Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var í Pallborðinu ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni oddvita Samfylkingarinnar í bænum og Sigurði Þ. Ragnarssyni oddvita Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar sagði nánast ekkert hafa gerst í húsnæðismálum á átta ára valdatíma Sjálfstæðisflokksins í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sagði það hins vegar af og frá, nú væru til að mynda þúsund íbúðir í byggingu. Guðmundur Árni greip þá tölu á lofti. „Þúsund? Ég hef ekki talið þær. Þau eru aðallega í því að telja kranana. Ég held að það séu fimmtán kranar í bænum. Þetta er korteri fyrir kosningar," sagði Guðmundur Árni. „Korteri fyrir kosningar. Það er búið að vera að flytja inn í þessar íbúðir á undanförnum mánuðum á fullu. Við vitum það. Þess vegna er íbúum að fjölga hratt aftur. það sýna bara tölurnar," sagði Rósa. Sigurður Þ. Ragnarsson oddviti Miðflokksins tók undir þá gagnrýni að lítið hefði gerst í húsnæðismálum á undanförnum árum. Allt of lengi hafi verið beðið eftir því að Landsnet flytti raflínur þannig að hægt væri að byggja í einu hverfi bæjarins. Rósa sagði að tekist hefði að vinna á gífurlegum skuldavanda bæjarins sem hefði þá stefnu að framkvæma fyrir eigið fé. Sigurður sagði það hins vegar í algerri andstöðu við þessa stefnu að söluverðmæti á hlut Hafnarfjarðarbæjar hefði horfið inn í hítina og farið í að greiða laun en ekki til framkvæmda. Grafík/Kristján Jónsson Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði hefur verið mjög stöðugt í undanförnum þremur bæjarstjórnarkosningum. Flokkurinn fékk fimm bæjarfulltrúa af ellefu í kosningunum 2018, 2014 og 2010 en var með þrjá fulltrúa í kosningunum 2006. Fylgi Samfylkingarinnar hefur hins vegar minnkað allt frá kosningunum 2006 þegar flokkurinn fékk sjö fulltrúa og hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Flokkurinn fékk síðan fimm fulltrúa í kosningunum 2010, þrjá í kosningunum 2014 og tvo í síðustu kosningum árið 2018. Flokkum í framboði hefur fjölgað á sama tíma. Núverandi meirihluti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er myndaður af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Eftir kosningarnar 2014 myndaði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar meirihluta með Bjartri framtíð. Umræðurnar voru mjög fjörugar á köflum en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni í klippunni hér fyrir neðan.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. 26. apríl 2022 15:40