„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 19:32 Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson tókust á Alþingi í dag. Vísir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu Á Alþingi í dag flutti Bjarni munnlega skýrslu um sölu ríkisins á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sagði Bjarni að almennt hefði salan gengið vel, þó að nokkrir annmarkar hafi verið á henni, sem verið væri að kanna. Þingmönnum gafst kostur á að veita Bjarna andsvar. Þingmönnum var heitt í hamsi en mestur hiti færðist í leikinn þegar Kristrún veitti andsvar fyrir hálfu Samfylkingarinnar. Enn er verið að ræða söluna á Íslandsbanka. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í ræðu hennar gerði hún það að umtalsefni að einhverjir af þeim sem fengu að taka þátt í útboðinu hafi verið skammtímafjárfestar. „Þetta auðvitað stenst enga skoðun að halda aftur af kaupum lífeyrissjóða sem eru að fjárfesta fyrir almenningssparnað til þess eins að hleypa þeim að nokkrum dögum seinna. Og einhverjir tugir einstaklingar geta komið að og tekið snúning,“ sagði Kristrún. Sakaði Bjarna um að hafa bara eitt að leiðarljósi Sakaði hún Bjarna um að hafa haft það eitt að leiðarljósi að fá fimmtíu milljarða í ríkiskassann. „Af þessari yfirferð virðist að einfaldlega ljóst að fjármálaráðherra virðist fyrst og fremst hafa fundist skipta mestu máli hvað hann fékk, 50 milljarða, ekki hver eignaðist hann, hver hagnaðist á útboðinu og finnst ekkert við þetta athugavert. Fyrir mér er það risastórt vandamál,“ sagði Kristrún. Bjarni á þingi í dag.Vísir/Vilhelm Bjarni fékk tækifæri til að svara ræðu Kristrúnar. Spurði hann Kristrúnu hvort hún vildi halda Bankasýslunni áfram starfandi og hvaða athugasemdir hún hafi gert í þinglegri meðferð málsins við undirbúning sölunnar. „Ég ætla að lýsa mig ósammála því sem háttvirtur þingmaður segir um að það sé lögbrot að setja ekki lágmarksþátttöku,“sagði Bjarni. „Ég sagði það ekki,“ greip Kristrún þá fram í úr sal. „Það er ekki annað hægt að skilja,“ sagði Bjarni áður en hann bað forseta um frið til að halda ræðu sína. Bað um lyklana Kristrún steig síðar upp í pontu og gerði athugasemdir við að Bjarni hafi sagt að hún hafi ekki gert athugasemdir við þinglega meðferð málsins. „Varðandi af hverju ég sem stakur þingmaður sá ekki fyrir að hæstvirtur fjármálaráðherra myndi hér leggja til vegferð sem er svo út úr kú við hefðbunda venju í tilboðsferli, finnst mér ansi merkilegt,“ sagði Kristrún. Sneri hún sér þá að Bjarna og spurði hann: „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Ætla má að þar hafi hún átt við lyklana að fjármálaráðuneytinu. Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Á Alþingi í dag flutti Bjarni munnlega skýrslu um sölu ríkisins á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka. Sagði Bjarni að almennt hefði salan gengið vel, þó að nokkrir annmarkar hafi verið á henni, sem verið væri að kanna. Þingmönnum gafst kostur á að veita Bjarna andsvar. Þingmönnum var heitt í hamsi en mestur hiti færðist í leikinn þegar Kristrún veitti andsvar fyrir hálfu Samfylkingarinnar. Enn er verið að ræða söluna á Íslandsbanka. Horfa má á útsendinguna hér að neðan. Í ræðu hennar gerði hún það að umtalsefni að einhverjir af þeim sem fengu að taka þátt í útboðinu hafi verið skammtímafjárfestar. „Þetta auðvitað stenst enga skoðun að halda aftur af kaupum lífeyrissjóða sem eru að fjárfesta fyrir almenningssparnað til þess eins að hleypa þeim að nokkrum dögum seinna. Og einhverjir tugir einstaklingar geta komið að og tekið snúning,“ sagði Kristrún. Sakaði Bjarna um að hafa bara eitt að leiðarljósi Sakaði hún Bjarna um að hafa haft það eitt að leiðarljósi að fá fimmtíu milljarða í ríkiskassann. „Af þessari yfirferð virðist að einfaldlega ljóst að fjármálaráðherra virðist fyrst og fremst hafa fundist skipta mestu máli hvað hann fékk, 50 milljarða, ekki hver eignaðist hann, hver hagnaðist á útboðinu og finnst ekkert við þetta athugavert. Fyrir mér er það risastórt vandamál,“ sagði Kristrún. Bjarni á þingi í dag.Vísir/Vilhelm Bjarni fékk tækifæri til að svara ræðu Kristrúnar. Spurði hann Kristrúnu hvort hún vildi halda Bankasýslunni áfram starfandi og hvaða athugasemdir hún hafi gert í þinglegri meðferð málsins við undirbúning sölunnar. „Ég ætla að lýsa mig ósammála því sem háttvirtur þingmaður segir um að það sé lögbrot að setja ekki lágmarksþátttöku,“sagði Bjarni. „Ég sagði það ekki,“ greip Kristrún þá fram í úr sal. „Það er ekki annað hægt að skilja,“ sagði Bjarni áður en hann bað forseta um frið til að halda ræðu sína. Bað um lyklana Kristrún steig síðar upp í pontu og gerði athugasemdir við að Bjarni hafi sagt að hún hafi ekki gert athugasemdir við þinglega meðferð málsins. „Varðandi af hverju ég sem stakur þingmaður sá ekki fyrir að hæstvirtur fjármálaráðherra myndi hér leggja til vegferð sem er svo út úr kú við hefðbunda venju í tilboðsferli, finnst mér ansi merkilegt,“ sagði Kristrún. Sneri hún sér þá að Bjarna og spurði hann: „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Ætla má að þar hafi hún átt við lyklana að fjármálaráðuneytinu.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent