Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:00 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, tekur til máls á mótmælunum á Austurvelli í dag. Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur. Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur.
Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira