Telur að Bjarni hafi brotið lög og segir að hann þurfi að víkja Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. apríl 2022 20:15 Oddný G. Harðardóttir segir ummæli Bjarna Benediktssonar sýna fram á stórkostlegt gáleysi. Vísir/Vilhelm Fyrrum fjármálaráðherra telur að Bjarni Benediktsson hafi ekki farið að lögum við söluna á Íslandsbanka og þurfi að víkja. Fjármálaráðherra vísar því alfarið á bug og sér enga ástæðu til þess. Þegar mesti bylurinn vegna sölunnar verði yfirstaðinn muni Íslandsbankamálið sjást í öðru ljósi. Oddný G. Harðardóttur, þingmaður Samfylkingar og fyrrum fjármálaráðherra, segir lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa verið brotin við útboð á Íslandsbanka. Einkum þar sem fram kemur að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. „Ef það er rétt sem að ráðherrann sjálfur segir að hann hafi ekkert vitað þá hefur hann brotið lög og það er stórkostlegt gáleysi,“ segir Oddný. Aðspurð um hvort hann hefði þurft að undirrita hvert einasta tilboð segir hún svo vera. „Samkvæmt lögum þá á hann að samþykkja með því að skrifa undir. Ef hann úthýsir því, þá ber hann samt sem áður ábyrgð,“ segir Oddný. Oddný telur að ráðherrann þurfi að víkja. Tveir höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafa áður bent á sömu lög og telur annar þeirra að þau hafi verið brotin og hinn að salan sé þvílíkt klúður að fjármálaráðherra eigi að víkja. Telur ekki ástæðu til þess að hann segi af sér Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir af og frá að hann hafi brotið lög við söluna. „Við komum á fót Bankasýslunni til að tryggja ákveðna hlutlægni við meðferð þessara mála,“ segir Bjarni. Stjórnarandstaðan hefur meðal annara kallað eftir því að hann víki en sjálfur segir hann ekki tilefni til þess. „Það er ekki nýtt fyrir mér að pólitískir andstæðingar óski þess að ég víki úr embætti og ég hef ekki komið auga á ástæðu til að gera það,“ segir Bjarni. Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknun í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 19. apríl 2022 23:45 Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. 19. apríl 2022 20:01 Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Oddný G. Harðardóttur, þingmaður Samfylkingar og fyrrum fjármálaráðherra, segir lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafa verið brotin við útboð á Íslandsbanka. Einkum þar sem fram kemur að ráðherra taki ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu eignarhlutarins. „Ef það er rétt sem að ráðherrann sjálfur segir að hann hafi ekkert vitað þá hefur hann brotið lög og það er stórkostlegt gáleysi,“ segir Oddný. Aðspurð um hvort hann hefði þurft að undirrita hvert einasta tilboð segir hún svo vera. „Samkvæmt lögum þá á hann að samþykkja með því að skrifa undir. Ef hann úthýsir því, þá ber hann samt sem áður ábyrgð,“ segir Oddný. Oddný telur að ráðherrann þurfi að víkja. Tveir höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis hafa áður bent á sömu lög og telur annar þeirra að þau hafi verið brotin og hinn að salan sé þvílíkt klúður að fjármálaráðherra eigi að víkja. Telur ekki ástæðu til þess að hann segi af sér Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir af og frá að hann hafi brotið lög við söluna. „Við komum á fót Bankasýslunni til að tryggja ákveðna hlutlægni við meðferð þessara mála,“ segir Bjarni. Stjórnarandstaðan hefur meðal annara kallað eftir því að hann víki en sjálfur segir hann ekki tilefni til þess. „Það er ekki nýtt fyrir mér að pólitískir andstæðingar óski þess að ég víki úr embætti og ég hef ekki komið auga á ástæðu til að gera það,“ segir Bjarni. Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknun í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26 „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 19. apríl 2022 23:45 Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. 19. apríl 2022 20:01 Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30
83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. 20. apríl 2022 07:26
„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 19. apríl 2022 23:45
Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. 19. apríl 2022 20:01
Telur rétt að bíða eftir niðustöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. 19. apríl 2022 19:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent