Bill Murray sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað Elísabet Hanna skrifar 22. apríl 2022 14:30 Bill Murray hefur áður verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað. Getty/Stephane Cardinale - Corbis Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað kvikmyndarinnar Being Mortal og hefur framleiðsla hennar verið stöðvuð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík hegðun er borin upp á leikarann. Aziz Ansari skrifaði og leikstýrir myndinni ásamt og var þetta hans fyrsta mynd sem leikstjóri. Seth Rogen og Keke Palmer fara með aðalhlutverk ásamt Aziz sjálfum. View this post on Instagram A post shared by Aziz Ansari (@azizansari) Framleiðsla myndarinnar stöðvuð Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað en enn er óljóst hvað kom fram í kvörtuninni sem lögð var fram. Einnig er óljóst hvort að hann snúi aftur í verkefnið ef að því kemur en framleiðsla myndarinnar hefur verið stöðvuð og verið er að rannsaka málið. „Seint í síðustu viku barst okkur kvörtun sem við fórum samstundis að rannsaka. Eftir að hafa skoðað aðstæðurnar hefur verið ákveðið að framleiðsla geti ekki haldið áfram á þessum tímapunkti,“ sendi Searchlight Pictures frá sér í tölvupósti til aðstandenda myndarinnar samkvæmt Deadline. Pósturinn hélt áfram og þakkaði öllum sem hafa komið að myndinni en nú þegar eru tökur hálfnaðar. Í póstinum var einnig talað um að vonandi gæti framleiðsla haldið áfram einn daginn. Var dónalegur við tökur á Charlie's Angels Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum að við tökur á myndinni Charlie's Angels um aldamótin hafi hann verið sakaður um dónalega og óviðeigandi hegðun gagnvart mótleikkonu sinni Lucy Liu. View this post on Instagram A post shared by Lucy Liu (@lucyliu) „Sumt af því sem hann sagði var óafsakanlegt og óásættanlegt og ég ætlaði ekki bara að sitja þarna og hlusta á þetta. Svo já, ég stóð upp fyrir sjálfri mér og ég sé ekki eftir því,“ sagði Lucy í viðtali í fyrra þar sem hún rifjaði upp atvikið sem átti sér stað. Það gerðist í kjölfar þess að atriði sem hún og samleikkonur hennar Cameron Diaz og Drew Barrymore voru í var breytt án hans vitundar og hann úthúðaði aðeins Lucy í kjölfarið. Lucy bætti því við í viðtalinu að það eigi ekki að skipta máli hvar fólk sé statt í goggunarröðinni, það eigi að koma vel fram við alla og ekki reyna að draga aðra niður og gera lítið úr þeim. Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Aziz Ansari skrifaði og leikstýrir myndinni ásamt og var þetta hans fyrsta mynd sem leikstjóri. Seth Rogen og Keke Palmer fara með aðalhlutverk ásamt Aziz sjálfum. View this post on Instagram A post shared by Aziz Ansari (@azizansari) Framleiðsla myndarinnar stöðvuð Bill Murray hefur verið sakaður um óviðeigandi hegðun á tökustað en enn er óljóst hvað kom fram í kvörtuninni sem lögð var fram. Einnig er óljóst hvort að hann snúi aftur í verkefnið ef að því kemur en framleiðsla myndarinnar hefur verið stöðvuð og verið er að rannsaka málið. „Seint í síðustu viku barst okkur kvörtun sem við fórum samstundis að rannsaka. Eftir að hafa skoðað aðstæðurnar hefur verið ákveðið að framleiðsla geti ekki haldið áfram á þessum tímapunkti,“ sendi Searchlight Pictures frá sér í tölvupósti til aðstandenda myndarinnar samkvæmt Deadline. Pósturinn hélt áfram og þakkaði öllum sem hafa komið að myndinni en nú þegar eru tökur hálfnaðar. Í póstinum var einnig talað um að vonandi gæti framleiðsla haldið áfram einn daginn. Var dónalegur við tökur á Charlie's Angels Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum að við tökur á myndinni Charlie's Angels um aldamótin hafi hann verið sakaður um dónalega og óviðeigandi hegðun gagnvart mótleikkonu sinni Lucy Liu. View this post on Instagram A post shared by Lucy Liu (@lucyliu) „Sumt af því sem hann sagði var óafsakanlegt og óásættanlegt og ég ætlaði ekki bara að sitja þarna og hlusta á þetta. Svo já, ég stóð upp fyrir sjálfri mér og ég sé ekki eftir því,“ sagði Lucy í viðtali í fyrra þar sem hún rifjaði upp atvikið sem átti sér stað. Það gerðist í kjölfar þess að atriði sem hún og samleikkonur hennar Cameron Diaz og Drew Barrymore voru í var breytt án hans vitundar og hann úthúðaði aðeins Lucy í kjölfarið. Lucy bætti því við í viðtalinu að það eigi ekki að skipta máli hvar fólk sé statt í goggunarröðinni, það eigi að koma vel fram við alla og ekki reyna að draga aðra niður og gera lítið úr þeim.
Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30