögð fram í samræmi við fjármálaáætlun og því var fyrsta tímabil samgönguáætlunar að fullu fjármagnað. Stærstum hluta ríkisframlags til samgönguáætlunar á að verja til vegamála. Samkvæmt fyrrnefndri skýrslu um Vegaframkvæmdir telur Vegagerðin nauðsynlegt að fara í um 200 verkefni á næsta aldarfjórðungi sem áætlað er að kosti yfir 400 milljarða króna. Þó svo úrbætur á samgöngum feli í sér kostnað þarf ávallt að hafa í huga að þær skila líka beinum arði í ríkissjóð með fækkun slysa, ávinningi fyrir umhverfið og betri framlegð með tímasparnaði. Holufyllingar eru nauðsynlegar en þær eru skammtímalausn. Við þurfum skýra framtíðarsýn og endingargóðar lausnir. Við höfum ekki efni á að láta viðhald samgöngukerfisins sitja á hakanum. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar