Neymar opnaði leikinn með marki strax á tólftu mínútu en Duje Caleta-Car jafnaði metin fyrir Marseille á 31.mínútu.
Vítaspyrna var dæmd til PSG þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og eftir létt samtal við Neymar steig Kylian Mbappe á vítapunktinn og kom PSG aftur í forystu.
Ekkert löglegt mark var skorað í síðari hálfleik en VAR tók mark af William Saliba, varnarmanni Marseille á 85.mínútu.
PSG hefur nú fimmtán stiga forystu á Marseille þegar sex umferðir eru eftir af mótinu.