Borgaryfirvöld samþykkja Kænugarð og Kýiv-torg skammt frá sendiráði Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2022 12:38 Eyþór Arnalds er meðal þeirra sem hafa talað fyrir nafnabreytingunni og sagði á dögunum við hæfi að Reykvíkingar styddu sjálfstæðisbaráttu Úkraínumanna með þeim táknræna hætti að breyta nafninu á Garðastræti í Kænugarðsstræti. Stöð 2/Egill Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi í morgun að nefna torgið á horni Garðastrætis og Túngötu Kænugarð. Til að koma til móts við óskir um notkun úkraínsks heitis höfuðborgarinnar mun það einnig verða kallað Kýiv-torg. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að tillögunni hafi verið vísað til borgarráðs og þá hafi umhverfis- og skipulagssviði verið falið að hefja undirbúning að gerði skiltis fyrir torgið, sem á ensku verður kallað „Kyiv Square“. Í greinargerð með tillögunni segir að hún byggi á hugmyndum um að endurnefna götur, til að mynda Garðastræti og/eða Túngötu, og kenna við Úkraínu eða höfuðborgina Kænugarð til að sýna stuðning með Úkraínumönnum. Þess ber að geta að sendiráð Rússlands stendur við Garðastræti. Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis kennt við Kænugarð/Kýiv, höfuðborg Úkraínu. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að torgið fái heitið Kænugarður en undirheiti verði Kýiv-torg. https://t.co/ubryG8WR1r pic.twitter.com/aXaU0iYwFZ— Reykjavík (@reykjavik) April 27, 2022 „Eftir skoðun þykir rétt að leggja til að torgið á norðausturhorni beggja þessara gatna, Garðastrætis og Túngötu, verði kennt við Kænugarð eða Kýiv. Nafnið „Kænugarður“ vísar sögulegs nafns borgarinnar á íslensku og undirstrikar yfir árþúsunda langa sögu hennar. Þá skapar heitið ákveðin hughrif þar sem að torgið er um leið garður,“ segir í greinargerðinni. „Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs. Staðsetningin er viðeigandi við horn Garðastrætis og Túngötu en við þær götur eru einmitt skrifstofur og sendiráð erlendra ríkja,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds borgarfulltrúa í tilkynningu borgarinnar. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Reykjavík Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en þar segir að tillögunni hafi verið vísað til borgarráðs og þá hafi umhverfis- og skipulagssviði verið falið að hefja undirbúning að gerði skiltis fyrir torgið, sem á ensku verður kallað „Kyiv Square“. Í greinargerð með tillögunni segir að hún byggi á hugmyndum um að endurnefna götur, til að mynda Garðastræti og/eða Túngötu, og kenna við Úkraínu eða höfuðborgina Kænugarð til að sýna stuðning með Úkraínumönnum. Þess ber að geta að sendiráð Rússlands stendur við Garðastræti. Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu verður framvegis kennt við Kænugarð/Kýiv, höfuðborg Úkraínu. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að torgið fái heitið Kænugarður en undirheiti verði Kýiv-torg. https://t.co/ubryG8WR1r pic.twitter.com/aXaU0iYwFZ— Reykjavík (@reykjavik) April 27, 2022 „Eftir skoðun þykir rétt að leggja til að torgið á norðausturhorni beggja þessara gatna, Garðastrætis og Túngötu, verði kennt við Kænugarð eða Kýiv. Nafnið „Kænugarður“ vísar sögulegs nafns borgarinnar á íslensku og undirstrikar yfir árþúsunda langa sögu hennar. Þá skapar heitið ákveðin hughrif þar sem að torgið er um leið garður,“ segir í greinargerðinni. „Hér er Reykjavík að senda skýr skilaboð um stuðning við úkraínsku þjóðina og minna um leið á ævaforna tengingu milli Íslands og Kænugarðs. Staðsetningin er viðeigandi við horn Garðastrætis og Túngötu en við þær götur eru einmitt skrifstofur og sendiráð erlendra ríkja,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds borgarfulltrúa í tilkynningu borgarinnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Reykjavík Borgarstjórn Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent