„Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2022 17:30 Hlín Helga Guðlaugsdóttir á DesignTalks árið 2019. Eyþór Árna „DesignTalks snýst um að sýna fjölbreytt litróf hönnunar og arkitektúrs og velta upp flötum á því hvernig þessar greinar geta tekið þátt í samtalinu um áskoranir dagsins í dag og í umbótunum sjálfum, mótun framtíðarinnar,“ segir Hlín Helga Guðlaugsdóttir stjórnandi DesignTalks ráðstefnunnar. „Í ár fannst okkur sérstaklega mikilvægt að vera hvetjandi. Að sýna fram á möguleikana til umbóta, á ýmsum skala og ólíku samhengi og að kanna viðfangsefni og hlutverk hönnunar. Við viljum hampa hugrekkinu sem felst í því að hugsa út fyrir kassann, ímyndunaraflinu, hugrekkinu til að halda áfram, þrátt fyrir allt. Ég vil meina að þetta verði hátíð ímyndunaraflsins, en janframt stund íhugunar.“ Hvernig framtíð viljum við? Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks snýr aftur á dagskrá HönnunarMars og fer fram þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu. DesignTalks 2022 varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga og miðasala er nú þegar hafin. „Þetta verður innblásið ferðalag um hugskot skapandi hugsuða, erindi, samtöl, sjónræna og sjóðheitt kaffi - veisla fyrir öll skynfærin,“ útskýrir Hlín. „Dagskráin stendur frá kl. 9:00 til 17:00 og samanstendur af þremur hlutum. Við byrjum á að staldra við, líta yfir farin veg og týna til það sem nýst gæti í farteski framtíðarinnar, endurtengingu við fornt handverk, staðbundið hráefni, hringrásarhugsun ofl. Rýnum svo í núið, endurhugsun kerfa, umhverfisendurreisn, gagnalæsi og gagnahúmanisma, aðgengi að upplýsingum og stafrænt landamæraleysi. Endum svo á að þenja rammann, velta fyrir okkur útvíkkaðuðum raunveruleika, sci-fi og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að skapa rými til að spegla sig í og rýna samtímann. Hvernig framtíð viljum við taka þátt í að skapa?“ Mikill heiður fyrir hátíðina Hver sem er getur keypt sér miða á DesignTalks og er viðburðurinn alls ekki eingöngu fyrir fagfólk. „DesignTalks er auðvitað fyrir alla sem hafa áhuga á hönnun og arkitektúr, en líka bara hugmyndum, nýsköpun, framtíðarrýni og fólki. Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri, vilja láta koma sér á óvart! Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt fólk segja að það komi á viðburðinn út af einhverju ákveðnu atriði en eitthvað allt annað sem síðan stelur senunni.“ Hlín mun stjórna ráðstefnunni og kynnir verður Marcus Fairs, sem er einn sá virtasti á sviði samtíma hönnunarrýni. „Hann er aðalritstjóri og stofnandi Dezeen, eins virtasta og vinsælasta hönnunarmiðils í heimi í dag. Svo það er mikill heiður að hann hafi verið til í að vera moderator,“ segir Hlín. „Við þekkjumst frá því í árdaga HönnunarMars hátíðarinnar, en hann var hérna með okkur á fyrstu HönnunarMars hátíðunum, sem var einmitt rétt eftir að hann stofnaði Dezeen svo það verður gaman að heyra hvernig hann upplifir þróunina sem hefur orðið síðan þá.“ DesignTalks 2019Eyþór Árna Saltað tvö ár í röð „Við erum klár,“ svarar Hlín örugg aðspurð hvernig undirbúningurinn gangi. „Það var auðvitað ekkert gaman að skipuleggja viðburði sem þurfti að salta tvö ár í röð, en nú erum við vonandi bara komin á beinu brautina. Okkur heyrist fólk vera til í þetta með okkur núna og gerum ráð fyrir uppbrotum í dagskránni til að skapa rými til að tala saman og tengja í gegnum þessa sameiginlegu upplifun.“ Hennar markmið með þessum degi er mjög skýrt, „Að skapa viðburð sem hreyfir við fólki og hvetur það til dáða. Að vekja athygli á öllum þessum hönnuðum og arkitektum, sem með ástríðu sinni leita lausna til sjálfbærari framtíðar, bæta lífskjör, auka vellíðan fólks, stuðla að mannréttindum og fegra lífið alla daga. En einnig að sýna fram á hversu mikilvægt er að virkja hönnuði og arkitekta, skapandi hugsuði á stórum og smáum skala bæði í viðbragði við krísuástandi, til heilunar og endurbóta og til þess að þenja ímyndunaraflið, að móta og máta möguleikana, með tilraunum og framtíðarrýni - allt til þess að skapa betri heim. Hlín HelgaAldís Páls Eftirsóttir fyrirlesarar sameinast í Hörpu Nú er ljóst hverjir munu koma fram á DesignTalks í ár en ítarlegar upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á vef HönnunarMars. „'Michael Pawlyn, frumkvöðull á sviði biomimicry og regenerative arkitektúrs, Barbara, hönnunarskáldsaga sem gerist í náinni framtíð eftir Garðar Eyjólfsson og Janosch Bela Kratz, sköpunarstjórinn og mynsturhönnuðurinn Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera, hönnuðurnir og listamennirnir Aamu Song og Johan Olin, stofnendur COMPANY, sem reka Salakauppa (Leynibúðina) í Helsinki, Ragna Sara, listrænn stjórnandi hönnunarmerkisins FÓLK, Anders Lendager, frumkvöðull í sjálfbærni og meðstofnandi arkitektastofunnar Lendager group og Valdís Steinarsdóttir, margverðlaunaður hönnuður. Tor Inge Hjemdal, framkvæmdastjóri DOGA, Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður, áður starfandi hjá Forensic Architecture, Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og meðeigandi Pentagram, talsmaður gagnalæsis, Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar leturhönnuður og stofnendur Universal Thirst, letursmiðju sem sérhæfir sig í hönnun indverska og latneskra leturgerða og hefur unnið með fyrirtækjum á borð við listahátíðina Frieze Art, Monotype og Google. Stafræni fatahönnuðurinn Susanne Vos hjá The Fabricant, stafrænu tískuhúsi sem starfar á mótum tísku og tækni og býr til stafræna tísku og tískuupplifanir Arnhildur Pálmadóttir hjá s. ap. arkitekum, sem vinna á mörkum sköpunar, tækni og vísinda og síðast en ekki síst Liam Young, margverðlaunaður sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi.“ DesignTalks 2022 fer fram í Hörpu. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Tíska og hönnun Harpa HönnunarMars Tengdar fréttir Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. 25. apríl 2022 14:32 Ýta við stjórnvöldum með hönnunarkeppni um tákn fyrir íslensku krónuna „Hugmyndinn vaknaði fyrir sirka tveimur árum og höfum við alltaf verið á leiðinni að gera hana síðan þá. En það var bjart yfir okkur í ár og við ákváðum að slá til,“ segir Gísli Arnarson formaður FÍT um verkefnið Tákn fyrir íslensku krónuna. 20. apríl 2022 13:30 DesignTalks Reykjavík snýr aftur á HönnunarMars í ár HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi. Í dag var tilkynnt að alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks, verður hluti af hátíðinni í ár eftir að hafa verið í dvala vegna heimsfaraldursins. 16. mars 2022 11:31 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Í ár fannst okkur sérstaklega mikilvægt að vera hvetjandi. Að sýna fram á möguleikana til umbóta, á ýmsum skala og ólíku samhengi og að kanna viðfangsefni og hlutverk hönnunar. Við viljum hampa hugrekkinu sem felst í því að hugsa út fyrir kassann, ímyndunaraflinu, hugrekkinu til að halda áfram, þrátt fyrir allt. Ég vil meina að þetta verði hátíð ímyndunaraflsins, en janframt stund íhugunar.“ Hvernig framtíð viljum við? Alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks snýr aftur á dagskrá HönnunarMars og fer fram þann 4. maí í Silfurbergi í Hörpu. DesignTalks 2022 varpar ljósi á hvernig hönnun og arkitektúr getur tekið þátt í uppbyggingu og framþróun og verið hreyfiafl breytinga og miðasala er nú þegar hafin. „Þetta verður innblásið ferðalag um hugskot skapandi hugsuða, erindi, samtöl, sjónræna og sjóðheitt kaffi - veisla fyrir öll skynfærin,“ útskýrir Hlín. „Dagskráin stendur frá kl. 9:00 til 17:00 og samanstendur af þremur hlutum. Við byrjum á að staldra við, líta yfir farin veg og týna til það sem nýst gæti í farteski framtíðarinnar, endurtengingu við fornt handverk, staðbundið hráefni, hringrásarhugsun ofl. Rýnum svo í núið, endurhugsun kerfa, umhverfisendurreisn, gagnalæsi og gagnahúmanisma, aðgengi að upplýsingum og stafrænt landamæraleysi. Endum svo á að þenja rammann, velta fyrir okkur útvíkkaðuðum raunveruleika, sci-fi og spáhönnun sem dregur upp framtíðarmyndir til að skapa rými til að spegla sig í og rýna samtímann. Hvernig framtíð viljum við taka þátt í að skapa?“ Mikill heiður fyrir hátíðina Hver sem er getur keypt sér miða á DesignTalks og er viðburðurinn alls ekki eingöngu fyrir fagfólk. „DesignTalks er auðvitað fyrir alla sem hafa áhuga á hönnun og arkitektúr, en líka bara hugmyndum, nýsköpun, framtíðarrýni og fólki. Þessi dagur er fyrir þá sem eru í leit að innblæstri, vilja láta koma sér á óvart! Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt fólk segja að það komi á viðburðinn út af einhverju ákveðnu atriði en eitthvað allt annað sem síðan stelur senunni.“ Hlín mun stjórna ráðstefnunni og kynnir verður Marcus Fairs, sem er einn sá virtasti á sviði samtíma hönnunarrýni. „Hann er aðalritstjóri og stofnandi Dezeen, eins virtasta og vinsælasta hönnunarmiðils í heimi í dag. Svo það er mikill heiður að hann hafi verið til í að vera moderator,“ segir Hlín. „Við þekkjumst frá því í árdaga HönnunarMars hátíðarinnar, en hann var hérna með okkur á fyrstu HönnunarMars hátíðunum, sem var einmitt rétt eftir að hann stofnaði Dezeen svo það verður gaman að heyra hvernig hann upplifir þróunina sem hefur orðið síðan þá.“ DesignTalks 2019Eyþór Árna Saltað tvö ár í röð „Við erum klár,“ svarar Hlín örugg aðspurð hvernig undirbúningurinn gangi. „Það var auðvitað ekkert gaman að skipuleggja viðburði sem þurfti að salta tvö ár í röð, en nú erum við vonandi bara komin á beinu brautina. Okkur heyrist fólk vera til í þetta með okkur núna og gerum ráð fyrir uppbrotum í dagskránni til að skapa rými til að tala saman og tengja í gegnum þessa sameiginlegu upplifun.“ Hennar markmið með þessum degi er mjög skýrt, „Að skapa viðburð sem hreyfir við fólki og hvetur það til dáða. Að vekja athygli á öllum þessum hönnuðum og arkitektum, sem með ástríðu sinni leita lausna til sjálfbærari framtíðar, bæta lífskjör, auka vellíðan fólks, stuðla að mannréttindum og fegra lífið alla daga. En einnig að sýna fram á hversu mikilvægt er að virkja hönnuði og arkitekta, skapandi hugsuði á stórum og smáum skala bæði í viðbragði við krísuástandi, til heilunar og endurbóta og til þess að þenja ímyndunaraflið, að móta og máta möguleikana, með tilraunum og framtíðarrýni - allt til þess að skapa betri heim. Hlín HelgaAldís Páls Eftirsóttir fyrirlesarar sameinast í Hörpu Nú er ljóst hverjir munu koma fram á DesignTalks í ár en ítarlegar upplýsingar og dagskrá hátíðarinnar má finna á vef HönnunarMars. „'Michael Pawlyn, frumkvöðull á sviði biomimicry og regenerative arkitektúrs, Barbara, hönnunarskáldsaga sem gerist í náinni framtíð eftir Garðar Eyjólfsson og Janosch Bela Kratz, sköpunarstjórinn og mynsturhönnuðurinn Gabriela Sánchez y Sánchez de la Barquera, hönnuðurnir og listamennirnir Aamu Song og Johan Olin, stofnendur COMPANY, sem reka Salakauppa (Leynibúðina) í Helsinki, Ragna Sara, listrænn stjórnandi hönnunarmerkisins FÓLK, Anders Lendager, frumkvöðull í sjálfbærni og meðstofnandi arkitektastofunnar Lendager group og Valdís Steinarsdóttir, margverðlaunaður hönnuður. Tor Inge Hjemdal, framkvæmdastjóri DOGA, Stefán Laxness, arkitekt, fræði- og listamaður, áður starfandi hjá Forensic Architecture, Giorgia Lupi, upplýsingahönnuður og meðeigandi Pentagram, talsmaður gagnalæsis, Gunnar Vilhjálmsson og Kalapi Gajjar leturhönnuður og stofnendur Universal Thirst, letursmiðju sem sérhæfir sig í hönnun indverska og latneskra leturgerða og hefur unnið með fyrirtækjum á borð við listahátíðina Frieze Art, Monotype og Google. Stafræni fatahönnuðurinn Susanne Vos hjá The Fabricant, stafrænu tískuhúsi sem starfar á mótum tísku og tækni og býr til stafræna tísku og tískuupplifanir Arnhildur Pálmadóttir hjá s. ap. arkitekum, sem vinna á mörkum sköpunar, tækni og vísinda og síðast en ekki síst Liam Young, margverðlaunaður sci-fi arkitekt, leikstjóri og framleiðandi.“ DesignTalks 2022 fer fram í Hörpu. HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Tíska og hönnun Harpa HönnunarMars Tengdar fréttir Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. 25. apríl 2022 14:32 Ýta við stjórnvöldum með hönnunarkeppni um tákn fyrir íslensku krónuna „Hugmyndinn vaknaði fyrir sirka tveimur árum og höfum við alltaf verið á leiðinni að gera hana síðan þá. En það var bjart yfir okkur í ár og við ákváðum að slá til,“ segir Gísli Arnarson formaður FÍT um verkefnið Tákn fyrir íslensku krónuna. 20. apríl 2022 13:30 DesignTalks Reykjavík snýr aftur á HönnunarMars í ár HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi. Í dag var tilkynnt að alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks, verður hluti af hátíðinni í ár eftir að hafa verið í dvala vegna heimsfaraldursins. 16. mars 2022 11:31 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sígildri hönnun hampað á mjólkurfernum Í tilefni af HönnunarMars, sem í ár breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið dagana 4. til 8. maí, hefur Mjólkursamsalan endurvakið klassíska íslenska hönnun á mjólkurfernunum. 25. apríl 2022 14:32
Ýta við stjórnvöldum með hönnunarkeppni um tákn fyrir íslensku krónuna „Hugmyndinn vaknaði fyrir sirka tveimur árum og höfum við alltaf verið á leiðinni að gera hana síðan þá. En það var bjart yfir okkur í ár og við ákváðum að slá til,“ segir Gísli Arnarson formaður FÍT um verkefnið Tákn fyrir íslensku krónuna. 20. apríl 2022 13:30
DesignTalks Reykjavík snýr aftur á HönnunarMars í ár HönnunarMars fer fram 4. til 8. maí næstkomandi. Í dag var tilkynnt að alþjóðlega ráðstefnan og lykilviðburður HönnunarMars, DesignTalks, verður hluti af hátíðinni í ár eftir að hafa verið í dvala vegna heimsfaraldursins. 16. mars 2022 11:31