Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 21:30 Rasmus Paludan er danskur lögfræðingur sem hefur barist gegn innflytjendum á Norðurlöndum á hinum pólitíska vettvangi. Flokkur hans, Stram kurs, hefur þó ekki náð inn á danska þingið. Nú hefur hann velt af stað miklum óeirðum í Svíþjóð. News Øresund - Johan Wessman © News Øresund - Johan Wessman (CC Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur. Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Í myndbandinu hér að ofan sjást óeirðirnar. Ekki alvanaleg sjón að sjá í Svíþjóð; brennandi skóli, alelda lögreglubílar og stórir hópar óeirðarseggja sem kasta grjóti í yfirvaldið. Og þó, það hefur svo sem alveg komið áður til átaka á milli okkar og þeirra, segir sænski ríkislögreglustjórinn, en þetta er eitthvað allt annað. Hvað veldur? Það er ekki fjarri lagi að eigna þessum hérna manni, hinum dansk-sænska Rasmusi Paladan, þann vafasama heiður að eiga upptökin að óeirðunum. Rasmus er leiðtogi róttæks dansks hægriflokks, Stram Kurs, sem hefur óbeit á innflytjendum. Rasmus skipulagði fyrir nokkrum dögum fund í Linkoping, þar sem hann brenndi eintak af Kóraninum. Þetta vakti, eins og Rasmus vissi, ofsafengin viðbrögð hópa sem telja sig svívirta af þeim helgispjöllum. Ekki mótmæli heldur frekar árás á lögreglu Sú mynd sem Paladan vill kynda undir er að sögn stjórnmálafræðings sú að lögregla hafi ekki stjórn á glæpagengjum sem samanstanda af innflytjendum. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir kennir stjórnmálafræði við háskólann í Malmö.Háskólinn í Malmö „Ég hugsa að hann Rasmus Paladan sé bara að kynda undir þessa mynd af Svíþjóð í erlendum fjölmiðlum; við sem búum hér sjáum aðra mynd,“ segir Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, stjórnmálafræðingur. Hún er búsett í Svíþjóð og kennir í Malmö. Þeir sem sækja að lögreglu eru að mati lögreglunnar gengjameðlimir sem sæta lagi, en þeir eru ekki að mótmæla pólitísku ástandi. „Ég held í þessu tilviki vilji þeir raunar ekki neitt,“ segir Gunnhildur. „Ef þetta eru, eins og lögreglan telur, gengjameðlimir, þá er þetta bara illska í garð lögreglunnar og yfirvalda. Þeir sem taka þátt í þessu eru í raun og veru ekki að mótmæla neinu sérstöku; þeir eru bara að mótmæla sinni stöðu í samfélaginu.“ Lögreglumál eru að sögn stjórnmálafræðingsins sannarlega á dagskrá komandi þingkosninga í Svíþjóð í haust. „Auðvitað er fólk sjokkerað að lögreglan verði fyrir þessu aðkasti. Fólk túlkar þetta ólíkt eftir því í hvaða flokki fólki er; fylgismenn Svíþjóðardemókratanna kannski túlka þetta á annan hátt til dæmis, þar sem þetta eru hverfi fyrst og fremst með innflytjendum,“ segir Gunnhildur.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17 Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Segir lögreglu hafa verið meginskotmark mótmælenda Á þriðja tug lögreglumanna og 14 mótmælendur eru slasaðir eftir óeirðir víða um Svíþjóð um helgina. Óeirðirnar vöknuðu í kringum Kóranbrennu öfga-hægri stjórnmálamannsins Rasmus Paludan. Lögregla telur að skipulögð glæpagengi hafi tekið þátt í árásum á lögreglumenn. 18. apríl 2022 12:17
Fjöldi lögreglumanna slasaðir eftir óeirðir í Svíþjóð Miklar óeirðir hafa átt sér stað víðsvegar í Svíþjóð undanfarna daga. Danski hægriöfgaflokkurinn Stram Kurs skipulagði útifundi í nokkrum borgum þar sem eintak af Kóraninum var brennt. 17. apríl 2022 21:14