Manchester City biðst afsökunar á hegðun stuðningsmanna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 11:31 Einhverjum stuðningsmönnum fannst við hæfi að syngja á meðan leikmenn heiðruðu minningu þeirra 97 einstaklinga sem létust í mannskæðasta slysi breskrar íþróttasögu. Shaun Botterill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur beðist afsökunar á hegðun stuðningsmanna liðsins eftir leik City og Liverpool í undanúrslitum FA-bikarsins í gær. Einhverjir stuðningsmenn liðsins sungu hástöfum á meðan mínútuþögn fyrir leikinn stóð yfir. Fyrir leikinn var gerð mínútuþögn til að minnast þeirra 97 einstaklinga sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 33 árum, þann 15. apríl 1989. Dómari leiksins, Michael Oliver, þurfti hins vegar að rjúfa þögnina áður en mínútan var liðin þar sem að einhverjum stuðningsmönnum Manchester City þótti það við hæfi að syngja hástöfum á meðan þögninni stóð. Manchester City has apologized to Liverpool and condemned supporters who chanted during a minute’s silence to mark the 33rd anniversary of the Hillsborough disaster. https://t.co/I4WgCthBqL— AP Sports (@AP_Sports) April 16, 2022 „Knattspyrnufélagið Manchester City er virkilega vonsvikið út í hegðun nokkurra stuðningsmanna liðsins á meðan þögninni fyrir leikinn stóð,“ sagði talsmaður Englandsmeistaranna. „Félagið biður alla þá sem eru tengdir Liverpool á einhvern hátt innilegrar afsökunar.“ Margir stuðningsmenn Liverpool bauluðu á stuðningsmenn andstæðinganna þegar Michael Oliver þurfti að rjúfa þögnina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að á stundum sem þessum verði fólk að leggja keppnisskapið til hliðar. „Ég heyrði að City hefði sent frá sér yfirlýsingu sem er gott,“ sagði Klopp. „Það eru augnablik í fótboltanum þar sem öll samkeppni á að vera lögð til hliðar. Ég er viss um að þetta voru ekki allir stuðningsmenn City, en vonandi fengu þeir sem voru að þessu orð í eyra frá þeim sem voru í kringum þá.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta fólk stendur ekki fyrir það sem við erum. Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu sem ég styð algjörlega,“ sagði Spánverjinn. Eins og áður segir fórust 97 stuðningsmenn Liverpool þann 15. apríl 1989. Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum á undanúrslitaleik FA-bikarsins þar sem Liverpool og Nottingham Forest áttust við. Enn þann dag í dag er þetta mannskæðasta slys breskrar íþróttasögu. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Fyrir leikinn var gerð mínútuþögn til að minnast þeirra 97 einstaklinga sem fórust í Hillsborough slysinu fyrir 33 árum, þann 15. apríl 1989. Dómari leiksins, Michael Oliver, þurfti hins vegar að rjúfa þögnina áður en mínútan var liðin þar sem að einhverjum stuðningsmönnum Manchester City þótti það við hæfi að syngja hástöfum á meðan þögninni stóð. Manchester City has apologized to Liverpool and condemned supporters who chanted during a minute’s silence to mark the 33rd anniversary of the Hillsborough disaster. https://t.co/I4WgCthBqL— AP Sports (@AP_Sports) April 16, 2022 „Knattspyrnufélagið Manchester City er virkilega vonsvikið út í hegðun nokkurra stuðningsmanna liðsins á meðan þögninni fyrir leikinn stóð,“ sagði talsmaður Englandsmeistaranna. „Félagið biður alla þá sem eru tengdir Liverpool á einhvern hátt innilegrar afsökunar.“ Margir stuðningsmenn Liverpool bauluðu á stuðningsmenn andstæðinganna þegar Michael Oliver þurfti að rjúfa þögnina. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að á stundum sem þessum verði fólk að leggja keppnisskapið til hliðar. „Ég heyrði að City hefði sent frá sér yfirlýsingu sem er gott,“ sagði Klopp. „Það eru augnablik í fótboltanum þar sem öll samkeppni á að vera lögð til hliðar. Ég er viss um að þetta voru ekki allir stuðningsmenn City, en vonandi fengu þeir sem voru að þessu orð í eyra frá þeim sem voru í kringum þá.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, tók í sama streng og kollegi sinn. „Þetta fólk stendur ekki fyrir það sem við erum. Félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu sem ég styð algjörlega,“ sagði Spánverjinn. Eins og áður segir fórust 97 stuðningsmenn Liverpool þann 15. apríl 1989. Slysið átti sér stað á Hillsborough-vellinum á undanúrslitaleik FA-bikarsins þar sem Liverpool og Nottingham Forest áttust við. Enn þann dag í dag er þetta mannskæðasta slys breskrar íþróttasögu.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira