Minningarathöfn í Sambíu á morgun og útför auglýst síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2022 15:09 Sigurður Guðmundsson féll frá þann 19. apríl síðastliðinn. Andlát Sigurðar Guðmundssonar í Sambíu þann 19. apríl bar brátt að en Sigurður var aðeins 53 ára. Til stendur að flytja hann heim til Íslands og halda útför. Reiknað er með að fjölskylda og vinir Sigurðar í Sambíu komi hingað til lands við það tilefni. Minningarathöfn verður haldin í Sambíu á morgun að sögn Önnu Gunndísar Guðmundsdóttur, systur Sigurðar. Hún segir að útförin hér á landi verði auglýst síðar. Styrktarreikningur hefur verið stofnaður hefur verið til að styðja við bakið á börnum Sigurðar. Að neðan má lesa minningarorð Önnu Gunndísar um bróður sinn. Minning um Sigga Sigurður Guðmundsson, ævintýramaður, athafnamaður, hrekkjalómur, landkönnuður, pólitíkus, verslunarmaður og stríðnispúki er fallinn frá. Hann lést í Lusaka, höfuðborg Sambíu, þann 19. apríl síðastliðinn. Faðir, sonur, bróðir, vinur, og heittelskaður eiginmaður er horfinn inn í draumahöllina. Siggi fæddist í Kaupmannahöfn rétt eftir miðnætti þann 8. mars árið 1969 og var óhemja frá fæðingu þar sem þurfti að bolta rimlarúmið hans bæði við gólf og vegg á átta stöðum. Annars keyrði hann bara á því út um öll gólf og hélt vöku fyrir gamla fólkinu á neðri hæðinni, varla orðinn ársgamall. Hann var einn af sjö systkinum og að þeim ólöstuðum var Siggi litríkastur þeirra allra. Hann bjó lengst af á Akureyri, sínum ástkæra heimabæ, en endaði ævina í Sambíu aðeins 53 ára að aldri. Hann var maður sem framkvæmdi allt það sem honum datt í hug, ferðaðist víðar en flest okkar á þessari jörð og sagði ávallt hug sinn allan. Hann var kjarnyrtur og kraftmikill penni og biðu margir eftir ævisögunni á prenti. Við minnumst hans með hlýhug og þökkum fyrir allar sögurnar af honum sem ylja okkur um hjartarætur nú þegar við þurfum að kveðja þennan stórbrotna mann sem snerti hug og hjörtu svo margra. Siggi fór í Lundarskóla og þaðan í Gagnfræðaskóla Akureyrar og útskrifaðist síðan sem stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við tók skóli lífsins þar sem Siggi fór ávallt ótroðnar slóðir. Hann vann lengi í verslun afa síns, Klæðaverslun Sigurðar Guðmundssonar á Akureyri, sem síðar hét Leikfangamarkaðurinn og var í eigu föður hans - en allir versluðu í Sigga Gúmm þó sumir hafi í seinni tíð viðurkennt að hafa stolið sér eins og einum Action Man-kalli. Síðar stofnaði Siggi sína eigin minjagripaverslun með tvær hendur tómar fyrir utan stóra víkinginginn sem var tveir og þrjátíu á hæð og klæddur í stærstu lopapeysu sem hefur verið prjónuð hér norðan heiða. Verslunina kallaði hann The Viking og var með útibú um allt land. Hann sneri sér einnig að bæjarpólitíkinni á Akureyri ásamt því að ferðast, veiða, leita uppi ævintýrin og nýta hvert tækifæri til að hrekkja annað fólk til að fá annað fólk til að hlæja en hæst hló hann þó sjálfur. Siggi var nefnilega alltaf að leika sér og hnötturinn var hans skákborð þar sem skákklukkan tifaði hratt. Sigurður var búsettur í Sambíu síðustu ár lífs síns og bjó þar ásamt eiginkonu sinni Njavwa Namumba og ungum syni sínum sem fékk nafnið Óðinn Muzima. Í Sambíu ætlaði Siggi að vera með litla ferðaskrifstofu og leyfa fólki að upplifa það sem hann fann þar: dýraríkið, náttúrufegurð og ró sem hann fann hvergi annars staðar. Að vakna rólegur, sofna rólegur og vera laus við allt áreiti var eitthvað sem hann hafði ekki upplifað fyrr en hann kom þangað. Siggi var áður giftur Jonnu sem honum þótti afskaplega vænt um og eignuðust þau þrjú börn, þau Kolfinnu Frigg, Guðmund Karl og Sjöfn. Fyrir átti Jonna tvö börn, þau Selmu Sigurðardóttur og Sigga Eggertsson. Það má segja að Siggi hafi afrekað ansi margt í lífinu en stoltastur var hann af börnunum sínum. Siggi upplifði margt á leið sinni um lífið, hann var vinamargur, kom víða við og mátti aldrei aumt sjá. Hann var vinur vina sinna, greiðvikinn og hjálpsamur og dýravinur mikill. Hann var hnyttinn og skemmtilegur, uppátækjasamur með eindæmum, hrókur alls fagnaðar alls staðar þar sem hann kom og hans er minnst með söknuði um víða veröld. Þrátt fyrir að Siggi hafi kvatt þennan heim svona ungur þá var hann búinn að upplifa svo miklu meira en við hin. Hann hefði allt eins getað verið 150 ára miðað við allt sem hann náði að gera á þessum 53 árum. Ævintýraþráin var mikil og það var alltaf gaman að vera með Sigga. Alltaf mikil læti og lífið tók ávallt einhverja óvænta stefnu því hann gat platað alla með sér út í einhverja vitleysu. En undir lokin fann hann einhverja innri ró og hann var hamingjusamur þegar hann fór. Siggi lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og tvö stjúpbörn, ásamt tugum ástvina og hundruðum vina. Minningarathöfn verður haldin í Sambíu fimmtudaginn 28. apríl og verður jarðarförin á Íslandi auglýst síðar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning, reikningsnúmer: 0565-14-151515, kennitala: 290374-4729, sem hefur verið stofnaður til að standa við bakið á börnum Sigga á þessum erfiðu tímum. Fjölskylda og ástvinir Sigga þakka hlýhug, stuðning og auðsýnda samúð. Andlát Íslendingar erlendis Akureyri Sambía Tengdar fréttir Sigurður Guðmundsson látinn 53 ára að aldri Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn. Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969 en bjó lengst af á Akureyri. Hann var aðeins 53 ára að aldri. 20. apríl 2022 19:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Minningarathöfn verður haldin í Sambíu á morgun að sögn Önnu Gunndísar Guðmundsdóttur, systur Sigurðar. Hún segir að útförin hér á landi verði auglýst síðar. Styrktarreikningur hefur verið stofnaður hefur verið til að styðja við bakið á börnum Sigurðar. Að neðan má lesa minningarorð Önnu Gunndísar um bróður sinn. Minning um Sigga Sigurður Guðmundsson, ævintýramaður, athafnamaður, hrekkjalómur, landkönnuður, pólitíkus, verslunarmaður og stríðnispúki er fallinn frá. Hann lést í Lusaka, höfuðborg Sambíu, þann 19. apríl síðastliðinn. Faðir, sonur, bróðir, vinur, og heittelskaður eiginmaður er horfinn inn í draumahöllina. Siggi fæddist í Kaupmannahöfn rétt eftir miðnætti þann 8. mars árið 1969 og var óhemja frá fæðingu þar sem þurfti að bolta rimlarúmið hans bæði við gólf og vegg á átta stöðum. Annars keyrði hann bara á því út um öll gólf og hélt vöku fyrir gamla fólkinu á neðri hæðinni, varla orðinn ársgamall. Hann var einn af sjö systkinum og að þeim ólöstuðum var Siggi litríkastur þeirra allra. Hann bjó lengst af á Akureyri, sínum ástkæra heimabæ, en endaði ævina í Sambíu aðeins 53 ára að aldri. Hann var maður sem framkvæmdi allt það sem honum datt í hug, ferðaðist víðar en flest okkar á þessari jörð og sagði ávallt hug sinn allan. Hann var kjarnyrtur og kraftmikill penni og biðu margir eftir ævisögunni á prenti. Við minnumst hans með hlýhug og þökkum fyrir allar sögurnar af honum sem ylja okkur um hjartarætur nú þegar við þurfum að kveðja þennan stórbrotna mann sem snerti hug og hjörtu svo margra. Siggi fór í Lundarskóla og þaðan í Gagnfræðaskóla Akureyrar og útskrifaðist síðan sem stúdent frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Við tók skóli lífsins þar sem Siggi fór ávallt ótroðnar slóðir. Hann vann lengi í verslun afa síns, Klæðaverslun Sigurðar Guðmundssonar á Akureyri, sem síðar hét Leikfangamarkaðurinn og var í eigu föður hans - en allir versluðu í Sigga Gúmm þó sumir hafi í seinni tíð viðurkennt að hafa stolið sér eins og einum Action Man-kalli. Síðar stofnaði Siggi sína eigin minjagripaverslun með tvær hendur tómar fyrir utan stóra víkinginginn sem var tveir og þrjátíu á hæð og klæddur í stærstu lopapeysu sem hefur verið prjónuð hér norðan heiða. Verslunina kallaði hann The Viking og var með útibú um allt land. Hann sneri sér einnig að bæjarpólitíkinni á Akureyri ásamt því að ferðast, veiða, leita uppi ævintýrin og nýta hvert tækifæri til að hrekkja annað fólk til að fá annað fólk til að hlæja en hæst hló hann þó sjálfur. Siggi var nefnilega alltaf að leika sér og hnötturinn var hans skákborð þar sem skákklukkan tifaði hratt. Sigurður var búsettur í Sambíu síðustu ár lífs síns og bjó þar ásamt eiginkonu sinni Njavwa Namumba og ungum syni sínum sem fékk nafnið Óðinn Muzima. Í Sambíu ætlaði Siggi að vera með litla ferðaskrifstofu og leyfa fólki að upplifa það sem hann fann þar: dýraríkið, náttúrufegurð og ró sem hann fann hvergi annars staðar. Að vakna rólegur, sofna rólegur og vera laus við allt áreiti var eitthvað sem hann hafði ekki upplifað fyrr en hann kom þangað. Siggi var áður giftur Jonnu sem honum þótti afskaplega vænt um og eignuðust þau þrjú börn, þau Kolfinnu Frigg, Guðmund Karl og Sjöfn. Fyrir átti Jonna tvö börn, þau Selmu Sigurðardóttur og Sigga Eggertsson. Það má segja að Siggi hafi afrekað ansi margt í lífinu en stoltastur var hann af börnunum sínum. Siggi upplifði margt á leið sinni um lífið, hann var vinamargur, kom víða við og mátti aldrei aumt sjá. Hann var vinur vina sinna, greiðvikinn og hjálpsamur og dýravinur mikill. Hann var hnyttinn og skemmtilegur, uppátækjasamur með eindæmum, hrókur alls fagnaðar alls staðar þar sem hann kom og hans er minnst með söknuði um víða veröld. Þrátt fyrir að Siggi hafi kvatt þennan heim svona ungur þá var hann búinn að upplifa svo miklu meira en við hin. Hann hefði allt eins getað verið 150 ára miðað við allt sem hann náði að gera á þessum 53 árum. Ævintýraþráin var mikil og það var alltaf gaman að vera með Sigga. Alltaf mikil læti og lífið tók ávallt einhverja óvænta stefnu því hann gat platað alla með sér út í einhverja vitleysu. En undir lokin fann hann einhverja innri ró og hann var hamingjusamur þegar hann fór. Siggi lætur eftir sig eiginkonu, fjögur börn og tvö stjúpbörn, ásamt tugum ástvina og hundruðum vina. Minningarathöfn verður haldin í Sambíu fimmtudaginn 28. apríl og verður jarðarförin á Íslandi auglýst síðar. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning, reikningsnúmer: 0565-14-151515, kennitala: 290374-4729, sem hefur verið stofnaður til að standa við bakið á börnum Sigga á þessum erfiðu tímum. Fjölskylda og ástvinir Sigga þakka hlýhug, stuðning og auðsýnda samúð.
Andlát Íslendingar erlendis Akureyri Sambía Tengdar fréttir Sigurður Guðmundsson látinn 53 ára að aldri Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn. Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969 en bjó lengst af á Akureyri. Hann var aðeins 53 ára að aldri. 20. apríl 2022 19:18 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Sigurður Guðmundsson látinn 53 ára að aldri Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn. Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969 en bjó lengst af á Akureyri. Hann var aðeins 53 ára að aldri. 20. apríl 2022 19:18