Upprisa Aldrei fór ég suður um helgina Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 11:09 Gert er ráð fyrir því að fjölmargir leggi leið sína til Ísafjarðar um helgina. Instagram/Aldreialdrei Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði nú um helgina eftir tveggja ára hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal tónlistarmanna verða Bríet, Mugison og Páll Óskar. Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár. Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hátíðin fer fram í Kampa-skemmunni hinn 15. og 16. apríl en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2004. Auk hátíðarinnar verður skíðavikan svokallaða á Ísafirði en sú hefur verið haldin frá árinu 1935. Tónleikahaldarar segja páskahefð margra að skella sér á skíði og á rokkhátíðina. „Stemningin er alveg rafmögnuð. Þetta er sami hópurinn sem hefur verið að skipuleggja þessa hátíð og það er mikill spenningur hérna í loftinu í bænum, mikið af uppákomum út um allt og komin mikil tilhlökkun í mann,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Mikill fjöldi fólks er nú þegar kominn til Ísafjarðar og Kristján segir að gistipláss í bænum sé nánast uppurið. Mugison, Moses Hightower og Páll Óskar Einvalalið tónlistarmanna, bæði landsþekktra og heimamanna, mun koma fram á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru Mugison, Moses Hightower, Aron Can, Páll Óskar og Inspector Spacetime. „Við leikum okkur alltaf að því að blanda saman heimafólki og svo landsþekktu, og á öllum aldri. Þessu blöndum við alltaf í eina súpu, þetta er bara alls konar blanda. Ég held að það sé svona besta við það að fólk kemur kannski hingað til að sjá Moses Hightower en sér svo hljómsveitina Skratta. Þá er það alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fólk opnar augun fyrir hinu og þessu,“ segir Kristján Freyr. Síðast var hátíðin haldin árið 2019 en þá kom metfjöldi á hátíðina. Kristján segir að þá hafi tekist að „tvöfalda íbúðafjöldann“ fyrir vestan og hann vonar að jafn vel muni ganga í ár.
Tónlist Ísafjarðarbær Aldrei fór ég suður Tengdar fréttir Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29 Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Aldrei fór ég suður fer fram í ár Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páskana á Ísafirði, verður haldin þetta árið. Hátíðinni hefur verið slegið af síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. 29. janúar 2022 11:29