Tilþrifin: Peterr sýndi bestu tilþrif tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. apríl 2022 17:01 Peterr, leikmaður Þórs, átti bestu tilþrif tímabilsins í Ljósleiðaradeildinni í CS:GO að mati lesenda Vísis. Lesendum Vísis gafst tækifæri á að kjósa um bestu tilþrif tímabilsins í boði Elko. Valið stóð á milli tveggja leikmanna, en það voru þeir Peterr og Ofvirkur sem þóttu standa upp úr. Á endanum var það Peterr sem stóð uppi sem sigurvegari og fær hann að launum 30.000 króna gjafabréf í Elko. Peterr hlaut 56 prósent atkvæða gegn 44 prósentum. Peterr, leikmaður Þórs, sýnir frábær tilþrif í byrjun seinni hálfleiks í leik Þórs á móti Fylki í kortinu Inferno. Allir liðsfélagar Peterr féllu í lotunni, og skyldu Peterr einan eftir á móti fjórum leikmönnum Fylkis. Peterr tók út tvo Fylkismenn á A hlið kortsins og náði að koma niður sprengjunni og setti stöðuna í einn á móti tvem í lotunni. Peterr spilaði listilega og náði að fella þá tvo Fylkismenn sem eftir voru, og náði ásnum. Frábærlega gert hjá Peterr. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn
Lesendum Vísis gafst tækifæri á að kjósa um bestu tilþrif tímabilsins í boði Elko. Valið stóð á milli tveggja leikmanna, en það voru þeir Peterr og Ofvirkur sem þóttu standa upp úr. Á endanum var það Peterr sem stóð uppi sem sigurvegari og fær hann að launum 30.000 króna gjafabréf í Elko. Peterr hlaut 56 prósent atkvæða gegn 44 prósentum. Peterr, leikmaður Þórs, sýnir frábær tilþrif í byrjun seinni hálfleiks í leik Þórs á móti Fylki í kortinu Inferno. Allir liðsfélagar Peterr féllu í lotunni, og skyldu Peterr einan eftir á móti fjórum leikmönnum Fylkis. Peterr tók út tvo Fylkismenn á A hlið kortsins og náði að koma niður sprengjunni og setti stöðuna í einn á móti tvem í lotunni. Peterr spilaði listilega og náði að fella þá tvo Fylkismenn sem eftir voru, og náði ásnum. Frábærlega gert hjá Peterr.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn