Reiður út í íslensk stjórnvöld: „Móðgandi hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. apríl 2022 08:00 Guðmundur Guðmundsson er búinn að fá nóg af getuleysi stjórnvalda þegar kemur að málefnum nýrrar þjóðarhallar. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið hafi tryggt sér sæti á HM 2023 með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, sauð á Guðmundi Guðmundssyni eftir leik. Landsliðsþjálfarinn sendi stjórnvöldum tóninn og sagði ótækt að Ísland ætti ekki þjóðarhöll. Leikurinn í gær fór fram á Ásvöllum þar sem Laugardalshöllin er ekki leikhæf. Þar að auki er hún yfir sextíu ára gömul og lengi verið á undanþágu. „Við erum þakklátir Haukum fyrir að fá að spila í þeirra húsi en það er rosalega sorglegt að íslenska þjóðin eigi ekki þjóðarhöll. Það er óásættanlegt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í gær. „Menn verða að setjast niður, úr öllum stjórnmálaflokkum, og klára þetta mál með sóma. Það er ekki einu sinni að við getum komist á parketið á Laugardalshöllinni. Það hefur tekið eitt og hálft ár að vesenast með það.“ Guðmundur segir að stjórnvöld sýni íslensku íþróttafólki vanvirðingu með því að bjóða því ekki upp á viðunandi aðstöðu. „Ég skil þetta ekki. Þetta er móðgandi á margan hátt, hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar sem er stórkostlegt og til alls líklegt í framtíðinni,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst kominn tími til að menn úr öllum flokkum setjist niður og geri eitthvað í málinu í staðinn fyrir velkja þessu fram og til baka, tafsa, þykjast ætla að gera eitthvað en gera svo ekki neitt. Það er kominn tími á það. Mér er alveg sama hvaða stjórnmálaflokk á við, þeir eru allir á sama stað.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 19:32 „Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. 16. apríl 2022 18:30 „Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“ Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 18:24 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Leikurinn í gær fór fram á Ásvöllum þar sem Laugardalshöllin er ekki leikhæf. Þar að auki er hún yfir sextíu ára gömul og lengi verið á undanþágu. „Við erum þakklátir Haukum fyrir að fá að spila í þeirra húsi en það er rosalega sorglegt að íslenska þjóðin eigi ekki þjóðarhöll. Það er óásættanlegt,“ sagði Guðmundur við Vísi eftir leikinn í gær. „Menn verða að setjast niður, úr öllum stjórnmálaflokkum, og klára þetta mál með sóma. Það er ekki einu sinni að við getum komist á parketið á Laugardalshöllinni. Það hefur tekið eitt og hálft ár að vesenast með það.“ Guðmundur segir að stjórnvöld sýni íslensku íþróttafólki vanvirðingu með því að bjóða því ekki upp á viðunandi aðstöðu. „Ég skil þetta ekki. Þetta er móðgandi á margan hátt, hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar sem er stórkostlegt og til alls líklegt í framtíðinni,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst kominn tími til að menn úr öllum flokkum setjist niður og geri eitthvað í málinu í staðinn fyrir velkja þessu fram og til baka, tafsa, þykjast ætla að gera eitthvað en gera svo ekki neitt. Það er kominn tími á það. Mér er alveg sama hvaða stjórnmálaflokk á við, þeir eru allir á sama stað.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 19:32 „Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. 16. apríl 2022 18:30 „Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“ Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 18:24 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 19:32
„Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. 16. apríl 2022 18:30
„Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“ Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023. 16. apríl 2022 18:24