Höfðu afskipti af piltinum í annað sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. apríl 2022 12:01 Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði haft afskipti af piltinum í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel í gær. Vísir/Vilhelm Lögregla hafði í morgun í annað sinn afskipti af unglingspilti í tengslum við leitina að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag, að sögn móður hans. Drengurinn sem lögregla hafði afskipti af er alls ótengdur málinu en ríkslögreglustjóri harmaði að drengurinn hefði dregist inn í málið í gær. Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Lögregla fylgdi eftir ábendingu í bakaríi Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Samkvæmt upplýsingum frá móður piltsins hafði lögregla afskipti af honum í annað sinn í morgun, í þetta sinn í bakaríi. Lögregla vildi ekki tjá sig um atvikið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. Öllum vísbendingum sem komi á borð lögreglu vegna leitarinnar sé fylgt eftir, þyki tilefni til. Ríkislögreglustjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kom að embættinu þætti leitt að drengur sem hafi ekkert unnið sér til sakar hefði dregist inn í aðgerðir lögreglu. Embættið hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. Fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglu og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins í dag. Þá vísar ríkislögreglustjóri á yfirlýsingu sína frá í gærkvöldi. Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13 Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Gabríel slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag þegar mál hans var þar til meðferðar. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að staðan á málinu sé í raun óbreytt frá því í gær. Ekki sé búið að finna Gabríel en lögregla elti vísbendingar sem berist. Þar sé einkum um að ræða borgara sem hringi og telji sig hafa séð hann. Tilkynningar séu fjölmargar, þar af allt að fimmtán í morgun. Lögregla fylgdi eftir ábendingu í bakaríi Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær eftir að greint var frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði haft afskipti af unglingspilti í strætisvagni í tengslum við leitina að Gabríel. Drengurinn og Gabríel eru báðir dökkir á hörund og margir, þar á meðal þingmenn og landsfrægur tónlistarmaður, hafa velt því upp að atvikið, sem og athugasemdir netverja um málið, byggi á kynþáttafordómum. Samkvæmt upplýsingum frá móður piltsins hafði lögregla afskipti af honum í annað sinn í morgun, í þetta sinn í bakaríi. Lögregla vildi ekki tjá sig um atvikið þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum. Öllum vísbendingum sem komi á borð lögreglu vegna leitarinnar sé fylgt eftir, þyki tilefni til. Ríkislögreglustjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kom að embættinu þætti leitt að drengur sem hafi ekkert unnið sér til sakar hefði dregist inn í aðgerðir lögreglu. Embættið hvetur fólk til varkárni í samskiptum um málið og önnur sem tengist minnihlutahópum. Fordómafullar athugasemdir um málið verði áfram fjarlægðar af miðlum lögreglu og lokað verði fyrir frekari athugasemdir. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað veita viðtöl vegna málsins í dag. Þá vísar ríkislögreglustjóri á yfirlýsingu sína frá í gærkvöldi.
Lögreglumál Reykjavík Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Tengdar fréttir Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13 Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43 Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Sjá meira
Strokufanginn enn ófundinn Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í fyrradag. 21. apríl 2022 10:13
Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20. apríl 2022 21:43
Leitin að Gabríel stendur enn yfir: „Við erum búin að fara út um allan bæ“ Lögregla leitar enn að hinum tvítuga Gabríel Douane Boama, sem slapp úr haldi lögreglu í gær. Verið er að kanna allar ábendingar um hvar hann gæti verið. Sérsveitarmenn fóru meðal annars inn í strætisvagn við leitina en Gabríel reyndist ekki þar. 20. apríl 2022 18:18