Sagði skilið við fjármálaheiminn til að gerast vínbóndi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. apríl 2022 23:16 Íslenskur doktor í stærðfræði ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn, láta drauminn rætast og gerast vínbóndi í Sviss. Hann er nú á landinu að kynna vín sitt fyrir Íslendingum og býður öllum sem vilja að koma að smakka. Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þeir eru ekki margir íslensku vínbændurnir - hvað þá íslensku vínbændurnir sem eru með doktorspróf í stærðfræði. En hér er einn slíkur: Höskuldur Ari Hauksson sem ákvað að segja skilið við fjármálaheiminn úti í Sviss og helga líf sitt vínbúskap. Höskuldur hélt vínsmakk fyrir alla sem vildu á Hilton Nordica milli 14 og 19 í dag. Það verður aftur á sama tíma á morgun. Við litum við í vínsmakkið í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag - hægt er að sjá hvernig var þar í myndbandinu hér að ofan. vísir/arnar „Þetta er nú bara hobbí sem að varð allt of stórt allt í einu. Ég byrjaði að kaupa eitt tonn af pinot noir þrúgum - fór með það ofan í þvottahús og bjó til vín heima. Gerði það í tvö, þrjú ár og þriðja árið tók ég við fyrstu ekrunni minni. Á fjórða árinu þá gerðist ég svo bara bóndi,“ segir Höskuldur Ari. Það var fyrir fimm árum sem Höskuldur keypti vínekru í sveitarfélaginu Rüfenach í Sviss. Þar er lífið líkast draumi - allavega á myndum... Vínekrur Höskuldar í Rüfenach eru óneitanlega fallegar.aðsend „Ég held það hafi nú margir kannski verið með þann draum, sérstaklega þegar menn eru saman komnir á flösku númer tvö og farið að dreyma um það hvað það væri nú yndislegt að vera með eigin vínekru... og svona þetta ljúfa líf, la dolce vita. En staðreyndin er sú að þetta er bara hörkumikið púl. En það er rosa skemmtilegt,“ segir Höskuldur Ari. Notar dvergkindur víkinga við víngerðina Hann er til dæmis nýbúinn að fá sér kindur til að hjálpa sér að halda grasinu á vínekrunum niðri. En það eru engar venjulegar kindur sem Höskuldur er með. „Þetta eru dvergkindur. Þetta er minnsta kindakyn í heiminum. En það er svo áhugavert við það að það voru upphaflega víkingarnir sem komu með þessar kindur til eyjunnar Ouessant [í Bretaníuskaga]. Nú segi ég svona í gríni að víkingarnir séu búnir að taka þær til baka,“ segir Höskuldur Ari. Það er því einhver Íslandstenging í víngerð Höskuldar í Sviss. Hann nefnir einnig mörg vína sinna íslenskum nöfnum; til dæmis Sólskin, Horn, Rauð, Hvít, Tunglskin og nýjasta vín hans - freyðivín sem nefnist Perlur. Dverkkindurnar koma upprunalega frá víkingum.aðsend Höskuldi hefur gengið vel að selja vínið og er nú að flytja það til sex landa, meðal annars Íslands en það hefur verið hægt að fá nokkrar tegundir af víni hans í ríkinu síðustu árin. Hann hélt smakk á vínum sínum í dag á Hótel Hilton Nordica og verður þar aftur á morgun milli klukkan tvö og sjö. Því geta allir sem vilja komið og smakkað. „Hver sem er sem er á lögaldri hann er hjartanlega velkominn að koma og smakka,“ segir Höskuldur Ari. Höskuldur með einni af dvergkindum sinum. Eins og sést á myndinni eru þær ansi smávaxnar.aðsend
Íslendingar erlendis Áfengi og tóbak Sviss Reykjavík Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira