Ýta við stjórnvöldum með hönnunarkeppni um tákn fyrir íslensku krónuna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. apríl 2022 13:30 Gísli Arnarson formaður FÍT. aðsent/FÍT „Hugmyndinn vaknaði fyrir sirka tveimur árum og höfum við alltaf verið á leiðinni að gera hana síðan þá. En það var bjart yfir okkur í ár og við ákváðum að slá til,“ segir Gísli Arnarson formaður FÍT um verkefnið Tákn fyrir íslensku krónuna. HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi og á hátíðinni verður sýning á hugmyndum sem berast í þessa nýju keppni sem haldin á vegum FÍT, Félags íslenskra teiknara. Gísli segir að hugmyndin með þessu verkefni sé að hefja umræðuna um tákn fyrir íslensku krónuna. „Við fórum af stað núna því við áttum mjög gott samtal við Seðlabankann og voru þeir tilbúnir til að styrkja verkefnið svo við gætum gert þessa hugmyndsamkeppni að veruleika.“ En af hverju á íslenska krónan ekki sitt eigið tákn? „Í raun er það hlutverk hvers og eins land að sækja um til Unicode pláss fyrir sitt tákn í þeirra grunni — sem meðal annars inniheldur öll emoji táknin,“ útskýrir Gísli. „Flest öll stóru fyrirtækin sem vinna með einhverkonar letur meðhöndlun og framleiðslu á búnaði með ritvinnslu eins og til dæmis Adobe, Apple, Facebook, Google, IBM & Microsoft styða til dæmis við þennan grunn. Nýjustu gjaldmiðla merkin sem hafa verið samþykkt eru Bitcoin og Som frá Kirgistan sem bættust við árið 2017.“ Hönnuðir geta sent inn fleiri en eina tillögu í keppnina.FÍT Lúta sömu lögmálum og gott merki Gísli segir að í gegnum árin hafi margir hönnuðir hugsað um þetta verkefni. „Við erum að fá sterk viðbrögð við samkeppninni, stundum þarf bara sterkt félag eins og FÍT til að ýta við stjórnvöldum til að taka þetta áfram.“ Að hans mati er ýmislegt sem einkennir gott tákn fyrir gjaldmiðil. „Peningatákn er í grunnin eins og stafur í stafrófi frekar heldur en merki. Peningatákn þarf að vera nægilega einkennalaust að það sé hægt að aðlaga það mörgum ólíkum letur týpum og letur vigtum. Samt sem áður lúta svona merki sömu lögmálum og gott merki, það þarf að vera læsilegt í smáum stærðum og helst gefa til kynna fyrir hvað það stendur á einhvern hátt. Dæmi um Dollaramerkið í mismunandi leturtýpum og vigtum. Gísli hefur aðeins legið yfir peningatáknum síðustu misseri í tengslum við þessa keppni og er eitt merki komið í persónulegt uppáhald. „Eftir að við byrjuðum með verkefnið hefur maður kafað aðeins dýpra í merkinu og er Pundið að koma sterkt. Sagan á bakvið táknið er löng löng, táknið er komið úr latneska orðinu libra sem þýðir vigt. Sjálft táknið er líka fallegt og passar vel inn í formheim leturhönnunar án þess að vera í lattneska stafrófinu.“ Pundið í mismunandi leturgerðum. Fyrsta tilraun til þess að innleiða táknið Keppninn er einungis í boði fyrir félagsmenn FÍT. Öll innsend verk eru dæmd nafnlaust af fjögurra manna dómnefnd, þrír skipaðir af FÍT og einn af Seðlabanka Íslands. Staðfestir í dómnefnd eru Atli Hilmarsson, FÍT og Gísli B. Björnsson, FÍT „Félagsmenn hafa fengið sendan link í tölvupóst á nýtt innsendingarkerfi FÍT og skrá þau táknið þar inn ásamt 50 til 200 orða texta með innsendingunni. Heimilt er að senda inn fleira en eina tillögu.“ Úrslitin verða kynnt formlega 5. maí með smá opnun, en sýningin á HönnunarMars mun vera opinn almenning frá 4. maí. Vinningshugmyndin verður þó ekki sett sett strax í notkun. „Nei því miður, ekki að svo stöddu. Keppninn er hugsuð til að ýta við stjórnvöldum og með því að sýna nokkrar tillögur þá fá við fólk til að eiga samtalið um verkefnið og spyrja sig af hverju við eigum ekki tákn fyrir okkar gjaldmiðill. En verkefnið er hugsaði sem fyrsta tilraun til þess að innleiða tákn fyrir íslensku krónuna. Það gæti síðan vel verið að eitthvað af merkjunum kæmu til greina eftir nokkur ár.“ Gísli Arnarson formaður FÍT vonar að keppnin ýti við stjórnvöldum.Aðsent/FÍT Á döfinni hjá FÍT er síðan að opna FÍT sýninguna 4. maí sem er verðlauna sýning frá FÍT hátíðinni þar sem það besta úr grafískri hönnun og myndlýsingum er verðlaunað. Sýning mun opna á Hönnunarmars í Hafnartorgi, þar deilir FÍT rými með Grapíku og Iðn- og Vöruhönnunarfélaginu. Nánar má lesa um dagskrá HönnunarMars í ár á vef hátíðarinnar. Tíska og hönnun HönnunarMars Íslenska krónan Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi og á hátíðinni verður sýning á hugmyndum sem berast í þessa nýju keppni sem haldin á vegum FÍT, Félags íslenskra teiknara. Gísli segir að hugmyndin með þessu verkefni sé að hefja umræðuna um tákn fyrir íslensku krónuna. „Við fórum af stað núna því við áttum mjög gott samtal við Seðlabankann og voru þeir tilbúnir til að styrkja verkefnið svo við gætum gert þessa hugmyndsamkeppni að veruleika.“ En af hverju á íslenska krónan ekki sitt eigið tákn? „Í raun er það hlutverk hvers og eins land að sækja um til Unicode pláss fyrir sitt tákn í þeirra grunni — sem meðal annars inniheldur öll emoji táknin,“ útskýrir Gísli. „Flest öll stóru fyrirtækin sem vinna með einhverkonar letur meðhöndlun og framleiðslu á búnaði með ritvinnslu eins og til dæmis Adobe, Apple, Facebook, Google, IBM & Microsoft styða til dæmis við þennan grunn. Nýjustu gjaldmiðla merkin sem hafa verið samþykkt eru Bitcoin og Som frá Kirgistan sem bættust við árið 2017.“ Hönnuðir geta sent inn fleiri en eina tillögu í keppnina.FÍT Lúta sömu lögmálum og gott merki Gísli segir að í gegnum árin hafi margir hönnuðir hugsað um þetta verkefni. „Við erum að fá sterk viðbrögð við samkeppninni, stundum þarf bara sterkt félag eins og FÍT til að ýta við stjórnvöldum til að taka þetta áfram.“ Að hans mati er ýmislegt sem einkennir gott tákn fyrir gjaldmiðil. „Peningatákn er í grunnin eins og stafur í stafrófi frekar heldur en merki. Peningatákn þarf að vera nægilega einkennalaust að það sé hægt að aðlaga það mörgum ólíkum letur týpum og letur vigtum. Samt sem áður lúta svona merki sömu lögmálum og gott merki, það þarf að vera læsilegt í smáum stærðum og helst gefa til kynna fyrir hvað það stendur á einhvern hátt. Dæmi um Dollaramerkið í mismunandi leturtýpum og vigtum. Gísli hefur aðeins legið yfir peningatáknum síðustu misseri í tengslum við þessa keppni og er eitt merki komið í persónulegt uppáhald. „Eftir að við byrjuðum með verkefnið hefur maður kafað aðeins dýpra í merkinu og er Pundið að koma sterkt. Sagan á bakvið táknið er löng löng, táknið er komið úr latneska orðinu libra sem þýðir vigt. Sjálft táknið er líka fallegt og passar vel inn í formheim leturhönnunar án þess að vera í lattneska stafrófinu.“ Pundið í mismunandi leturgerðum. Fyrsta tilraun til þess að innleiða táknið Keppninn er einungis í boði fyrir félagsmenn FÍT. Öll innsend verk eru dæmd nafnlaust af fjögurra manna dómnefnd, þrír skipaðir af FÍT og einn af Seðlabanka Íslands. Staðfestir í dómnefnd eru Atli Hilmarsson, FÍT og Gísli B. Björnsson, FÍT „Félagsmenn hafa fengið sendan link í tölvupóst á nýtt innsendingarkerfi FÍT og skrá þau táknið þar inn ásamt 50 til 200 orða texta með innsendingunni. Heimilt er að senda inn fleira en eina tillögu.“ Úrslitin verða kynnt formlega 5. maí með smá opnun, en sýningin á HönnunarMars mun vera opinn almenning frá 4. maí. Vinningshugmyndin verður þó ekki sett sett strax í notkun. „Nei því miður, ekki að svo stöddu. Keppninn er hugsuð til að ýta við stjórnvöldum og með því að sýna nokkrar tillögur þá fá við fólk til að eiga samtalið um verkefnið og spyrja sig af hverju við eigum ekki tákn fyrir okkar gjaldmiðill. En verkefnið er hugsaði sem fyrsta tilraun til þess að innleiða tákn fyrir íslensku krónuna. Það gæti síðan vel verið að eitthvað af merkjunum kæmu til greina eftir nokkur ár.“ Gísli Arnarson formaður FÍT vonar að keppnin ýti við stjórnvöldum.Aðsent/FÍT Á döfinni hjá FÍT er síðan að opna FÍT sýninguna 4. maí sem er verðlauna sýning frá FÍT hátíðinni þar sem það besta úr grafískri hönnun og myndlýsingum er verðlaunað. Sýning mun opna á Hönnunarmars í Hafnartorgi, þar deilir FÍT rými með Grapíku og Iðn- og Vöruhönnunarfélaginu. Nánar má lesa um dagskrá HönnunarMars í ár á vef hátíðarinnar.
Tíska og hönnun HönnunarMars Íslenska krónan Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira