Dómari gefur grænt ljós á framsal Assange Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2022 11:24 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í sendiráði Ekvador í London árið 2019. Þar hafði hann haldið til í sjö ár til að forðast handtöku og mögulegt framsal til Bandaríkjanna. AP/Alastair Grant Breskur dómari gaf í dag grænt ljós á framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Það er þó ríkisstjórnar Bretlands að taka lokaákvörðun í málinu og er það nú á borði Priti Patel, innanríkisráðherra. Í frétt Reuters segir að um formlegt skref sé að ræða í langri deilu um framsal Assange og það sé tekið í kjölfar þess að í mars var honum neitað að áfrýja úrskurði um að lagalega mætti framselja hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Patel verður að skrifa undir framsalskipun og eftir það mun Assange geta gert lokatilraun til að stöðva framsalið. Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði hann haldið til í sendiráðinu í sjö ár. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Í frétt Reuters segir að um formlegt skref sé að ræða í langri deilu um framsal Assange og það sé tekið í kjölfar þess að í mars var honum neitað að áfrýja úrskurði um að lagalega mætti framselja hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Patel verður að skrifa undir framsalskipun og eftir það mun Assange geta gert lokatilraun til að stöðva framsalið. Assange var handtekinn í sendiráði Ekvador í Lundúnum árið 2019. Hann var eftirlýstur fyrir að mæta ekki í dómsal þegar hann átti að gera það og hafði hann haldið til í sendiráðinu í sjö ár. Frá því hann var handtekinn hefur Assange verið haldið í hámarksöryggisfangelsinu Belmarsh. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Assange verði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09 Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12 Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Ögmundur og Kristinn segja meðferðina á Assange ekkert annað en pyndingar Mótmælendur kröfuðst þess fyrir utan breska sendiráðið í dag að Julian Assange stofnandi WikiLeaks verði nú þegar látinn laus úr bresku fangelsi og þar með ekki framseldur til Bandaríkjana. Ögmundur Jónasson fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þar biði hans allt að 170 ára fangelsi. 22. desember 2021 15:09
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45
Assange fær að giftast barnsmóður sinni í fangelsinu Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið heimild til að ganga að eiga barnsmóður sína, lögmanninn Stellu Moris. Athöfnin mun fara fram í fangelsinu þar sem Assange er haldið en dagsetning athafnarinnar er óákveðin. 12. nóvember 2021 10:12
Bandaríkjamenn freista þess enn að fá Assange framseldan Tveggja daga réttarhöld hefjast í Lundúnum í dag, þar sem bandarísk stjórnvöld freista þess að fá ákvörðun dómstóla í Bretlandi varðandi Julian Assange hnekkt. 27. október 2021 07:20