Hjalti: Töpuðum allt of mörgum boltum í allan vetur Ísak Óli Traustason skrifar 17. apríl 2022 22:20 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Bára Dröfn Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur var vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Tindastól í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar. „Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum. Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
„Ég hafði virkilega trú á því að við myndum taka þá hérna í kvöld,“ sagði Hjalti og bætti við að orkustig Stólanna hafi verið miklu hærra. Tapaðir boltar reyndust Keflvíkingum dýrkeyptir í leiknum en liðið tapaði 15 boltum í leiknum. „Við erum búnir að tapa fullt af boltum og allt of mörgum boltum, við erum með örugglega reynslumesta liðið hvað varðar bakverði í deildinni en við erum að tapa allt of mörgum boltum og líka óþvinguðum boltum í allan vetur,“ sagði Hjalti. „Ég held við séum að tapa flestum boltum í deildinni sem mér finnst skrítið, við erum að tapa að meðaltali 20 boltum í þessari seríu,“ sagði Hjalti. Tindastóll mættu af krafti í leikinn og gekk erfiðlega hjá Keflavík að svara ákefðinni hjá heimamönnum. „Þeir ýttu okkur út úr öllu og voru aggresívir og voru á línunni hjá dómurnum eða aðeins yfir það, þannig á bara að spila körfubolta. Við lúffuðum bara og bökkuð svolítið frá þeim,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í tímabilið sem heild sagði Hjalti að það væri alltaf vonbrigði fyrir Keflavík að tapa í 8-liða úrslitum og bætti því við án þess þó að afsaka neitt að þeir væru búnir að vera óheppnir í vetur. „David (David Okeke), sem að mínu mati var langbesti leikmaðurinn í þessari deild meiðist í deildarleik á móti Tindastól. CJ (CJ Burks) hvarf allt í einu og við tökum Mu (Mustapha Heron) inn, við náum varla tíu leikmönnum á löngu tímabili í vetur þar sem að menn eru bara veikir og vesen.“ Ofan á allt saman voru veikindi í liðinu. „Rétt fyrir playoffs var Hörður fárveikur, Jaka fárveikur, Valur fárveikur. Þegar að við spilum á móti Tindastól í deildinni þá vantar hálft liðið, seasonið er eins og það er en við áttum að gera betur hérna í kvöld,“ sagði Hjalti. Það var búinn að vera góður taktur í Keflavíkurliðinnu í undanförnum leikjum og tók Hjalti undir það. „Stígandinn var góður í liðinu, við vorum að gera betur og betur og betur, svo brotlendum við í þessum leik en spurning hvort að þetta hafi verið orkuleysi almennt. Hvort menn hafi verið búnir með orkuna eða hvað það var.“ „En að öðru leiti vorum við að gera vel í þessari seríu og við áttum að vinna hérna í þriðja leik að mínu mati og þá hefðum við klárað þetta heima en síðan brotlendum við í kvöld,“ sagði Hjalti. Aðspurður út í það hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili svaraði hann því að hann væri til í að vera áfram. „En það er alltaf vonbrigði að Keflavík detti út í átta liða og Keflavík á ekki að detta út í átta liða,“ sagði Hjalti að lokum.
Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10 Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 99-85 | Keflvíkingar niðurlægðir á Króknum Tindastóll verður með í undanúrslitum Subway deildarinnar í körfubolta en Keflavík er farið í sumarfrí eftir að hafa beðið afhroð á Sauðárkróki í kvöld. 17. apríl 2022 21:10