Okkar samfélag - Álftanes Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og Ingvar Arnarson skrifa 26. apríl 2022 13:31 Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ingvar Arnarson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Álftanesið er einstaklega fallegt og þar býr fólk sem lætur sig jafnan málin varða. Garðabæjarlistinn vill efla samfélagið á Álftanesi og standa vörð um sérstöðu þess, sem tekur til fjölda þátta. Á Álftanesi er kraftur í félagsstarfi og íbúar tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir samfélagið. Félagsauður er mikill og má þar nefna starfsemi félags eldri borgara, golfklúbbinn, íþróttafélagið, skátafélagið og fleira. Að okkar mati má vel endurvekja og bæta við félagsstarf í menningu og listum. Einnig viljum við að komið verði á fót íbúaráði Álftnesinga, svo rödd og áherslur íbúa heyrist hátt og skýrt í samskiptum við Garðabæ. Álftanes er náttúruperla sem hefur hátt verndargildi. Framundan er mikil uppbygging á nesinu en mikilvægt er að slík uppbygging sé gerð í sátt við íbúa og umhverfi. Votlendi hefur verið endurheimt við Kasthúsatjörn og á Bessastaðanesi sem er vel, samt sem áður er fyrirhugað að byggja íbúðarbyggð á einum helsta viðkomustað gæsa og annarra fugla á nesinu. Í skýrslu umhverfisnefndar frá 2014 kemur fram að mörg svæði á Álftanesi hafi hátt verndargildi og stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að framkvæmdum. Garðabær hefur verið í forystu um friðlýsingar og náttúruvernd, því skýtur skökku við að gengið sé á votlendi við uppbyggingu íbúðahverfa. Breiðamýrin hefur verið skipulögð sem byggingarsvæði en þar er eitt aðalsvæði margæsarinnar og annarra fugla á leið sinni yfir hafið. Á Norðurnesinu er meira votlendi en annarsstaðar á nesinu og þ.a.l. mjög mikill líffræðilegur fjölbreytileiki. Ýmsar framkvæmdir eru aðkallandi á Álftanesi á næstunni. Má þar fyrst nefna holræsakerfið sem er löngu tímabært að gengið sé frá svo sómi sé að en það er mikil og kostnaðarsöm framkvæmd. Það þarf að koma öllum húsum inn á kerfið, en ennþá eru hús með eigin rotþrær. Leggja þarf skolpleiðslur lengra fram í sjó svo við búum ekki áfram við mengaðar fjörur. Áður var þörf en nú er nauðsyn. Við alla þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á nesinu á næstu misserum er nauðsynlegt að líta til þess að uppbygging grunn-, leik- og tónlistarskóla taki mið af fjölgun íbúa og því ráð að byrja að huga að slíku sem allra fyrst. Mikilvægt er að viðhalda vegum og bæta við göngu- og hjólastígum á nesinu t.d. frá afleggjaranum að Bessastöðum á norður-nesið og við suðurstrandarveg út á Seylu. Þar er reiðstígur fyrir en gert er ráð fyrir samhliða göngustíg í deiliskipulagi. Einnig er nauðsynlegt að bæta Bakkaveg frá Mýrarkoti að Suðurnesvegi en sá kafli hefur verið vanræktur um árabil og er lítið meira en holur og sama má segja um veginn yfir Garðaholtið. Þá þarf að bæta hjólaleiðina út á Álftanes, svo hjólreiðafólk þurfi ekki að hjóla á Álftanesvegi. Það væri til sóma ef hringtorgið við Bessastaði fengi löngu tímabæra yfirhalningu. Torg sem er við innkeyrsluna að forsetasetrinu á að vera bæjarprýði, ekki berangursleg grjótahrúga. Garðabær og ríkið eiga að taka höndum saman og bæta úr málunum. Mikilvægt er að fá loftgæðimæli á Garðaholtið til að fylgjast með loftmengun frá álverinu í Straumsvík. Eins og kemur fram í mati heilbrigðisnefndar í tengslum við endurskoðun á starfsleyfi álversins í Straumsvík þarf að endurskoða umhverfisvöktun hvað loftgæði varðar frá grunni sem og hvernig niðurstöður eru nýttar og rýndar. Dregist hefur að koma fyrir veðurstöð við mælistöðina í Hafnarfirði en það hefur torveldað túlkun gagna.Einnig kemur fram að mengunarálag frá álverinu er líklega mest á Garðaholti og Álftanesi og að þörf er á föstum mælingum á svæðinu. Við í Garðabæjarlistanum viljum láta til okkar taka á næsta kjörtímabili ef við fáum tækifæri til og eru öll þessi mál sem við höfum minnst á í þessum pistli hluti af þeim verkefnum sem við leggjum áherslu á. Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir frv. skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness og skipar 9.sæti á GarðabæjarlistanumIngvar Arnarson bæjarfulltrúi og skipar 2. sæti á Garðabæjarlistanum
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun