Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 18:53 Það sem af er ári hafa 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“ Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30