Sara gagnrýnir gestgjafa EM: „Veit ekki hvað er í gangi í hausnum á þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2022 10:31 Akademíuleikvangur Manchester City lætur ekki mikið yfir sér. Sara Björk Gunnarsdóttir vill að glæsilegri leikvangar séu notaðir í lokakeppni EM. Getty Sara Björk Gunnarsdóttir segir að gestgjafar Evrópumótsins í fótbolta í sumar virðist ekkert vera að fylgjast með því sem sé í gangi í knattspyrnu kvenna í heiminum. Hún segir vanvirðingu fólgna í því á hvaða völlum Ísland spili sína leiki. Sara tjáir sig um þetta í hlaðvarpsþættinum Their Pitch. Þar segir hún Íslendinga sannarlega spennta fyrir því að fara á stórmót á Englandi enda með sterka tengingu við enska boltann. Hins vegar sé grátlegt að Ísland mæti þar bæði Ítalíu og Belgíu á akademíuleikvangi Manchester City. Akademíuleikvangurinn tekur aðeins 4.700 manns í sæti, samkvæmt heimasíðu UEFA, og að sjálfsögðu er orðið uppselt á báða leikina þó að EM hefjist ekki fyrr en í júlí. Þriðji leikur Íslands er svo í Rotherham, gegn Frakklandi, en sá leikvangur tekur 11.000 manns í sæti. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ segir Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir on the arenas in the euros this upcoming summer. When something like this happens you take a step back. I am disappointed with the arenas we have been given. It s shocking, embarrassing and disrespectful to women s football [@theirpitch] pic.twitter.com/dPoexdgvj1— Amanda Zaza (@amandaezaza) April 19, 2022 „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur. Manni finnst við alltaf vera að taka tvö skref fram á við en svo kemur eitthvað svona sem tekur okkur aftur á bak. En það verða leikir á stórum leikvöngum á mótinu og ég er viss um að það verður uppselt. Kvennafótboltinn er að springa út og fá þá virðingu sem fótboltinn á skilið. Það er meiri peningur í kvennafótboltanum núna, meiri fjárfesting, og þetta er á réttri leið,“ segir Sara í Their Pitch. Telur að 20.000 Íslendingar myndu vilja koma Stjórnandi þáttarins bendir þá á að karlalandsliðum yrði aldrei boðið upp á að spila á 4.700 manna leikvangi á stórmóti og Sara ítrekar óánægju sína með skipuleggjendur mótsins: „Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á þeim eða hvort þeir eru bara yfirhöfuð eitthvað að fylgjast með því sem er í gangi í kvennafótbolta. Ef að menn gerðu það þá væri bara almenn skynsemi að hafa hlutina öðruvísi. Það er bara vitleysa að þurfa að tala um þetta. Það er svekkjandi. Það gætu hæglega komið 20.000 manns frá Íslandi til að horfa á leikina. Fjölskyldumeðlimir áttu erfitt með að fá miða því þeir seldust bara strax upp,“ segir Sara og tekur undir að skoða ætti að færa leikina á stærri leikvanga þar sem að enn sé tími til stefnu. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. 28. mars 2022 15:31 „Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. 30. nóvember 2021 08:30 Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Sara tjáir sig um þetta í hlaðvarpsþættinum Their Pitch. Þar segir hún Íslendinga sannarlega spennta fyrir því að fara á stórmót á Englandi enda með sterka tengingu við enska boltann. Hins vegar sé grátlegt að Ísland mæti þar bæði Ítalíu og Belgíu á akademíuleikvangi Manchester City. Akademíuleikvangurinn tekur aðeins 4.700 manns í sæti, samkvæmt heimasíðu UEFA, og að sjálfsögðu er orðið uppselt á báða leikina þó að EM hefjist ekki fyrr en í júlí. Þriðji leikur Íslands er svo í Rotherham, gegn Frakklandi, en sá leikvangur tekur 11.000 manns í sæti. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ segir Sara Björk. Sara Björk Gunnarsdóttir on the arenas in the euros this upcoming summer. When something like this happens you take a step back. I am disappointed with the arenas we have been given. It s shocking, embarrassing and disrespectful to women s football [@theirpitch] pic.twitter.com/dPoexdgvj1— Amanda Zaza (@amandaezaza) April 19, 2022 „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur. Manni finnst við alltaf vera að taka tvö skref fram á við en svo kemur eitthvað svona sem tekur okkur aftur á bak. En það verða leikir á stórum leikvöngum á mótinu og ég er viss um að það verður uppselt. Kvennafótboltinn er að springa út og fá þá virðingu sem fótboltinn á skilið. Það er meiri peningur í kvennafótboltanum núna, meiri fjárfesting, og þetta er á réttri leið,“ segir Sara í Their Pitch. Telur að 20.000 Íslendingar myndu vilja koma Stjórnandi þáttarins bendir þá á að karlalandsliðum yrði aldrei boðið upp á að spila á 4.700 manna leikvangi á stórmóti og Sara ítrekar óánægju sína með skipuleggjendur mótsins: „Ég veit ekki hvað er í gangi í hausnum á þeim eða hvort þeir eru bara yfirhöfuð eitthvað að fylgjast með því sem er í gangi í kvennafótbolta. Ef að menn gerðu það þá væri bara almenn skynsemi að hafa hlutina öðruvísi. Það er bara vitleysa að þurfa að tala um þetta. Það er svekkjandi. Það gætu hæglega komið 20.000 manns frá Íslandi til að horfa á leikina. Fjölskyldumeðlimir áttu erfitt með að fá miða því þeir seldust bara strax upp,“ segir Sara og tekur undir að skoða ætti að færa leikina á stærri leikvanga þar sem að enn sé tími til stefnu.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Fótbolti Tengdar fréttir Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. 28. mars 2022 15:31 „Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. 30. nóvember 2021 08:30 Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01 Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45 Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Fyrsti leikur Íslands á EM einn sá fyrsti sem seldist upp á Þegar er orðið uppselt á fyrsta leik Íslands á Evrópumóti kvenna í fótbolta í sumar, þegar liðið mætir Belgíu í Manchester 10. júlí. 28. mars 2022 15:31
„Finnst þetta vanvirðing og alveg galið“ Glódís Perla Viggósdóttir tekur undir gagnrýni á UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, vegna þeirra leikstaða sem urðu fyrir valinu á EM í Englandi næsta sumar. 30. nóvember 2021 08:30
Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Þorsteins Ísland og Svíþjóð spila á tveimur minnstu leikvöngunum á EM kvenna í fótbolta næsta sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir við það að spilað sé á leikvöngum sem aðeins rúma nokkur þúsund manns. Karl-Erik Nilsson, varaforseti UEFA, segir hægt að skoða það að skipta um velli. 8. nóvember 2021 13:01
Þorsteinn segir völlinn í Manchester of lítinn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, sat fyrir svörum eftir að ljóst var að Ísland verður í D-riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum á EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Hann segir að hann telji að liðið eigi ágætis möguleika á að komast upp úr riðlinum, en að fyrsti leikur liðsins fari fram á of litlum velli. 28. október 2021 17:45
Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. 28. október 2021 16:43
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti