Ekkert samband hefur náðst við tíu kolaverkamenn eftir jarðskjálfta sem olli leka á metangasi í Borynia-Zofiowka kolanámunni nótt. Slystð átti sér stað á tæplega eins kílómetra dýpi en fimmtíu og tveir starfsmenn voru við störf á svæðinu og komust fjörtíu og tveir af sjálfsdáðum úr námunni.
Á miðvikudag létust fimm í metangassprengingu í Pniowek kolanámunni og sjö er enn saknað. Báðar námurnar eru í eigu JSW námufyrirtækisins.
Kolejne smutne wie ci ze l ska - w nocy w KWK Borynia Zofiówka Ruch Zofiówka w Jastrz biu Zdroju mia miejsce wstrz s wysokoenergetyczny. Nie ma kontaktu z 10 pracownikami pracuj cymi w tym rejonie. My lami jestem z ich rodzinami, które otrzymaj niezb dn opiek i wsparcie.
— Mateusz Morawiecki (@MorawieckiM) April 23, 2022
Mateusz Morawiecki forsætisráðherra Póllands skrifaði um atvikið í nótt á Twittersíðu sinni og sagði að fjölskyldur þeirra sem saknað er myndu fá alla þá hjálp sem þau þyrftu.
Námuslys hafa verið nokkuð algeng í Póllandi á síðustu árum en árið 2018 létust fimm í slysi í Zofiowka námunni og þá létust tveir í slysi sem varð í mars í fyrra í Myslowice-Wesola námunni í suðurhluta landins.