Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. apríl 2022 07:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar. Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55
„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37