Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2022 16:01 Þingsalur Alþingis stendur auður þessa dagana. Vísir/Vilhelm Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. „Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hyggst bregðast við þungri gagnrýni á fyrirkomulag stjórnvalda á sölu fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka með því að leggja Bankasýsluna niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla í viku og fundaði ekki á hefðbundnum fundartíma ríkisstjórnar í dag.“ Þannig hefst bréf þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis. Að sögn þingflokksformanna Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Miðflokksins er ótækt að mál sem varði grundvallarhagsmuni þjóðarinnar séu leidd til lykta með fréttatilkynningum ríkisstjórnarinnar. Þar er til vísað til yfirlýsingar sem formenn stjórnarflokkanna sendu frá sér í morgun á þá leið að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar nýafstaðinnar sölu hennar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Af þeirri ástæðu beinir stjórnarandstaðan þeirri eindregnu kröfu til forsætisráðherra að þing komi saman án tafar. Er það gert með vísan til 3. mgr. 77. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991 þar sem segir að forseta Alþingis sé skylt að boða til fundar setji forsætisráðherra fram ósk um það. Er því óskað atbeina forsætisráðherra við það að þing komi saman. Þar fari fram umræða um framkvæmd stjórnvalda á sölunni,“ segir í bréfi stjórnarandstöðunnar. Ekki staðið að öllu leyti undir væntingum Í sameiginlegri yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðs Inga Jóhannssonar innviðaráðherra frá því í morgun segir að framkvæmd sölunnar hafi ekki staðið „að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, meðal annars um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf.“ Ríkisstjórnin, og einkum fjármálaráðherra, hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulags útboðsins þar sem völdum hópi fjárfesta var boðið að kaupa hlut í Íslandsbanka á afslætti. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir fordæmt yfirlýsinguna og sagt hana til marks um að ráðherrar vilji fórna Bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Þá hafa sumir kallað eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún telji ekki þörf á því að Bjarni víki vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
„Nú liggur fyrir að ríkisstjórnin hyggst bregðast við þungri gagnrýni á fyrirkomulag stjórnvalda á sölu fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka með því að leggja Bankasýsluna niður. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla í viku og fundaði ekki á hefðbundnum fundartíma ríkisstjórnar í dag.“ Þannig hefst bréf þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis. Að sögn þingflokksformanna Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Viðreisnar og Miðflokksins er ótækt að mál sem varði grundvallarhagsmuni þjóðarinnar séu leidd til lykta með fréttatilkynningum ríkisstjórnarinnar. Þar er til vísað til yfirlýsingar sem formenn stjórnarflokkanna sendu frá sér í morgun á þá leið að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar nýafstaðinnar sölu hennar á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Af þeirri ástæðu beinir stjórnarandstaðan þeirri eindregnu kröfu til forsætisráðherra að þing komi saman án tafar. Er það gert með vísan til 3. mgr. 77. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991 þar sem segir að forseta Alþingis sé skylt að boða til fundar setji forsætisráðherra fram ósk um það. Er því óskað atbeina forsætisráðherra við það að þing komi saman. Þar fari fram umræða um framkvæmd stjórnvalda á sölunni,“ segir í bréfi stjórnarandstöðunnar. Ekki staðið að öllu leyti undir væntingum Í sameiginlegri yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðs Inga Jóhannssonar innviðaráðherra frá því í morgun segir að framkvæmd sölunnar hafi ekki staðið „að öllu leyti undir væntingum stjórnvalda, meðal annars um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf.“ Ríkisstjórnin, og einkum fjármálaráðherra, hefur mátt þola harða gagnrýni vegna fyrirkomulags útboðsins þar sem völdum hópi fjárfesta var boðið að kaupa hlut í Íslandsbanka á afslætti. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar sem rannsaka þurfi og upplýsa almenning um. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir fordæmt yfirlýsinguna og sagt hana til marks um að ráðherrar vilji fórna Bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Þá hafa sumir kallað eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að hún telji ekki þörf á því að Bjarni víki vegna málsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38