Vaktin: Segir Úkraínumenn einu skrefi nær friði Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 20. apríl 2022 15:45 Úkraínskir hermenn ganga við ónýta brú í Irpin við Kænugarð. AP/Emilio Morenatti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist tilbúin til að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um frið. Forsætisráðherra Bretlands telur þó ólíklegt að slíkar viðræður muni bera árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Harðir bardagar hafa staðið yfir í kringum stálverksmiðjuna í Azovstal og stóðu Rússar fyrir miklum sprengjuárásum þar í gærkvöldi. Í morgun náðist samkomulag um að almennum borgurum verði hleypt frá Maríupól en illa gekk að koma þeim frá. Bæði úkraínskir hermenn og almennir borgarar hafa haldið sig á iðnaðarsfvæði í borginni, sem rússneski herinn hefur umkringt í rúman sólarhring en til stóð að flytja almennu borgarana til Zaporizjzja. Rússar leggja áfram mestan kraft í að ráðast á skotmörk í austurhluta Úkraínu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segir að samband sé aftur komið á við kjarnorkuverið Tsjernobyl. Rússar stýrðu svæðinu um mánaðarlangt tímabil og höfðu starfsmenn IAEA miklar áhyggjur af ástandinu. Heimsókn IAEA á svæðið er fyrirhuguð í næsta mánuði. Úkraínski herinn hefur stöðvað framgang rússneskra hersveita á nokkrum stöðum í Donbas, austast í landinu, að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Nærri tvö þúsund læknar frá öllum heimshornum hafa sótt um að fá að leggja sitt af mörkum í Úkraínu. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti landsins. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira