Erlendum ríkisborgurum hér á landi fjölgaði um rúmlega eitt þúsund á fjórum mánuðum. Mest er fjölgunin hjá fólki með úkraínskt ríkisfang en hún var ríflega 90% á þessum mánuðum.
Þá var einnig umtalsverð fjölgun ríkisborgara frá Venesúela eða um 40%. Nú eru 640 einstaklingar með venesúelskt ríkisfang búsettir hér á landi.
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði á ofangreindu tímabili um 92 en um síðustu mánaðamót voru þeir 21.283 á Íslandi.