Jonathan Glenn: Klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna í sumar. Stöð 2 Jonathan Glenn stýrir ÍBV í Bestu-deild kvenna á komandi tímabili, en þetta er hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Jonathan Glenn kom til landsins árið 2014 og lék þá með ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk í Pepsi-deildinni sem þá hét. Síðan þá hefur hann einnig leikið með Breiðablik og Fylki, en hann snéri svo aftur til Vestmannaeyja og kláraði ferilinn með ÍBV. Glenn lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2020 en stýrir nú liði ÍBV í Bestu-deild kvenna. „Ég held að þetta sé góð áskorun og ég held að við séum nokkuð tilbúin í hana,“ sagði Glenn í samtali við Stöð 2. „Við erum búin að eiga fínt undirbúningstímabil og þetta er klárlega spennandi áskorun fyrir mig persónulega.“ Glenn segir að merkmið liðsins í sumar sé aðallega að byggja ofan á starfið sem unnið var seinasta sumar. „Okkar aðalmarkmið verður að byggja ofan á seinasta sumar. Það er nokkuð um ný andlit í liðinu og einnig í kringum liðið. Þannig að ég held að á undirbúningstímabilinu hafi aðalmarkmiðið bara verið að finna leikstíl sem hentar þessum leikmannahópi.“ „Þannig að ef við horfum á tímabilið sem framundar er þá þurfum við bara að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að bæta okkur.“ ÍBV hefur sótt sér nýja leikmenn fyrir komandi tímabil, en þar ber hæst að nefna Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem snéri aftur heim til Eyja og kemur með mikla reynslu inn í liðið. „Að hafa svona leikmann sem er héðan frá eyjunni og ólst upp hér og hefur spilað fullt af leikjum með aðalliðinu muni bara bæta liðið og hjálpa yngri leikönnunum. “ Þá er Glenn giftur Eyjakonunni Þórhildi Ólafsdóttur sem hefur leikið 96 leiki í eftu deild og bikarkeppni hér á landi. Þórhildur hefur þó ekki spilað síðan 2018, en eiginmanninum tókst að koma henni á völlinn á nýjan leik. „Hún hefur komið skemmtilega á óvart. Hún var að hjálpa okur í vetur en núna hefur hún verið að leggja hart að sér og staðið sig vel á undirbúningstímabilinu. Það er engin pressa á henni en við erum hæfilega bjartsýn og sjáum til hvernig gengur,“ sagði Glenn léttur að lokum. Viðtalið vi Jonathan Glenn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Jonathan Glenn innslag
Besta deild kvenna ÍBV Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira