Wolves fékk betri marktækifæri í upphafi leiks en Nick Pope, markvörður Burnley hélt þeim inn í leiknum. Burnley komst svo yfir á 62. mínútu eftir fallega sókn sem endar á því að Matej Vydra setur boltann í netið eftir undirbúning Wout Weghorst.
Wolves er áfram í 8. sæti með 49 stig en Burnley fer upp í 17. sæti deildarinnar með sigrinum og sendir Everton í leið inn á fallsvæðið. Everton á leik gegn Liverpool seinna í dag.
James Ward-Prowse skoraði tvö mörk þegar Southampton kom til baka gegn Brighton og náði í 2-2 jafntefli eftir að hafa lent 2-0 undir með mörkum frá Danny Welbeck á 2. mínútu og sjálfsmarki Mohammed Salisu á 44. mínútu. Mörk Ward-Prowse komu sitthvoru meginn við hálfleikshléið.
Brighton er áfram einu stigi á undan Southampton eftir jafnteflið. Brighton er í 11. sæti með 41 stig en Southampton er í 13. sæti með 40 stig.