Byrjaði sautján ára með eigin rekstur og réð pabba sinn í vinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2022 23:00 Alexander Dagur á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð þar sem er meira en nóg að gera alla daga. Vísir/Magnús Hlynur Það er mikið meira en nóg að gera hjá Alexander Degi, 18 ára strák á Akranesi, sem er með sína eigin bílaþvottastöð. Vegna mikilla anna hefur hann ráðið pabba sinn í vinnu til sín. Alexander Dagur er líka kattliðugur. Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akranes Bílar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Það var í ágúst í fyrra, sem bílaþvottastöðin var opnuð í fínu iðnaðarhúsnæði á góðum stað á Akranesi. Það hefur verið allt vitlaust að gera síðan, enda er Alexander Dagur í skýjunum með viðtökurnar, sem hann hefur fengið. „Já, það gengur mjög vel. Það er mikið að gera hjá okkur, stíft prógramm alla daga. Við bjóðum upp á alþrif, þvott að utan og innan, einungis að utan eða einungis að innan, við erum með djúphreinsun og við getum massað og og svo fer það bara eftir því sem kúnninn vill hverju sinni,“ segir Alexander. MIkil ánægja er með þjónustuna á stöðinni hjá Alexander Degi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna vinsældar stöðvarinnar þurfti Alexander Dagur fljótlega að ráða sér starfsmann og þá var komið að því að gera ráðningarsamning við pabba sinn. „Hann hefur alltaf verið forsprakki og gert bara það sem honum dettur í hug að gera og bara framkvæmt það. Það er búið að vera vitlaust að gera núna, sérstaklega eftir að sólin hækkaði á lofti. Pabba gamla er þrælað út hérna meira og minna í vaktarfríunum þess á milli, sem ég er ekki á vöktum í álverinu, þá er ég hjá stráknum“, segir Helgi Þór Sveinbjörnsson, stoltur af stráknum sínum. Helgi Þór Sveinbjörnsson er stoltur af stráknum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er bara fínt þegar ungt fólk lætur drauma sína rætast. Hann er að fá mjög góðar viðtökur enda var þörf á þessari þjónustu á staðnum“, segir Mjallhvít Magnúsdóttir, íbúi á Akranesi og ánægður viðskiptavinur bílaþvottastöðvarinnar. Mjallhvít Magnúsdóttir var ánægð með sinn bíll eftir að hann fór á stöðina til Alexanders Dags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er ekki nóg með það að Alexander Dagur sé góður í að þrífa bíla, því hann er ótrúlega liðugur og getur gert alls konar kúnstir þegar kemur að því, enda kattliðugur. Alexander getur meira að segja gengið á hnjánum á þvottastöðinni sinni sé hann beðin um það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Alexander er kattliðugur og getur gert ótrúlegustu hluti í því sambandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akranes Bílar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira