Superman-búningur Buffons kostaði Parma tvær milljónir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 09:00 Gianluigi Buffon hefur varið mark Parma í vetur. Getty/Giuseppe Bellini Ítalska knattspyrnufélagið Parma neyddist til að greiða bandaríska kvikmyndafyrirtækinu Warner Bros 15.000 evrur, jafnvirði 2 milljóna króna, fyrir að nota Superman-merkið í leyfisleysi. Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu. Ítalski boltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Sjá meira
Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu.
Ítalski boltinn Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn