Framtíðarsýn Framsóknar falli á öllum lykilprófum Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2022 13:19 Dagur B. Eggertsson (t.h.) og Einar Þorsteinsson. Einar vill meina að Dagur hafi misskilið orð sín í dag. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gagnrýnir orð sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, lét falla í samtali við Morgunblaðið. Einar vill meina að Dagur misskilji sig. Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Á fundi Samtaka um bíllausan lífsstíl í síðustu viku sagðist Einar styðja áform um Borgarlínu og þéttingu byggðar. Þá var hann sammála því að færa ætti flugvöllinn úr Vatnsmýri. „Í Morgunblaðinu í morgun boðar hann hins vegar mestu dreifingu byggðar sem heyrst hefur af - stefnu sem Miðflokks-armur Sjálfstæðisflokksins hefur talað fyrir en allar greiningar sýna að myndi framkalla stóra-stopp í húsnæðisuppbyggingu og samgöngum í Reykjavík,“ segir í færslu sem Dagur birti á Facebook-síðu sinni í dag. Stórauki bílaumferð Í Morgunblaðinu ræðir Einar uppbyggingu á Keldnalandi og Geldinganesi og túlkar Dagur það sem svo að Einar vilji falla frá uppbyggingu á þeim þéttingarreitum sem eru tilbúnir. „Stefna borgarinnar er ekki úr lausu lofti gripin. Skipulag borgarinnar og uppbygging byggir á ítarlegri valkostagreiningu og samgöngurýni. Reykjavík þéttir byggð við Borgarlínu og tengir húsnæðisuppbyggingu þannig við heildarsýn og samgöngulausnir til framtíðar. Byggð á Keldum og Geldinganesi án Borgarlínu og breyttra ferðavenja myndi stórauka við bílaumferðina á Miklubraut og Sæbraut - þetta þýddi stóra-stopp í umferðarmálum,“ segir Dagur. Fylgja stefnunni frá því fyrir viku síðan Hann segir að „þriðja stóra-stopp“ sé að dreifingin sem Einar boði geri loftslagsmarkmið borgarinnar að engu. Öll þau byggingaráform sem nú eru í gangi séu hluti af Græna planinu og hugsuð sem hluti af markmiðum um kolefnishlutlaust borgarsamfélag. Dagur vill að flokkurinn fylgi frekar stefnunni sem Einar ræddi á áðurnefndum fundi en ekki þá sem hann boðar í dag. Segir Dag hafa misskilið sig Einar svarar færslu Dags og segir hann hafa misskilið orð sín. Hann vilji alls ekki stöðva þéttingaráformin sem eru á teikniborðinu og heldur ekki Borgarlínu. „Ég vil hins vegar byggja enn meira til viðbótar og á fleiri stöðum en til stendur hjá ykkur. Keldnalandið er t.d. hluti af Samgöngusáttmálanum og þar þarf að byggja svo hægt sé að fjármagna Borgarlínu. Það má því segja að ég standi einmitt í báða fætur og þeir eru kyrfilega á jörðinni,“ segir Einar. Hér fyrir neðan má lesa færslu Dags í heild sinni og svör Einars við henni.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Segir búið að „aftengja jafnaðarhugsjónina“ í húsnæðismálum Einar Þorsteinsson, fréttamaður og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að ef meirihlutinn í borginni verði áfram við völd muni neyðarástand áfram ríkja á húsnæðismarkaði. 19. apríl 2022 07:31