Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur við Austurríki klukkan 16 í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM.
Gísli er vanur að fylgja syni sínum eftir: „Ég hef nú gert það með alla mína þrjá, við hjónin. Þetta er allt jafngaman,“ segir Gísli sem var með Tristan, son Ýmis, með sér í viðtalinu sem sjá má hér að neðan en öll fjölskyldan er mætt til að styðja við Ými.
Tristan hafði reyndar lítinn áhuga á að tjá sig en pabbi hans mun eflaust láta til sín taka í leiknum sem brátt er að hefjast.