Dagný hélt að umbinn væri að grínast þegar hann sagði henni af áhuga West Ham Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2022 09:00 Dagný Brynjarsdóttir sem stuðningsmaður West Ham 2003 og leikmaður West Ham 2022. getty/Justin Setterfield Dagný Brynjarsdóttir fann að hún var ekki tilbúin að gefa atvinnumennskuna upp á bátinn þegar hún lék með Selfossi sumarið 2020. Hún hélt að umboðsmaðurinn sinn væri að grínast þegar hann sagði henni frá áhuga West Ham. Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Dagný gekk í raðir Portland Thorns í Bandaríkjunum 2016. Hún eignaðist sitt fyrsta barn, soninn Brynjar, 2018 og sneri aftur til Íslands árið eftir þar sem hún átti erfitt að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. Sumarið 2020 lék Dagný með Selfossi en samdi svo við West Ham í janúar 2021. „Þegar ég kom heim þurfti ég að finna jafnvægið í því að vera mamma í fótbolta og hvernig við ætluðum að gera þetta. Árið 2020 var að mörgu leyti gott því það hafa ekki verið svona margar landsliðsstelpur í deildinni heima í mörg ár því aðrar deildir stoppuðu vegna covid,“ sagði Dagný í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Ég fékk góðan tíma til að hugsa þá og fann að ég var ekki alveg tilbúin að koma heim strax. Mér fannst ég enn eiga inni í fótboltanum, að bæta mig og ég gæti enn spilað með og á móti þeim bestu. Mér fannst ég þurfa að gera það meðan ég gæti. Þetta var ákveðið millibilsástand þar sem ég fann hvað ég vildi sjálf. Ég get ekki verið ánægðari með að hafa tekið ákvörðun um að flytja út til London með fjölskylduna og spila með West Ham.“ Klippa: Dagný um West Ham Dagný er í þeirri öfundsverðu stöðu að spila með sínu uppáhaldsliði erlendis. Þegar hún var kynnt til leiks sem leikmaður West Ham var það gert með gömlum myndum af henni í búningi West Ham og líka af West Ham-köku úr níu ára afmælinu hennar. Landsliðskonan hélt að umboðsmaðurinn hennar væri að fíflast þegar hann tjáði hennar að West Ham vildi fá hana. „Þetta var að mörgu leyti merkilegt. Þegar umboðsmaðurinn hringdi fyrst og lét mig vita af áhuganum fannst mér það vera hálfgert grín, af öllum liðum,“ sagði Dagný. „Þegar ég fór fyrst til þeirra voru þeir í fallbaráttu. Fyrst tók ég hálft tímabil með þeim og það var alveg erfitt en núna hefur gengið vel að mörgu leyti þótt við höfum tapað óþarfa stigum hér og þar. Það hefði getað hjálpað okkur að vera ofar í deildinni en að mörgu leyti gott tímabil, sérstaklega ef við horfum á tímabilið eru þetta miklar framfarir. Svo ætlum við að halda áfram að bæta okkur og styrkja liðið.“ Dagný hefur leikið alls leikið 25 leiki með West Ham í vetur og skorað sex mörk. Hamrarnir eru í 6. sæti ensku deildarinnar með 27 stig.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira