Íslendingalið Magdeburg var skrefi á eftir allan fyrri hálfleikinn er liðið heimsótti Nantes í kvöld. Heimamenn höfðu þriggja marka forskot stærstan hluta hálfleiksins og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja.
Íslendingaliðið var þó ekki lengi að jafna metin í síðari hálfleik. mikið jafnræði var með liðunum það sem eftir lifði leiks, en gestirnir í Magdeburg með Ómar Inga fremstan í flokki sigldu fram úr undir lokin og unnu góðan þriggja marka sigur, 28-25.
Ómar Ingi skoraði sex mörk fyrir Magdeburg og var markahæsti maður vallarins. Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur einnig með liðinu og skoraði tvö mörk.
Magdeburg fer því með þriggja marka forystu í síðari leik liðanna sem fer fram á heimavelli þeirra að viku liðinni.
🏆 Magdeburg gewinnt 28:25 in Nantes beim Viertelfinalhinspiel der EHF European League! 🔥
— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) April 26, 2022
Spielbericht ➡️ https://t.co/hNyQZHbK2y
Tickets Rückspiel ➡️ https://t.co/sTkYBtur4N#scmhuja #ehfel 💚❤️
📸 Chloe Quere pic.twitter.com/091v3xtfa8
Á sama tíma þurftu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG að sætta sig við fimm marka tap á útivelli gegn RK Nexe, 32-27.
Viktor Gísli Stóð vaktina í markinu hjá GOG og varði sjö skot, en liðið þarf að snúa taflinu við á heimavelli.