Viðreisn vill faglega ráðinn bæjarstjóra næsta kjörtímabil Jón Ingi Hákonarson skrifar 27. apríl 2022 10:31 Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta áskorun næsta kjörtímabils verður að koma rekstri Hafnarfjarðarbæjar í jafnvægi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skilar af sér þröngu búi þar sem reglulegar tekjur eru langt frá því að standa undir reglulegum útgjöldum. Sala eigna hefur staðið undir fjárfestingu og niðurgreiðslu lána, reksturinn stendur ekki undir sér. Það sem veldur mér enn meiri áhyggjum er sú bjargfasta trú fulltrúa meirihlutans um það að hér gangi allt í haginn og að miklum árangri hafi verið náði í rekstri Hafnarfjarðar á kjörtímabilinu. Það ber vott um algjöran skort á fjármálalæsi og í mínum huga fer ekki saman ábyrg fjármálastjórnun og torlæsi á fjármál. Það að selja eignir til að eiga fyrir launum og afborgunum lána er ekki hugmyndafræði til útflutnings. Það er því mikilvægt að fá til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju til að aðstoða okkur við að koma rekstrinum i gott horf. Hlutverk bæjarfulltrúa er tvíþætt að mínu mati, annars vegar að móta stefnuna og hins vegar aðhafa eftirlit með rekstrinum. Það er ekki hollt að hafa æðsta embættismann bæjarins kjörinn af meirihlutanum. Bæjarstjórinn verður að njóta trausts allra bæjarfulltrúa og vera ákveðið mótvægi við kjörna fulltrúa og tengiliður milli þeirra og embættismanna og starfsfólks bæjarins. Hafnarfjarðarbær er að stórum hluta rekstrarfélag og það væri styrkur fyrir sviðsstjóra að hafa reynslumikla rekstrarmanneskju sem gæti stutt við þá með þekkingu og reynslu. Auðvitað kitlar það egóið að vilja verða bæjarstjóri, ég efst ekki um að metnaðarfullir oddvitar hafi vilja til þess. En við höfum ekki efni á því að kitla egóin, við verðum að hafa þá gæfu til að bera að ráða réttu manneskjuna í þetta lykilhlutverk. Fyrsta skrefið í átt að ábyrgri fjármálastjórn er að átta sig á stöðunni, næsta skref er ráða til starfans reynslumikla rekstrarmanneskju í starf bæjarstjóra. Setjum bæjarfélagið í fyrsta sæti, almannahagsmunir eru í húfi. Meiri fagmennsku, meiri skynsemi, meiri Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun