Í fyrsta þættinum í dag verða oddvitar flokka sem bjóða fram í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar mæta í beina útsendingu til Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns klukkan 14:00.
Spennandi vikur eru fram undan en samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtst í síðustu viku héldi meirihlutinn velli ef gengið væri nú til kosninga. Viðreisn héldi tveimur fulltrúum og Vinstri Græn héldu einum borgarfulltrúa.
Framsókn er aftur á móti á mikilli siglingu og fengi samkvæmt könnuninni þrjá fulltrúa kjörna. Þetta er mikil breyting þar sem flokkurinn hefur ekki átt góðu gengi að fagna í síðustu kosningum og á engan fulltrúa í núverandi borgarstjórn.
Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.
Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér að neðan: