Varðveitum söguna Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 27. apríl 2022 08:30 Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni. Nú rísa ný hverfi í Skarðshlíð og Hamranesi, auk þess sem stutt er í að lóðum verði úthlutað í Áslandi 4 og framkvæmdir þar hefjist af sama krafti og er annars staðar í bæjarfélaginu. Þetta eru okkar nýbyggingarsvæði, en samhliða uppbyggingu nýrra hverfa hefur þétting byggðar gegnið vel. Þétting byggðar þarf að haldast í hendur við uppbyggingu nýrra hverfa svo nýta megi þá innviði sem þegar eru til staðar enn betur. Hér getum við nefnt sérstaklega Dvergsreitinn, Hrauntungu, Hjallabraut og Stekkjarberg. Þar sjáum við nú hús rísa þar sem mikill metnaður er lagður í að halda í einkenni þeirra byggða sem umvefja ný hús sem munu styrkja og bæta hverfin í heild. Við höfum lagt mikla áherslu á að vernda bæjarbraginn, styrkja og styðja við eldri byggðir ásamt því að efla miðbæinn. Það sjáum við sérstaklega tveimur samþykktum deiliskipulagstillögum; annars vegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og hins vegar reit sem afmarkast af Strandgötu, Reykjarvíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hér má auk þess nefna rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið. Sú byggð mun ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu. Tilkoma Tækniskólans á Suðurhöfnina mun styðja við samfélagið allt hér í Hafnarfirði og öll önnur verkefni í nágrenni miðbæjarins. Sérstakt áhugamál mitt var að endurreisa húsverndunarsjóð sem var hér við líði á árum áður. Það var gert í ár og er úthlutað úr sjóðnum samkvæmt tillögu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Nýlegar var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti í langan tíma og fengu fimm aðilar úthlutað 2 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á húsnæði. Þetta er liður í því að viðhalda og varðveita söguna og þau hús sem byggst hafa yfir langan tíma. Húsverndarsjóður er nú kominn til að vera og ég vona að okkur beri gæfa til, þvert á flokka, að styrkja hann enn frekar í framtíðinni. Nýlega var Lífsgæðasetur St. Jó. opnað með formlegum hætti. Húsnæði gamla St. Jósefsspítala hefur nú loks fengið nýtt hlutverk og þær endurbætur sem húsnæðið á skilið. Húsnæði sem nú er komið aftur til vegs og virðingar. Ég veit að flest allir Hafnfirðingar hafa teningar við húsið með einhverjum hætti og hefur fundið dapurlegt að sjá húsið grotna niður á umliðnum árum. Þrátt fyrir miklar endurbætur og flókið verkefni hefur það gengið vel. Bæjarráð setti á fót sérstakan framkvæmdahóp um verkefnið og endurbæturnar sem undirritaður hefur leitt og átt sæti í ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Guðlaugu Kristjánsdóttur bæjarfulltrúa og starfsmönnum bæjarfélagsins. Það er gaman að segja frá því að góð samstaða hefur verið í hópnum og mikill einhugur um þetta mikilvæga verkefni. Það hefur birst í því að allar kostnaðaráætlanir hafa staðist og að nú hafa þrjár hæðir verið teknar í notkun sem hýsir fjölbreytta starfsemi sem er komin til að vera. Ég er virkilega stoltur af þátttöku í þessu stóra verkefni og sjá að þetta fallega hús okkar taka á sig mynd, vera umgjörð fjölbreyttrar starfsemi sem bætir samfélagið okkar allt. Ég veit að amma mín heitin væri stolt af verkinu. Til hamingju öllsömul. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður framkvæmdahóps St. Jósefsspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Húsavernd Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af einkennum okkar góða bæjarfélags, Hafnarfjarðarbæjar, er fjölbreytt byggð gamalla og nýrra húsa. Húsa sem hafa byggst upp í gegnum langa sögu sem við þurfum og okkur ber hreinlega skylda til að halda í og varðveita. Hverfin okkar hér í Hafnarfirði eru jafn misjöfn og þau eru mörg; hvert með sinn sjarma, staðaranda og einkenni. Nú rísa ný hverfi í Skarðshlíð og Hamranesi, auk þess sem stutt er í að lóðum verði úthlutað í Áslandi 4 og framkvæmdir þar hefjist af sama krafti og er annars staðar í bæjarfélaginu. Þetta eru okkar nýbyggingarsvæði, en samhliða uppbyggingu nýrra hverfa hefur þétting byggðar gegnið vel. Þétting byggðar þarf að haldast í hendur við uppbyggingu nýrra hverfa svo nýta megi þá innviði sem þegar eru til staðar enn betur. Hér getum við nefnt sérstaklega Dvergsreitinn, Hrauntungu, Hjallabraut og Stekkjarberg. Þar sjáum við nú hús rísa þar sem mikill metnaður er lagður í að halda í einkenni þeirra byggða sem umvefja ný hús sem munu styrkja og bæta hverfin í heild. Við höfum lagt mikla áherslu á að vernda bæjarbraginn, styrkja og styðja við eldri byggðir ásamt því að efla miðbæinn. Það sjáum við sérstaklega tveimur samþykktum deiliskipulagstillögum; annars vegar stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar og hins vegar reit sem afmarkast af Strandgötu, Reykjarvíkurvegi, Austurgötu og Linnetsstíg. Hér má auk þess nefna rammaskipulag inn að Flensborgarhöfn og út á Óseyrarsvæðið. Sú byggð mun ýta undir blómlegt bæjarlíf og fjölbreytta þjónustu. Tilkoma Tækniskólans á Suðurhöfnina mun styðja við samfélagið allt hér í Hafnarfirði og öll önnur verkefni í nágrenni miðbæjarins. Sérstakt áhugamál mitt var að endurreisa húsverndunarsjóð sem var hér við líði á árum áður. Það var gert í ár og er úthlutað úr sjóðnum samkvæmt tillögu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Nýlegar var úthlutað úr sjóðnum í fyrsta skipti í langan tíma og fengu fimm aðilar úthlutað 2 milljónum króna til viðhalds og endurbóta á húsnæði. Þetta er liður í því að viðhalda og varðveita söguna og þau hús sem byggst hafa yfir langan tíma. Húsverndarsjóður er nú kominn til að vera og ég vona að okkur beri gæfa til, þvert á flokka, að styrkja hann enn frekar í framtíðinni. Nýlega var Lífsgæðasetur St. Jó. opnað með formlegum hætti. Húsnæði gamla St. Jósefsspítala hefur nú loks fengið nýtt hlutverk og þær endurbætur sem húsnæðið á skilið. Húsnæði sem nú er komið aftur til vegs og virðingar. Ég veit að flest allir Hafnfirðingar hafa teningar við húsið með einhverjum hætti og hefur fundið dapurlegt að sjá húsið grotna niður á umliðnum árum. Þrátt fyrir miklar endurbætur og flókið verkefni hefur það gengið vel. Bæjarráð setti á fót sérstakan framkvæmdahóp um verkefnið og endurbæturnar sem undirritaður hefur leitt og átt sæti í ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra, Guðlaugu Kristjánsdóttur bæjarfulltrúa og starfsmönnum bæjarfélagsins. Það er gaman að segja frá því að góð samstaða hefur verið í hópnum og mikill einhugur um þetta mikilvæga verkefni. Það hefur birst í því að allar kostnaðaráætlanir hafa staðist og að nú hafa þrjár hæðir verið teknar í notkun sem hýsir fjölbreytta starfsemi sem er komin til að vera. Ég er virkilega stoltur af þátttöku í þessu stóra verkefni og sjá að þetta fallega hús okkar taka á sig mynd, vera umgjörð fjölbreyttrar starfsemi sem bætir samfélagið okkar allt. Ég veit að amma mín heitin væri stolt af verkinu. Til hamingju öllsömul. Höfundur er formaður bæjarráðs og formaður framkvæmdahóps St. Jósefsspítala.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun